Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 27

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 27
USUND ANDLIT fyrsta sinn. Ég var úti í eldhúsi hjá Sally og var að laga aukasopa af kaffi. Alex kom seinna en hinir og ráfaði inn í eldhús- ið til mín og sagði: „Komið þér sælar, ég heiti Alex Hunt. Sally sagði, að þér mynduð gefa mér tómatsafa og bolla af sterku kaffi. Viljið þér gera það?“ „Já, úr því þér biðjið mig svona vel,“ svaraði ég og brosti. Ég rétti honum glas með tómatsafa. „Eruð þér leikkona?“ spurði hann. „Nei.“ Hann hló. „Ég hélt það heldur ekki.“ „Nú, hvað eigið þér við með því?“ „Ég á við, að þér lítið ekki út fyrir að vera það. Guðsneistinn ljómar ekki af yður.“ Ég móðgaðist dálítið, því að mér fannst ég sjálf ekki vera neinn trjádrumbur. — „Er það nokkuð verra?“ spurði ég kuldalega. Hann yppti öxlum og.drakk tómatsafann í tveim- ur gúlsopum. „Ég veit ekki,“ sagði hann. „Mér finnst það hressandi tilbreyting, en annars er ég víst ekki dómbær um það. Við skulum heldur tala um eitt- hvað annað. Hvað heitið þér annars?“ „Mary Scott,“ svaraði ég. „Þér hafið dásamlegt bros, Mary Scott. Það ljómar af hreinleika og heiðarleika. Hvorttveggija er sjaldgæft nú á tímum. Þér eruð líka aðlaðandi. Ég á ekki við, að þér séuð sæt, heldur greindarleg. En þér gerið mig ekkert hræddan þrátt fyrir það. Jæja, þökk fyrir tómatsafann." Hann tók kaffiboll- ann sinn og fór inn í stofuna. Ég fór líka inn til hinna, en við töluðum ekkert meira saman, og þegar hann var farinn, þá hefði ég ekki getað munað, hvernig hann leit út. Ég spurði Sally hvað hann gerði, og hún sagði mér, að hann væri leikstjóri. Nærri heilt ár leið, þangað til ég sá hann aftur. Einu sinni eða tvisvar datt mér hann sem snöggv- ast i hug, en síðan steingleymdi ég honum. Dag einn var ég að fara með börnin til tannlækn- is á Madison Avenue. Á heimleiðinni leit ég inn á málverkasýningu. Tim og Bill höfðu fengið að fara einir heim í leigubíl, í tilefni dagsins — þá fannst þeim þeir vera orðnir svo fullorðnir. Sýningin var í kyrrlátri götu, og fyrir utan af- greiðslumanninn, var ekki nokkur lifandi maður þar. Ég heyrði glamur í ritvél og dauf hljóð frá umferðinni úti á aðalgötunni, en annars var allt kyrrt. Mér finnst gott að vera ein, þegar ég skoða málverk. En allt í einu varð ég þess vör, að ég var ekki lengur ein þarna, þó að ég hefði ekki heyrt neinn koma inn. Mér féll það illa og sneri við til dyranna — og það lá við að ég færi beint í fang- ið á Alex Hunt. „Mary Scott,“ sagði hann. „Við hittumst einu sinni í eldhúsinu hjá Sally.“ „Já,“ svaraði ég. „Það gleður mig, að þetta eruð þér.“ „Nú! því þá það?“ Hann horfði á mig rannsakandi. „Jú, af því að mér gramdist að verða fyrir ónæði,“ sagði ég og benti á málverkin á veggnum. — „Ég skal segja yður, að mig dreymir svo fallega dag- drauma, þegar ég er ein að horfa á málverk. Mér finnst þá, að ég eigi þau öll.“ „Ég skil vel, hvað þér eigið við.“ „Er það. Hafið þér líka ánægju af málverkum?" Hann hikaði. — „Bæði já og nei. En mér finnst þetta sama um leikhúsið og leikrit. Mér hættir til að gleyma þvi, að ég hef ekki skrifað þau sjálfur. Það getur gert höfundana alveg öskureiða. Viljið þér ekki koma og drekka te með mér? Hafið þér tíma til þess?“ „Já, það held ég bara,“ svaraði ég. Þetta kom svolítið flatt upp á mig, en það gladdi mig samt. Svo fórum við saman í lítið kaffihús í nágrenninu. Við sátum úti í garði undir stóru tré og þjónninn færði mér te og Alex whisky-glas. Hann spurði mig af áhuga um tízkuteikningar mínar og sagði mér frá leikriti, sem hann var að setja upp, úti í úthverfi borgarinnar. Augu hans Framh. á bls. 31. FRÚIN 27

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.