Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 40

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 40
GÓÐ RÁÐ IIWDA FÁtt ER eins dásamlegt og að eiga von á barni, sérstaklega ef um er að ræða óskabarn, sem kem- ur samkvæmt áætlun, og maður hef- ur aðstæður til að ábyrgjast. Hverri konu er að vísu eðlilegt að eignast barn, en eigi að síður getur meðgöngutíminn, fæðingin og með- ferð nýs heimsborgara komið nýbök- uðum foreldrum dálítið úr jafnvægi. Sumar konur verða dálítið þung- lyndar á meðgöngutímanum, af því að þeim finnst sé.r fara aftur í útliti. Þetta er oftast ímyndun. Flestar konur eru nefnilega enn fallegri og kvenlegri þessa níu mánuði en endra- nær, og nú er hægt að fá tækifæris- kjóla, sem eru bæði þægilegir, hent- ugir og fallegir. Það eru til bæði hversdags- og sparikjólar af þessu tagi: Ef konan er hraust, hefur hún enga ástæðu til að loka sig inni. Og það ætti hún aldrei að gera, því að fæðingin verður auðveldari, ef kon- an er hress og hreyfir sig mátulega á meðgöngutímanum. Margar konur spyrja þeirrar spurn- ingar hvort þær megi fara í bað á meðgöngutímanum. Já, það er óhætt, nema síðustu sex vikurnar, þegar hætta er á að óhreinindi komist inn í fæðingargöngin. En steypiböð má og á að fara í allan tímann, en gæta skal þess að vatnið sé hvorki of kalt né of heitt. Gufuböð eru ekki tal- in æskileg. Nú á tímum þurfa konur ekki að fitna óeðlilega á meðgöngutímanum. Það er hægt að fá réttar upplýsing- ar um mataræði hjá læknum og ljós- mæðrum. Það er hreinasta kerlinga- bók, að kona sem á von á barni, þurfi að „borða fyrir tvo“. Hún þarf að- eins að fá rétta næringu og vitamín. Og komist konan hjá mikilli, óhollri þyngdaraukningu, losnar hún líka við útlits-áhyggjur þegar fæðingin er afstaðin og hana langar til að verða söm og áður og geta notað fötin eins og áður. Eitt skemmtileasta fyrirbrigðið á meðgöngutímanum er sá tími, sem fer í að koma sér upp barnafötum. En oft freistast maður til að kaupa allt of fína og glyslega hluti, sem eru ónothæfir, þegar á reynir. Hvað á þá barnið að eiga, þegar það fæðist? Hér er dálítill listi yfir nauðsynlegt og æskilegt dót: Nauðsynlegt Æskilegt 8 nærskyrtur 12 4 treyjur m. löngum ermum 6-8 18 bleyjur 8 buxur 2 gúmmí- eða plastbuxur 2 flónelsdúka (,,svif“) 1 ullarteppi 2 ullartreyjur 2 náttföt (% lök gúmmílak sængurver 24 eða fl. 12 3 3- 4 2 3 3 árs stærð) 3 2 4- 5 En það mætti vel hafa fleiri nær- skyrtur, buxur og náttbuxur og eitt gúmmílak til viðbótar handa sveim- börnum og e. t. v. fleiri buxur handa stúlkum. Sú var tíðin, að stundvísi í gjöfum var talin höfuðatriði í meðferð ung- barna. Nú eru menn orðnir á eitt sátt- ir um, að börn séu misjöfn að upp- lagi og það beri að fara eftir því eftir föngum. Og fyrir röskum ára- tug var álitið, að það væri góð æfing fyrir lungu barnsins að láta það liggja og öskra án þess að nokkur tæki það upp og gerði sér dælt við það. En nú er sagt, að eitthvað hljóti að vera að, ef barn grætur í sífellu. Það þarf ekki að vera öryggisnæla, sem hefur opnazt, eða að buxurnar séu orðnar blautar. Ástæðan getur einfaldlega verið sú, að barnið óskar eftir að komast í þægilega snertingu við umheiminn. Og þá er betra að taka barnið upp. Hver veit, nema það komi í veg fyrir sálarflækjur seinna í lífinu. Konur geta fljótlega endurheimt eðlilegan vöxt sinn eftir fæðingu, ef þær athuga að borða rétta fæðu og hæfilega mikið, og ef þær hreyfa sig á hverjum degi á skynsamlegan hátt. Hér er æfing, sem gott er að gera eftir fæðingu: leggizt á bakið, hafið þunnan púða undir höfðinu, og teygið handleggina út. Lyftið hægra fæti beint upp og látið hann niður þannig, að hann liggi samsíða vinstri handlegg. Teygið ristina. Endurtak- ið, en varizt samt ofreynslu. Gerið sömu æfingu með vinstri fæti. Æfing- in er góð fyrir maga, mitti og mjaðm- ir. Hún er líka holl fyrir aðra en kon- ur, sem eru nýorðnar mæður. (Sjá teikningu.) Það er orðið mjög langt síðan 40 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.