Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 42

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 42
Hínn kunni leikfimis- og afslöppunarsérfræðingur frú Ingrid Prahm hefur, eftir margra ára reynslu, sem kennari í öllum aldursflokkum, fundið upp nýtt kerfi, sem hún kallar „Hvílist mjúklega“. Hún hefur samið bók um þetta efni, með sama nafni og munum vér birta kafla úr bók þessari, ásamt myndum, í þessu og næstu blöðum, og viljum vér hvetja lesendur að notfæra sér þessar leiðbeiningar. — Allar æfingarnar eru byggðar á viðbrögðum dýranna. Dýrin kunna nefnilega þá list að slappa vöðva sína fullkomlega af, þegar þau hvílast. Þau Ieggjast í ýmislegar stellingar þannig að limirnir eru beygðir í liðamótunum og þau liggja gjarnan þannig að þau fá stuðning af grein eða öðru þvílíku við bakið eða hnakkann. Þessum sér- stöku stellingum munuð þér geta náð með þessum æfingum. — Kerfið byggist á því að þér notið tré- gjörð eða hring til að halda líkamanum í þeim stell- ingum, sem nauðsynlegar eru til að geta afslappað vöðvana fullkomlega, og þurfið þér þá ekki að nota vöðvaaflið til að halda líkanum í réttum stellingum. Gott er að nota tvær stærðir af hringum. Það er nauð- synlegt að gefa sér góðan tíma til að hvílast í hverri stellingu, svo að allir vöðvarnir fái svipaða afslöppun. — Smátt og smátt munuð þér skynja líkama yðar á alveg nýjan hátt. Þér munuð uppgötva hvaða vöðvar eru of slappir og þurfa að styrkjast, og eftir stuttan tíma munuð þér komast að raun um að líkami yðar er heilbrigður og þjálfaður. Byrjið á þessum fjórum æfingum, sem hér eru sýnd- ar, og haldið áfram næstu mánuði, með þær æfingar, sem vér munum sýna yður í þessu blaði. Setjist á púða á gólfið og látið gjörðina utan um yður, þannig að hann nemi við herðablöðin og hnén. Gerið yð- ur máttlausa og þunga og ruggið yður rólega fram og til baka. Hugsið yður, að þér sitjið í góðum hægindastól og notið stuðninginn af hringnum til að gefa eftir á öll- um vöðvum. Reynið að gefa eftir í hinum löngu bak- vöðvum og hryggvöðvum. Gætið þess að slappa á maga- vöðvunum. — Gefið yður nægan tíma, og þér munuð hvílast betur en í bezta hægindastól. Hallið yður hægt áfram og þyngið á fótunum og látið þá draga yður fram. Hallið yður aftur á bak og takið eftir að þessar djúpu jafnvægisæfingar munu hafa góð áhrif á yður. Dýr geispa og teygja sig oft og á þann hátt slappa þau á vöðvunum í kringum brjóstkassann, sem er mjög nauðsynlegt, því að strektir vöðvar þvinga aadardráttinn. Leggist á hné og gerið alla vöðva máttlausa og látið síga hægt og rólega þar til brjóstkassinn nemur við gólfið. Reynið að slappa magavöðvana og verið máttlaus í hálsi og hnakka. Liggið stutta stund til að byrja með. Reisið yður síðan upp á fjóra fætur og geispið. — Takið eftir teikningunni af svarta panthernum.

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.