Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 5
heái ierii Aic katniHyjqAötn
notið slíkrar hamingju svarar hún
þreytulega: — Eftir tíu ár mun ég
e. t. v. svara því játandi, en í dag
óska ég oft eftir því að gleyma öllu,
svo að ég geti fremur sætt mig við
núverandi líf.
Frú Fleming býr í fallegri íbúð í
Danvers Street, en nú er hann þar
ekki lengur, aðeins myndir, málverk
og brjóstlíkön af honum, sem valda
henni sárum trega en jafnframt ljúf-
um minningum um hann. Starf
þeirra var ekki fullunnið og nú held-
ur hún því áfram, ein. Alexander
Fleming er jarðsettur við hlið Nel-
sons og annarra enskra stórmenna. A
gröf hans er látlaus hella. Frú
Fleming situr við gröf manns síns,
en vegna þess að hún er ekkja frægs
manns, fær hún ekki að vera óáreitt.
Hún heyrir fólk pískra um að
þarna sitji frú Fleming og að hún
geti verið stolt af að bera nafn svo
frægs manns, en henni finnst hún
aðeins vera venjuleg kona, sem hef-
ur misst manninn sinn, og með hon-
um allt.
Fólkið segir, að sjaldgæft sé að
manneskju geti hlotnast slík ham-
ingja til lengdar, hún hafi fengið
allt: frægð, fegurð og peninga. Pen-
inga er alltaf talað um í sambandi
við penicillin. Að vísu hafa milljónir
og aftur milljónir runnið til þeirra,
sem framleiða penicillin, en vísinda-
mennirnir njóta sjaldnast ágóðans.
Sannur vísindamaður hugsar ekki
um peninga í sambandi við starf sitt,
slíkt er algerlega andstætt grund-
vallar hugsjón vísindanna. Frú
Fleming lifir óbrotnu lífi, í sömu
íbúðinni, sem hún lifði sínar ham-
ingjustundir — fjögurra herbergja
íbúð, án þjónustufólks. Hún keyrir
sjálf bílinn sinn, sem er gulur á lit,
sem er uppáhaldslitur hennar, nema
hvað snertir föt. Hún notar aðeins
svört föt.
Hún vinnur daglega á rannsóknar-
stofu sinni í Mary’s sjúkrahúsinu. Það
er henni nauðsynlegt til að nota
hæfileika sína og dreifa hugsunum
sínum. Hún fær ótal bréf víðsvegar
að úr heiminum og svarar þeim öll-
um sjálf. Hún er formaður ýmissa
félaga og ferðast um til að vígja ým-
iss konar nýjar stofnanir. Þegar hún
var ung dreymdi hana um að eign-
ast heimili, mann og mörg börn. Sem
sagt hið rólega hversdagslega líf. í
þess stað eignaðist hún frægt nafn,
sem henni finnst sér bera skylda til
að varðveita.
Hún barðist fyrir frelsi
lands síns.
ún fæddist í Konstantínópel, og
var faðir hennar grískur læknir.
Þegar stríðið brauzt út, varð fjöl-
skyldan að flýja frá öllu, sem hún
átti. Hún var aðeins tveggja ára
þegar fjölskyldan fór heim til Grikk-
lands og settist að í Aþenu og varð
að byrja að nýju allslaus. Eftir allar
þær hörmungar, sem fjölskyldan
hafði orðið að þola, óskaði faðir
hennar eftir því að hún myndaði sér
sjálfstætt lífsstarf. Þess vegna las
hún læknisfræði, án þess að hafa sér-
staka löngun til þess. Hana langaði
til þess að verða rithöfundur og skrifa
helzt smásögur, en slíkt starf fannst
föður hennar lítils virði til að byggja
lífsstarf á. Hún hafði einstakt minni
og vitsmuni til að starfa að hverju
sem var, og hún gat haft áhuga fyr-
ir öllu mögulegu. En lund hennar
var viðkvæm og hún var blátt áfram
hrsedd við tilhugsunina um veikt
fólk, sem hún yrði í stöðugu sambandi
við. Þess vegna valdi hún heldur vís-
indalegt starf en venjuleg læknis-
störf. Hún giftist aðeins tvítug að
aldri, en það hjónaband fór út um
þúfur og svo viðkvæm sem hún var,
fékk það mjög á hana. Og þegar
seinna stríðið skall yfir hafði hún
ekki náð sér að fullu. í kjölfar stríðs-
FRÚIN
5