Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 4
Fyrstu kynnL
annsóknarstofan var svo lítil að
unga konan varð fyrir vonbrigð-
um. Gat það átt sér stað, að innan
þessara veggja hefði penicillinið ver-
ið uppgötvað? Alexander tók sjálf-
ur á móti henni. Hún hafði hugsað
sér hann mikilfenglegan mann að
sjá, en svo sá hún fyrir sér lítinn, grá-
hærðan og látlausan mann, og ekki
sérlega aðlaðandi.
í Grikklandi hafði hún, á vegum
British Council, fengið leyfi til að
nema hjá Alexander Fleming í sex
mánuði.
Litli maðurinn byrjaði strax að
yfirheyra hana heldur kuldalega og
henni fannst hún þegar vera komin
í hinar verstu ógöngur. Hún var óör-
ugg í enskunni og hann talaði ó-
greinilega og lágt með skozkum
hreim. Hún gat sér þess til að hann
væri að spyrja sig um á hverju hún
vildi byrja. Hún kaus sér bakteríu-
rannsóknir, en í þeirri grein var full-
skipað, svo að hann bauð henni að
starfa við efnarannsóknir.
Hún skildi ekki hvað hann var að
segja og var orðin miður sín, en svo
skeði kraftaverkið. Andlit lágvaxna
mannsins varð skyndilega eitt bros,
og frá honum streymdi góðmennska
og fegurð. Henni fannst hann gjör-
breytast, yfirbragð hans varð tignar-
F IIÆ (■ AII
KONIIK
SKRIFA:
4
Ekkja Alexanders Fleming segir frá
lífi sínu og starfi með hinum mikla
vísindamanni og frá hamingju þeirra,
er varði svo skamma hríð.
legt, grá augu hans lýstu eins og
stjörnur. Allt í einu fannst henni
hann vera fagur maður.
Þegar hún hafði sagt mér frá þess-
um fyrstu kynnum þeirra bætti hún
við: — Eftir þetta var hann alltaf
fallegur í mínum augum, frá þeim
degi elskaði ég hann.
Næstum afsakandi bauð hann
henni að starfa sem sinn nánasti að-
stoðarmaður. Hann gerði það til að
hjálpa henni yfir byrjunarörðug-
leikana, og það var eins og hann
væri að biðja hana að gera sér
greiða.
Nokkru síðar stóð hún fyrir utan
St. Marys sjúkrahúsið, tómhent. í
rannsóknarstofunni hafði hún verið
svo rugluð, að hún hafði gleymt öllu,
sem hún hafði meðferðis, svo sem
tösku, regnhlíf og bókum. Næsta dag
sendi hann henni þetta allt, eitt og
eitt í einu.
Hann hafði spurt hana, hvort
hún hefði áður komið til Englands,
og þar sem hún hafði gert það, gaf
hann henni nokkra dag til umráða,
áður en hún tæki til starfa. Hún var
honum þakklát fyrir þessa tillitssemi.
Aðeins tíu ár, og svo ...
þannig byrjaði hin fegursta ástar-
saga, um ást, sem ekki fékk við-
urkenningu fyrstu átta árin. Hún
entist ekki lengur en í tíu ár. Allt of
stutt, en varir samt út yfir gröf og
dauða. I tíu ár unnu þau saman yfir
smásjánni, og sameiginleg var gleði
þeirra yfir árangrinum, sem kom í
ljós smátt og smátt, en þó með löngu
millibili. Aðeins í tvö ár af þessum
tíu, gátu þau notið ástar sinnar.
Þegar frú Fleming er spurð um,
hvort hún sé ekki ánægð yfir að hafa
4
FRÚIN