Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 46
Sumarblóm.
Óvíða munu sumarblóm vera not-
uð í jafn ríkum mæli í görðum og
hér á landi, enda vaxa ýmsar teg-
undir þeirra betur hér, en dæmi eru
til annars staðar. Hin svala sumar-
veðrátta á sinn þátt í því, að litir
blóma eru mun sterkari og haldast
betur, en þeir gera í nágrannalönd-
unum. Blómgun þeirra varir lengur,
eða allt þar til haustfrostin fara að
segja til sín.
Sumarið er tími vaxtar og gróðurs og
nú munu húsmæður gjarnan fara að
sinna görðum sínum og blómabeðum
af fullu kappi. Blaðið hefur í tilefni
þessa snúið sér til gróðrarstöðvarinn-
ar Alaska, og rætt um sumarblóm
við stofnanda hennar, Jón H. Björns-
son, skrúðgarðaarkitekt. Alaska hef-
ur nú í vor 10. starfsár sitt og hefur
Jón starfað við stöðina allan þann
tíma.
Til skrauts á margan hátt-
Hér á íslandi er eðlilega ræktað
mikið af sumarblómum, eða einærum
blómum, vegna þess hve sumarið er
skamn^vinnt og lítið er til af blómstr-
andi runnum. Sumarblóm má líka
nota á mjög fjölbreyttan hátt. Þau
má hafa í sjálfstæðum blómabeðum
og er það mjög fallegt oft og einatt.
Þá má hafa þau til að fylla á milli
stærri jurta og fjölærra og algengt er
að planta þeim í beð eftir blómlauka.
Einnig má nota þau sem vafnings-
jurtir eða klifurjurtir eða hengijurtir,
t. d. á svölum eða í gluggakassa í
góðu skjóli. Sem dæmi um hengi-
jurtir má nefna tóbakshorn og nála-
blóm, en um klifurjurtir ertublóm
eða jafnvel tóbakshorn, sem má nota
til hvorutveggja. Þá má einnig fylla
upp í steinbeð með steinhæðarplönt-
um. Síðast en ekki sízt má nefna að
mörg sumarblóm eru heppileg til af-
skurðax.
Þegar talað er um sumarblóm, er
eingöngu átt við einær blóm. Til-
hneiging þeirra er sú, að mynda fræ
jafnskjótt og blóm þeirra hafa náð
fullum þroska, enda er það þeirra
eina úrræði til viðhalds ættstofni
sínum. Blómið leggur mikinn þrótt í
myndun fræsins og byrjar hrörnun
í því um leið og fræmyndunin er
hafin. Það er því mjög mikilvægt
atriði að „plokka“ blómið, sem kall-
að er, jafnskjótt og blómin hafa náð
þroska, svo fræmyndunin nái ekki
að hefjast, en það er, að taka burt
hin nýútsprungnu blóm þess jafnóð-
um.
j Wt; r. {Sjkli?
Gott fræ, góður jarðvegur.
Tvennt ber að hafa hugfast, þegar
fræ er lagt í mold og vænzt er góðr-
ar uppskeru, sagði Jón, en það er gott
og heilbrigt fræ og góður jarðvegur.
Mörgum tegundum sumarblóma
má sá beint í garðinn, ef tíð er góð
og komið er fram í síðari hluti maí
eða byrjun júni. Má í því tilfelli
Hádegisblóm,
Brúðarslæða.
nefna brúðarslæðu, blönduð sumar-
blóm og dýragin, svo nokkrar teg-
undir séu nefndar. Öðrum veikbyggð-
ari tegundum þarf að sá inni svo sem
vafningsklukku eða convolvulus,
marglitu blómi af náttskuggaætt,
sem mikið hefur verið tekið til rækt-
unar í görðum hin síðari ár. Hér á eft-
ir fara leiðbeiningar varðandi sáningu
á því blómi, en sú aðferð gildir jafn-
framt um flest önnur sumarblóm, er
sáð er til inni. Það skal og tekið fram
að vandalítið er að fara með vafn-
ingsklukku.
Fræinu er sáð inni í potta eða
kassa seinni hluta marz eða í byrj-
aðan apríl. Fræinu er venjulega sáð í
hringrásir, en þannig er bezt að hirða
um nýgræðinginn. Bezt er að hafa
grófa mold undir í ílátinu sem sáð
er í en fína mold efst. Eftir að sáð
hefur verið eru fræin hulin með jafn-
þykkt sinni af mold eða sem næst því.
Að þossu loknu er vatni úðað létti-
lega yfir og glerplata lögð yfir pott-
inn eða kassann. Þar næst er pappír
lagður vfir plötuna. Hlutverk gler-
plötunnar er að halda raka að mold-
inni.
Eftir að fræin hafa spírað eru þau
færð í birtu. Tímabært er að dreif-
setja blómin þegar kímblöðin, sem
eru tvö, eru vel þroskuð og vísir er
myndaður að öðrum blómum. Þá
eru blómin látin í kassa og um 5 cm
bil haft á milli jurtanna. Þegar veðr-
átta leyfir eru blómin síðan færð út
í garðinn. í stað kassa má dreifsetja
blómin í svokallaða svarðarpotta eða
„jiffy“ potta, en þeir fást nú í verzl-
unum hér. Eru þeir hentugir að því
leyti, að síðar má láta þá með
öllu í beint niður í garðinn.
46
frOin