Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 38

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 38
ótt fegurðarsamkeppni ungra kvenna eigi sér langa sögu með öðrum þjóðum, þá eru ekki nema ör- fá ár síðan fyrst var efnt til hennar hér á landi. Fyrsta fegurðarsam- keppnin, sem haldin var hér fór fram í Tívolí í Reykjavík 1949. Það var ekki fyrr en íslenzku sigurvegar- arnir hófu þátttöku í fegurðarsam- keppni erlendis, að flestum varð ljóst, að það getur skipt ísland miklu máli hversu til tekst um val þeirrar konu, sem kjörin er hverju sinni til þess að vera fulltrúi íslenzkra kvenna í alþjóðlegri samkeppni um fegurð og yndisþokka. Það er staðreynd, að þær íslenzku stúlkur sem tekið hafa þátt í fegurðarsamkeppni erlendis hafa verið landi sínu til góðra kynna og þar opnuðust þeim einnig leiðir til margs konar ævintýra og frama, enda þótt þær kæmu ekki heim með hin mestu sigurlaun. Eitthvað á þessa leið komst Einar A. Jónsson að orði, er blaðið átti viðtal’ við hann um fegurðarsamkeppni nú fyrir skömmu. Einar hefur sem kunnugt er séð um keppni þessa frá upphafi hér á landi og stjórnað henni. í samvinnu við Fegrunar- félag Reykjavíkur. Fyrsta keppnin var haldin í Tívolí- garðinum 1949 og í samráði við Fegr- unarfélag Reykjavíkur, segir Einar. — Fyrirkomulagið var þannig, að hvaða stúlka sem var mætt í Tívolí- garðinum þetta kvöld gat gengið upp á sýningarpallinn, fyrir dómarana og áhorfendafjöldann. Aðsóknin var ágæt. Margar stúlkur unnu þarna bug á feimni sinni og sýndu sig. Áhorf- endur voru geysimargir, og áhugi virtist mikill fyrir keppninni. Þessa keppni vann Kolbrún Jónsdóttir. Það var áhugi fólksins fyrir feg- urðarsamkeppninni í þetta sinn sem gaf mér byr undir báða vængi. Ég fór utan fljótlega á eftir og kynnti mér fyrirkomulag á fegurðcirsam- keppni víða. Síðan gerðist ég einka- umboðsmaður alheimskeppnanna hér á landi. 3—4 stúlkur utan árlega. Síðan hefur verið haldin fegurðar- samkeppni á hverju ári og síðan 1955 hafa 3—4 stúlkur farið utan ár- lega til alheimskeppni. Þess má geta að ísland er hið eina Norðurlandanna síðan 1959 sem hefur ávallt átt sæti íúrslitum keppni, svo sem kunnugt er. Og það má kalla glæsilega frammi- stöðu. Sigríður Þorvaldsdóttir komst í úrslit í Bandaríkjunum, Rúna Brynjólfsdóttir í Þýzkalandi, Sigríð- ur Geirsdóttir, sem hlotið hefur stærsta sigurinn i Bandaríkjunum, en það var sem kunnugt er 3ja sæti, 1960. Hún stundar nú kvikmynda- leik í Hollywood, ein íslenzkra feg- urðardrottninga, Sigrún Ragnarsdótt- ir hlaut 5. sæti í Bandaríkjunum 1961, en hún er sú síðasta sem verið hefur í keppni erlendis, en hún fór einnig síðastliðið ár til Beirut í Lib- anon og varð þar nr. 8, tók síðan þátt í keppnini á Langasandi og hlaut 5. sæti. Kristjana Magnúsdótt- ir komst einnig í úrslit í Bandaríkj- unum, svo nokkrar séu nefndar. — Margrét Guðmundsdóttir, síðasta fegurðardrottning íslands tók þátt i Miss-Norden-keppninni, þeirri fyrstu, sem haldin hefur verið og fór fram í Reykjavík síðastliðið haust. María hefur verið erlendis síðan í október- mánuði sl., bæði í S.-Ameríku og Evrópu, við tízkusýningar og hefur getið sér góðan orðstír. Nú sem stend- ur er hún við að filma fyrir amerísku Coca-Cola-verksmiðjurnar í sviss- nesku Ölpunum, en það þykir hinn mesti frami fyrir ungar fyrirsætur, þar sem Coca-Cola-verksmiðjurnar þykja mjög vandlátar á myndir og birta aldrei auglýsingamyndir sínar nema á forsíðum blaða. Keppni stendur fyrir dyrum. Um miðjan maí fer fram hin ár- lega fegurðarsamkeppni hér. í þeirri keppni verða valdar úr 5 stúlkur til utanfara í hinar ýmsu alheimskeppn- • ir. Tvær keppnir verða í Bandaríkj- unum, önnur á Langasandi en hin í Florida. Þá er keppni í Beirut í Lib- anon og í London. Að öllu forfalla- lausu verður einnig ,,Miss-Norden“- keppnin, sem haldin var í Reykjavik síðastliðið haust, nú haldin í Hels- ingfors í Finnlandi. Eins og kunnug't er, er sú keppni algjörlega íslenzk að uppruna og verður re kin af Einari A. Jónssyni, í öllum höfuðborgum Norðurlanda í framtíðinni. 38 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.