Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 35

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 35
í viðurvist ókunnugra, hvernig rif- ust þau þá, pegar bardaginn átti sér stað innar fjögurra veggja heimilis- ins? Þetta bragð mitt: að þegja og horfa stöðugt á borgarstjórann, hafði loks sín áhrif. Annette og Nick þögnuðu og biðu þess að ég segði eithvað. . „Ég veit hvers vegna hjónaband okkar hefur farið út um þúfur,“ sagði Annette, „það er einfaldlega vegna þess, að Nick hefur frá upp- hafi sett út á fjölskyldu mína. Hann hatar móður mína sérstaklega.“ „Þetta er rétt hjá konunni minni,“ sagði Nick, „nema hvað hún snýr staðreyndum við. Það er h ú n, sem að en skemmtilegt. Þetta var ekki rétt andrúmsloft fyrir börn, sem voru að alast upp. Þau játuðu bæði, að stundum hefðu þau lofað hvort öðru hátíðlega að hætta alveg að rífast, og þá hefðu komið friðsamleg tímabil. En þau játuðu lika, að þessi tímabil hefðu verið í styttra lagi. „Þá fór Annette að rifast aftur,“ sagði Nick. „Þá fékk Nick eitt kastið,“ sagði Annette. Annette hafði í hyggju að flytja heim til foreldra sinna og vildi fá að vita, hvort það skipti nokkru í sam- bandi við frekari þróun málsins. Hún þurfti að jafna sig á taugum. Nick ÞAIJ VDflU AILTAF AÐ RÍFAST Skyldi hjónaband þeirra Annette og Nicks endast? Þessa spurn- ingu lagði ég fyrir sjálfan mig fyrir sex árum: Kunningsskapur minn við Annette og Nick (sem var reyndar skírður Nikolaj, en fannst Nick vera nútímalegra) hófst daginn, sem þau komu í skrifstofuna og tilkynntu mér, að þau ætluðu að skilja. Ástæð- an var „mikið og langvarandi ósam- komulag“, eins og skrifað stendur í grein 52 í hjúskaparlögunum. Annette og Nick voru ósammála um allt milli himins og jarðar nema það, að þau vildu skilja. Með hlið- sjón af hinu mikla ósamkomulagi þeirra ráðlagði ég þeim að útvega sér sinn hvorn lögfræðinginn. Ég varð lögfræðingur Annette í þessu máli. Fyrsti fundur okkar á skrifstofu minni var allt annað en þægilegur. Þau höfðu tæpast tilkynnt mér, að þau óskuðu eftir skilnaði, þegar þau tóku að hella ásökunum hvort yf- ir annað. Ég þagði og leit upp á myndina fyrir ofan skrifborðið mitt. Þetta var koparstunga eftir Ho- garth: „Innreið borgarstjórans í London“, og skyndilega virtist mér borgarstjórinn, sem annars var van- ur að vera svo ánægður á svip, á- hyggjufullur og þjakaður. Þetta var auðvitað aðeins ímyndun mín, vegna þess að mér fannst sú tilhugsun þjak- andi, að þetta unga fólk, sem hafð.i átt sitt tilhugalíf og verið einlæglega ástfangið hvort í öðru, skyldi kvelja hvort annað svona nú, eftir tæpra fjögurra ára hjónaband. Úr því að þau hegðuðu sér svona getur ekki þolað mína fjölskyldu. Það er einkum móðir mín, sem hún leggur fæð á.“ Annette rauk upp: „Það er nú ekki undarlegt, því að það er hún, sem hefur eyðilagt hjónaband okkar.“ Og áfram hélt hún sár og reið: „Vitið þér, hvað hún sagði, þegar hún fékk að vita, að við áttum von á barni? Hún sagði: Hafið þið ráð á því?“ „Það var nú ekkert undarlegt, þeg- ar hún vissi, hvað þú ert eyðslusöm og léttúðug," gat Nick aðeins sagt og fór aftur að skoða borgarstjórann á veggnum. Já, það var allt að í þessu hjóna- bandi. Þegar Nick fór snemma í rúm- ið og vildi sofna, vildi Annette lesa við ljós mest alla nóttina, svo að hann gat alls ekki sofið. Hún gerði það eingöngu til að fara í taugarnar á honum. Það var augljóst mál. Þegar Annette ákvað að fara úr bænum á sunnudögum, vildi Nick vera heima. Auðvitað aðeins til að stríða henni. Þegar hann vildi fá gesti, vildi hún það ekki. Og svo öf- ugt. Þegar þau voru úti að skemmta sér, kom hann með athugasemdir um hana, svo að fólk skemmti sér á hennar kostnað. Og Nick hélt því fram, að Annette daðraði alltaf ákaft í samkvæmum, til þess að gera lítið úr eiginmanni sínum. Það leið ekki sá dagur, að hurðum væri ekki skellt heima hjá þeim, og húsvörðurinn hafði aðvarað þau tvisvar sinnum, því að nágrannarnir höfðu kvartað. Já, mér varð vel ljóst, að heimili þeirra Annette og Nicks var allt ann- átti að halda íbúðinni, hún ætlaði að flytja til foreldra sinna, og for- stjórinn, þar sem hún vann, hafði sagt henni, að hún gæti fengið vinnu allan daginn, í staðinn fyrir hálfan daginn. Móðir hennar ætlaði að gæta barnsins á daginn. „Ég veit,“ sagði Annette, „að mað- urinn minn myndi gera allt, sem í í hans valdi stæði, til að fá mitt eig- ið barn upp á móti mér, og móðir hans myndi aðstoða hann dyggilega í því ...“ „Ég sætti mig ekki við ...“ byrj- aði Nick. Og svo rifust þau hvort í kapp við annað. En í þetta skipti leit ég ekki á borgarstjórann, heldur brýndi raustina og bað um þögn. Ég lít á rifrildi í hjónaböndum sem sérstakt einkenni. Eitthvað er að, en það sem að er, er sjaldan Nú óttast hún ekki lengur innheimtu- mennina. frOin 35

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.