Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 30
synlegar börnum og ættu foreldrar,
sem eyða peningum í sælgætiskaup
handa börnum sínum, heldur að gefa
þeim þennan ljúffenga og holla á-
vöxt. Ekki er þó rétt, eins og margir
gera, að setja gat á appelsinuna,
stinga sykurmola þar í og láta barn-
ið sjúga safann úr appelsínunni.
Sennilega myndi tannlæknirinn eitt-
hvað hafa við það að athuga.
Appelsínuábætisréttur
er mjög fljóttilbúinn og ljúffengur
réttur, sem hressir upp á grákaldan
dag.
Notið eina til tvær appelsínur á
mann og þær mega gjarnan vera dá-
lítið súrar. Flysjið appelsínurnar og
fjarlægið hvítu himnuna vandlega.
Skerið síðan appelsínurnar í örþunn-
ar sneiðar og látið í desertskál og
stráið hvítum sykri yfir.
Börn geta borðað mikið af appel-
sinum tilreiddum á þennan hátt og
sennilega mun föður þeirra vafalaust
einnig þykja gott að fá appelsínur
tilreiddar á þennan hátt.
Hressandi morgundrykkur.
Stundum kemur það fyrir, að mað-
ur vaknar þreyttur á morgnana, þrátt
fyrir reglusemi og maður hafi farið
snemma að sofa. Sérstaklega er hætt
við þessu eftir langan og dimman
vetur. Búið til handa yður sjálfri og
heimilisfólkinu morgundrykk, sem er
að vísu frekar.dýr en hins vegar mjög
hollur og hressandi. Peningunum er
sjálfsagt ekki ver varið heldur en
ef þeim væri eytt í lækna og apótek.
Uppskriftin er svona: 1 eggjarauða,
saft úr einni appelsínu og saftin úr
hálfri sitrónu er þeytt saman. Það
má sía drykkinn en er þó ekki nauð-
synlegt. Það gerir ekki mikið til þó
að dálítið af appelsínukjötinu fylgi
með. Gefið hverjum fjölskyldumeð-
lim þennan skammt og það mun á-
reiðanlega borga sig.
Hors d’oeuvre.
Grape ávaxtasalaí með rækjum.
Handa fjórum: 2 litlir grape ávext-
ir, 100 g rækjur, 2 msk. þykk maj-
onesi sósa, 2 msk. tómatsafi, salt, pip-
ar. Grape ávextirnir eru skornir í
tvennt og ávöxturin losaður úr berk-
inum án þess að skemma hann. Saf-
inn pressaður úr og kjötið brytjað í
smástykki og blandaði saman við
rækjurnar. Tómatsafanum blandað
saman við majonessósuna eftir
smekk og rækjunum og grapefruit
bitunum hrært varlega saman við.
Salatið er borið fram í berkinum.
Það á að vera vel kalt og steinselju
stráð yfir.
Ljúffeng eggjakaka.
Handa fjórum: 4 egg, 2 msk. syk-
ur, 30 g smjör. Til fyllingar: 2 msk.
appelsínu-marmelaði, rifinn börkur af
2 appelsínum, safinn úr einni appel-
sínu og 2 msk. púðursykur. Eggja-
rauðurnar hrærðar með sykrinum þar
til þær eru orðnar hvítar og krem-
kenndar. Hvíturnar stífþeyttar og
hrært varlega saman við eggjarauð-
urnar með skeið. (Ekki hræra í
hring). Bræðið smjörið síðan í eld-
föstu fati. Það á að vera sjóðheitt en
má ekki brúnast. Eggjakökudeiginu
er síðan hellt varlega í fatið og það
látið standa á plötunni í eina min-
útu áður en það er sett í ofninn, þar
sem það á að bakast í 8—10 min.
Á meðan er appelsínu-marmelaðið
hitað upp í litlum potti, ásamt appel-
sínusafanum og rifnum berkinum.
Þegar eggjakakan hefur hefað sig,
takið hana út úr ofninum og skerið
rák í hana miðja, hellið marmelaðinu
í rákina og lokið síðan með palet-
hníf. Stráið flórsykrinum yfir og
berið fram sjóðheitt.
Góð sósa með fiski.
Sítrónusósa.
Handa fjórum: 30 g hveiti, 40 g
smjör, salt, pipar og safa úr einni
sítrónu, lítra soð af fiskinum, sem
sósan á að vera með, 1 msk. smátt
söxuð steinselja, 1 tsk. kapers og 1
hnifsoddur af rifnum múskathnetum.
Bræðið smjörið hægt í litlum potti
með ykkum botni og látið hveitið
saman við. Hrærið vel í og látið
sjóða vel áður en þér bætið heitu
fisksoðinu smátt og smátt saman
við. Setjið pipar og salt eftir smekk.
Setjið síðan sítrónusafann, múskat-
ið og steinselju saman við. Áður en
sósan er borin fram er kapers og
smá smjörbita bætt í hana.
X-
P E R L U R
Á sorgar hafsbotni sannleiksperlan
skín,
þann sjóinn máttu kafa, ef hún
skal verða þín.
Ei vitkast sá, er verður aldrei
hi-yggur,
hvert vizkubarn á sorgarbrjóstum
liggur.
Hefnd.
Hefna þin aldrei þú átt,
gegn illindum verstu með dyggðum,
hefndin er heimskunnar fró,
hún grípur ætíð í tómt.
Steingr. Thorsteinsson.
Steiktur fiskur með sítrónusósu er ljúfmeti.
30
FRÚIN