Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 25

Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 25
 7 uvíír-’ áhuga á kennslunni og gleymdi alveg að gæta sin. Hún vildi gjarnan reyna sjálf og sagði „YOFF“. „Húrra!“ hrópaði hvolpamamma. „Þetta var fínt, hver ykkar sagði það?“ „Það var ég!“ hrópuðu allir hvolparnir í kór. „Ágætt,“ saði hvolpamamma, sem alls ekki hafði uppgötvað, að það var Milla, sem hafði sagt svona vel VOFF, úr felustað sínum. Og nú fengu hvolparnir að fara úr körfunni sinni og leika sér. En Milla læddist burtu og var mjög hreykin, og það mátti hún líka vera, þvi að hún var eini kötturinn í öllum heiminum, sem gat sagt VOFF eins vel og hundur. A leiðinni heim labbaði Milla fram hjá svínastiunni. Hérna bjó gyltan, og var einmitt að kenna börnunum sinum að segja ÖF. Grísirnir sátu ekki lilið við hlið, eins og prúð skólabörn eiga að gera, heldur lágu þeir í einni bendu. Grisamamma vissi víst ekki örugglega hvað þeir voru margir, því að þeir voru aldrei kyrrir það lengi, að hægt væri að kasta tölu á þá. En hún horfði ástúðlega á þá og var víst alveg sannfærð um, að þeir væru falleg- ustu grisir i heimi. „Reynið nú að segja „ÖF“,“ sagði hún. „IF“ heyrðist í einum, en það var ómögulegt að heyra, hver það var. „Skakkt!“ hrein í gyltunni. „Þú átt að segja ÖF“. „UF“, sagði þá annar. „Lika vitlaust,“ rumdi i gyltunni. „ÆF“, vældi í einum, neðst í þvögunni. „Hugsa sér, að það skuli vera erfitt að segja ÖF“, tuldraði gyltan. Milla sat fyrir utan svínastiuna og gægðist inn fyrir. Þetta getur ekki verið svona erfitt, hugsaði hún, bezt að reyna. „ÖF“. „Já, kæru börn, svona á það að vera,“ sagði grísamamma ánægð. „Hver var þetta?“ „Ég,“ hrópuðu þau öll i einum kór. „Ágætt,“ sagði grisamamma. „Nú skuluð þið fá mat.“ Og gyltan lagðist niður og grísirnir fóru að sjúga. Milla var afar mikið upp með sér. Nú kann ég kattamál, hundamál og grisamál, sagði hún við sjálfa sig. Og síðan hélt hún áfram á ferðalagi sínu. Hún kom þar, sem kýrin var. Kýrin átti kálf, sem var kominn á þann aldur að kominn var tími til að hann færi að tala. „BÖH“, sagði kýrin og horfði á kálfinn. Kálfurinn horfði á mömmu sína og sagði: „BIH“. „Það heitir BÖH en ekki BiH og þess vegna á maður að segja BÖH“, útskýrði kýrin óþolinmóð fyrir kálfinum. „BIH“, sagði kusi aftur. Kýrin hristi höfuðið þreytulega. Milla sat á bak við hátt gras. Hún var dálítið smeyk, því að kýrin var svo stór, þó að hún væri ósköp góðleg á svipinn. Svo herti Milla upp hugann og sagði: „BUH“. Framh. á bls. 33. \ B/ 1' H V FRÚIN 25 Jl7|T|M-r7ÁW,,TT

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.