Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 37
Líkamsrœkt
Snyrting handa og olnboga.
Við verðum víst því miður að við-
urkenna það, að við leggjum ekki
næga áherzlu á handsnyrtingu okk-
ar. Algengt er að sjá konur með
sprungin naglabönd og rauðar hend-
ur og hrjúfa olnboga. Hjá öllu þessu
má komast með því að nota réttar
aðferðir. Handsnyrting ætti að fara
fram að minnsta kosti einu sinni í
viku og til hennar ætti hver kona
að verja góðum tíma.
Mikið má verja hendurnar með
því að nota gúmmíhanska, til dæmis
við þvotta og margs konar hrein-
gerningar. Einnig ætti ekki að fara
með berar og jafnvel blautar hendur
út í frost, eins og mörgum hættir til,
til dæmis með gólfdregil eða því-
umlíkt, meðan verið er að gera laug-
ardagsverkin.
Sjálfsagt er að smyrja hendurnar
vel með feitu kremi undir nóttina
og jafnvel sofa með þunna tau-
hanska. Nudd er einnig mjög mikil-
vægt fyrir hendurnar. Nudda skal öll
liðamót vandlega og einnig úlnliði og
framhandleggi.
Varast ber að klippa eða skera
naglabandið. Eftir hvern handþvott
á að ýta því varlega upp.
Margar konur eiga í erfiðleikum
með að halda olnbogum sínum mjúk-
um og fallegum. Hörundinu á oln-
bogunum er gjarnt til að harðna og
jafnvel springa, ef ekki er hirt vel
um það. Hjá þessu má þó auðveld-
lega komast með því að þvo og bursta
olnbogana vel, með mjúkum bursta
eða svampi, upp úr mildu sápuvatni.
Stinga síðan olnbogunum niður í
skálar með olíu eða glyserin og bíða
í nokkrar mínútur. Þurrka síðan
feitina af með bómull eða mjúku
stykki. Með því að beita þessari að-
ferð nokkrum sinnum, verða oln-
bogarnir mjúkir og fallegir.
þegar piltur og stúlka hafa fellt hugi
saman og ákveðið að ganga í
hjónaband síðar, er tími hentaði, er
í daglegu tali sagt að þau hafi trú-
lofast, og síðar að þau hafi opinber-
að trúlofun sína, þegar þau hafa gert
heyrin kunnugt um þessa ákvörðun.
En á lagamáli heitir þessi ákvörðun
festar. í 1. gr. laga nr. 39, 27. júní
1921, um stofnun og slit hjúskapar,
segir svc:
„Það eru festar, þegar karlmaður
og kona hafa heitið hvort öðru eig-
inorði“
Við stofnun festa hefur myndast
visst réttarsamband milli aðila, þó
að lögfylgjur festa séu allar minni
en lögfylgjur hjónabands, sem eru
margar og margþættar, eins og öll-
um er kunnugt.
Festum lýkur að sjálfsögðu oftast
með því, að hjónaefnin stofna til hjú-
skapar upp úr festunum. En festum
getur einnig lokið með því, að hjóna-
efnin komist að samkomulagi um að
slíta festum og hætta við fyrirhugað-
an hjúskap, og yrðu þá sjaldnast
nokkrar lögfylgjur festaslitanna. Þá
geta festar slitnað vegna dauða ann-
ars aðila og einnig vegna þess að
annar aðili rýfur festaheitið eða slít-
ur trúlofuninni, eins og oft er sagt.
Þegar svo stendur á, má oft búast við
því, að festaslitin hafi einhverjar
lögfylgjur.
í 2. gr. hjúskaparlaga, sem áður
voru nefnd, er því hjónaefna, sem á
aðallega gök á föstaslitunum, gert að
skyldu að bæta hinu tjón af ráðstöf-
unum, sem gerðar hafa verið vegna
væntanlegs hjúskapar og sennilegar
hafa verið. Bótaskyldan er lögð á
það hjónaefna, sem á aðallega sök
á festaslitunum. Oft mundi talið
eðlilegt að skilað yrði aftur gjöfum,
sem fyrrverandi hjónaefni gáfu
hvort öðru, meðan þau sátu í festum.
Yrði litið svo á að brostnar væru
forsendur fyrir gjöfunum, þegar svo
væri komið.
í 3. gr. hjúskaparlaganna segir
svo:
„Nú verður festarkona þunguð af
völdum festarmanns síns og festar
slitna síðan, af ástæðum, sem hann
á aðallega sök á, og skal hann þá
gjalda henni hæfilegar bætur fyrir
ráðspjöllin“.
Þegar metnar verða bætur sam-
kvæmt þessu lagaákvæði er ekki að-
eins litið á íjárhagslegt tjón, heldur
verður einnig að taka tillit til þeirra
sálrænu óþæginda og jafnvel minnk-
unar, sem konan verður fyrir, þegar
svona er komið, svo og þess, hvort
aðstaða hennar í lífsbaráttunni verði
lakari eftir festaslitin. Eru þau tilvik
margvísleg, sem gætu komið upp í
þessu sambandi, og yrðu dómstólar
að vega þau og meta hverju sinni,
eftir því, sem efni stæðu til.
Það er Ijóst af þeim tilvitnunum í
hjúskaparlögin, sem gerð hafa ver-
ið hér að framan, að festar eru mik-
ilvæg ákvörðun og að ungt fólk á
ekki að stofna til þeirra nema að vel
athuguðu máli og að undangengnum
góðum kynnum og eftir að tekin hef-
ur verið óhagganleg ákvörðun um
að ganga í heilagt hjónaband og unn-
ast og styðja hvert annað í farsælu
hjónabandi til æviloka. Slíkt er ekki
aðeins farsælast fyrir aðila sjálfa,
heldur og fyrir það þjóðfélag, sem
þeir byggja, og þá fyrst og fremst
börnin.
Þ. K.
FRÚIN
37