Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 26

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 26
ÁSTIN Eg var þrjátíu og eins árs gömul, og móðir tveggja rauðhærðra drengja, þegar ég varð ástfangin í fyrsta sinn. Jæja, — kannski var það ekki í allra fyrsta sinn. Þegar ég var fimmtán ára gömul hafði ég verið alveg yfir mig hrifin af fót- boltahetjunni í skólanum sem ég var í, og mér lán- aðist eiginlega aldrei að læra flatarmálsfræði, vegna þess að í þeim tímum sat ég beint á móti honum. En ég var nákvæmlega jafnástfangin í lífinu og vorinu og indælum blómailminum, eins og fótbolta- hetjunni, og undir niðri vissi ég það sjálf, enda þótt ég segði móður minni, að hún skildi mig alls ekki — reyndi það ekki einu sinni. Og Rick, maðurinn minn! Ég var ástfangin í honum, þegar við giftumst. Ég veit ekki hvað annað ætti að kalla þessa heillandi sæluvímu sem ég var í. En smám saman varð mér ljóst að við vorum tvær venjulegar manneskjur, tvær manneskjur samferða á lífsleiðinni, sem stofn- uðu heimili og eignuðust börn. Sæluvíman breyttist hægt og rólega í ást, sem var stjórnað af skynsemi. Við hittumst í fyrsta sinn á skólaballi og hann bað mín sama kvöld. Ég hafði farið á ballið með öðr- um ungum manni og ég sagði: „Þetta er nú meiri vitleysan. Ég get ekki farið að trúlofast þér og látið svo herrann minn fylgja mér heim eins og ekkert væri.“ Við vorum úti á svölum á milli dansa, og það var dimmt. Rick þrýsti mér að sér og horfði upp í al- stirndan himinninn og hló. „Auðvitað geturðu það, af því að það erum við, þú og ég, sem um er að ræða,“ sagði hann. Ég vissi þá, á þessu augnabliki, að ég yrði alltaf óhult hjá honum, alla mína ævi. Rick var eldri en hinir vinir mínir. Hann hafði verið í stríðinu og í hersetunni í Þýzkalandi og hafði þess vegna tafizt við nám. Mér finnst hann svo fullorðinn og karlmannlegur, en þó engan veg- inn um of. Hann var svo sterkur og ósveigjanlegur — maður, sem vissi hvað hann vildi. Hann hefur ánægju af tónlist, skáldskap og leik- list en gerir ekki mikið úr því. Honum er alveg sama, hvort fólki geðjast að honum eður ei. Hann er bankamaður, duglegur, traustur starfsmaður, dálítið íhaldssamur. Hann er greindur maður og ég ann honum heitt og það sem kannski enn meira er, mér líkar einnig vel við hann. Þess vegna var það svo mikið áfall fyrir mig, að ég skyldi verða ástfangin í öðrum manni. Ég sagði hvað eftir annað við sjálfa mig: „Þetta getur alls ekki komið fyrir mig.“ Þetta er andstætt mínu eðli. Allt baktjaldamakk, tilfinningabarátta og ósann- sögli á illa við mig. Ég treysti því, að ég myndi vakna einn góðan veðurdag af þessum draumi. En þannig varð það ekki. Rick vann í miðbænum í New York og við á- kváðum, eftir langa íhugun að stofna heimili okk- ar þar. Hann gat ekki hugsað sér, að ferðast fram og tilbaka á hverjum degi, og okkur hentaði ekki að lifa í þeirri tegund af hjónabandi, þar sem hjónin sjást aðeins um helgar. Auk þess hafði ég smá- aukavinnu, sem ég vonaðist til að geta stundað ein- hvern hluta dagsins. Ég hafði lært tízkuteikingu og mig dreymdi um að hefja framleiðslu á veru- lega skemmtilegum fötum handa húsmæðrum. Við fundum stóra íbúð í gömlu húsi við Fifth Avenue, svo að Bill og Tim gátu haft Central Park fyrir leikvöll og Rick og ég gátum komizt í leikhús og á tónleika eftir vild. Ein þeirra hjóna, sem við umgengumst mest voru Jeff og Sally Marsh. Þau voru bæði leikarar og þeim hafði gengið vel á því sviði, en höfðu aldrei „slegið í gegn“. Þau voru ósköp eðlileg og blátt á- fram í einkalífi sínu, og mér líkaði betur við Sally en nokkra aðra konu, sem við umgengumst. Marsh-hjónin buðu yfirleitt gestum til sín um hádegi á sunnudögum. Það var hentugasti tíminn til að ná í vini þeirra sem störfuðu við leikhús. Við vorum iðulega boðin í þessi miðdegisverðarboð. Flestir gestanna voru leikarar, tónlistarmenn, rit- höfundar eða leikstjórar. Það var hjá þeim, sem ég hitti Alex Hunt í HEFIiR I 26 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.