Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 6
Sir Alexander Fleming og kona hans.
ins fylgdi upplausn, fangelsisvist og
hótun um dauðadóm. Sökin var:
Amalia Vaureka, en það var nafn
hennar, hafði falið enskan flóttamann
og verið með óleyfilegt senditæki.
Hún var í fangelsi í Vz ár en var þá
sleppt, þar eð ekki fundust nægar
sannanir gegn henni.
Hún hélt samt áfram þessu hættu-
lega starfi þótt hún gæti aldrei um
frjálst höfuð strokið, þar sem hafðar
voru á henni strangar gætur. Hún
átti tveggja manna reiðhjól, hag-
stætt til að aðstoða flóttamenn, en
erfiðast var að seðja flóttamennina,
þvi að hún fékk mat aðeins út á
sinn eigin skömmtunarseðil. Allir
þeir ensku flóttamenn, sem hún
hjálpaði til að flýja á þessu farar-
tæki sínu, voru ekki í vafa um að
hún myndi einn góðan veðurdag
glata lífi sínu með þessu starfi sínu.
Það var eftir alla þessa erfiðleika
og til þess að reyna að gleyma, að
hún sótti um landvistarleyfi í Eng-
landi.
Og svo dag nokkurn árði 1945 var
hún komin til London og stóð í rann-
sóknarstofu Alexanders Fleming,
fyrir framan litla gráhærða mann-
inn, sem átti svo erfitt með að tjá
sig.
Vinátta eða kurteisi.
ann átti svo erfitt með að tala,
að það hafði nærri komið í veg
fyrir giftingu þeirra. Vinátta þarfn-
ast að_ vísu ekki margra orða og í
þrjú ár gekk allt sæmilega.
Alexander Fleming var giftur.
Sarrin hét kona hans. Hún var eldri
en hann. Þau áttu einn son. Hún var
virðingarverð kona og hann bar tak-
markalausa umhyggju fyrir henni.
Milli hans og Amaliu gat því í hæsta
lagi orðið um vináttu að ræða. Dag
nokkurn bað hún hann um mynd,
því allir nemendur hans óskuðu eft-
ir því að eiga mynd af honum. Hann
svaraði henni ekki. Kona hans heyrði
til og sagði höstuglega: — Heyrir þú
ekki, Alec? Frúin biður þig um
mynd af þér, og hún bætti við: —
Þér vitið ekki frú Vaureka, hve mik-
ils hann metur yður.
— Alec, sagði hún við mann sinn,
segðu henni allt það, sem þú sagð-
ir um hana í gærkvöldi. Hann sagði
auðvitað ekki orð, en gaf henni þó
myndina.
Daginn, sem kona hans dó, var
hann brotinn maður og utan við sig
í lengri tíma. Amalia reyndi allt, sem
hún gat til þess að rífa hann upp úr
þessum dvala, og smám saman færð-
ist aftur ró yfir hann og hugur hans
varð aftur skýr.
Árið 1951 bauð hann henni í fyrsta
sinn heim til sín. Það var um helgi.
Húsið hans stóð í fögrum blómagarði
við litla á. Hún notaði fríið að mestu
leyti til að laga til í litlu herbergi,
sem hann notaði fyrir raxmsóknar-
stofu. Hún hélt að hann biði sér
heim aðeins fyrir kurteisis sakir og
var hrædd um að hann hefði ónæði
af sér. Eftir fjögurra ára samstarf
þeirra að heita mátti í algerri þögn,
fór hann smám saman að veita henni
meiri athygli. Og hún fór að hugsa
um, hvort hann myndi nokkurn
tíma geta elskað hana. En sú hugs-
un hvarflaði fljótlega frá henni.
Hann var of mikill maður fyrir hana.
Aðskilnaður.
inir hans fóru nú að veita henni
athygli. Frá Ameríku var henni
boðið sérstakt rannsóknartæki, sem
kostaði stórfé og franskur vísinda-
maður taldi hana frábrugðna öðrum
konum í hennar stétt, sem hann
hafði kynnzt, því hún hefði svo mik-
inn persónuleika fyrir utan frábæra
kunnáttu.
Einnig fóru að birtast greinar eft-
ir hana í þekktum enskum tímarit-
um.
Árið 1951 var henni boðin staða
yfirmanns við rannsóknarstofu
stærsta sjúkrahússins í Aþenu. Henn-
ar heitasta ósk var að meistari henn-
ar byði henni að starfa áfram við
rannsóknarstofu sína, en hann ósk-
aði henni hjartanlega til hamingju.
Hún tók sér það nærri, en þegar
hún kom til Aþenu lá þar skeyti
frá honum, og síðan kom hvert bréf-
ið af öðru.
Eitt orð í dagbók.
Rlexander Fleming saknaði henn-
ar. Hann varð enn einrænni en
áður og innilokaðri. En tíu mán-
uðum seinna ákvað hann skyndilega
að taka sér ferð á hendur til Aþenu.
Kvaðst hafa þar áhugamálum að
sinna. Amalia ferðaðist með honum
um landið og af áhuga hennar og
gleði yfir að vera með honum, fór
honum loks að skiljast, að henni væri
ekki sama um hann. Hann lét samt
á engu bera fyrr en daginn, sem hann
fór frá Aþenu. Hún kveið fyrir skiln-
6
FRÚIN