Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 16
gnn er til fólk, sem lifir sem á eyði-
eyju, það kemst aðeins að óveru-
legu leyti í snertingu við lífið, vaninn
hefur sett merki sitt á það. Þetta fólk
fer á fætur, vinnur, fer í rúmið, and-
ar á hverri nóttu að sér „litla dauð-
anum“, eins og kínversk vísa kall-
ar svefninn. Allir hlutir eru sjálf-
sagðir, æðaslögin háttbundin, ó-
breytanleg og stöðug. Oftast nær
þekkja þessir þrælar vanans engar
freistingar og þess vegna skilja þeir
ekki fólk, sem verður oft fyrir freist-
ingum. Þeir dæma því og tala mikið
um allar þessar merkilegu, and-
styggilegu freistingar, og gleyma því
að illt umtal er eins og krabbamein
á lífstrénu.
En það er til fyrirbrigði, sem heitir
siðferðileg fordæming. Já, það er
margt, sem er öðruvísi en það ætti
að vera hjá okkur öllum. Mér hefur
svo oft dottið í hug, að illt umtal
hljóti að vera okkar eigin minnimátt-
arkennd — okkur er stuðningur í
illu umtali, við eigum auðveldar með
að bera höfuðið hátt, ef við gerum
okkur Xjóst, að við erum betri en
þessi eða hinn, — erum meira virði
í lífinu.
Öll höfum við talað rækilega illa
um náungann, og við gerum það á
hverjum degi umhugsunarlaust.
Um daginn mislíkaði mér við eina
manneskju, og ég sagði annarri frá
þessu. En þá áttaði ég mig 1 miðri
setningu. Að vísu hafði ég kannski
fulla ástæðu til að vera gröm. En
meinið var, að um leið og ég sagði
annarri manneskju frá þessu, var ég
farin að baknaga fólk. Ég bókstaflega
hrökk upp og sagði: „Sennilega á ég
sjálf sök á þessu, og öllu sem ég verð
fyrir.“
Elzti leikur sem til er, er dreiSanlega Ieikurinn milli
karls og konu, í samhljómi viS alla þó strengi, sem
slegið er á í lífi okkar.
Það er særandi að þurfa að viður-
kenna, að þegar öllu er á botninn
hvolft, er maður sjálfur aðalástæðan
fyrir öllu því miður góða sem mað-
ur verður fyrir.
Ég þekkti unga konu, sem var svo
óánægð með manninn sinn, að það
hafði áhrif á heimilið, börnin og
alla, sem komu nálægt þeim. Einu
sinni spurði ég hana beint, hvernig
stæði á því, að hún væri svona ótrú-
lega önug við þennan góða mann
sinn, jafnvel í návist annarra.
Hún svaraði um hæl: „Mér verður
kalt í návist hans, og hann sýnir mér
aðeins kurteislega vinsemd."
Ég neyddist til að segja, að ég
skildi það ósköp vel — hún dekraði
við sína eigin óánægju, og gerði illt
verra.
En þegar ég ætlaði að reyna að
hjálpa henni, fann ég, að það var
ógerningur. Hún hafði lokað sig svo
inni í sinni eigin óánægju, að ég gat
ekki náð til hennar. En þessi kona
var mörum góðum kostum búin, en
hún var orðin köld og stirfin af óá-
nægju. Þess vegna gerði ég dálítið,
sem var að vísu alveg óviðeigandi.
Ég fór til mannsins hennar og sagði:
„Gefið henni nokkra vel útilátna
löðrunga, þá fær hún þó ástæðu til
að vera óánægð, — það er að segja,
ef þér haldið ennþá, að þér elskið
hana,“ og ég bætti við: „Mig hefur
aldrei á ævinni langað eins mikið til
að reka nokkrum manni löðrung, en
ég er bara ekki viss um, að þér séuð
þess virði, að svo miklu púðri sé eytt
á yður.“
Maðurinn stóð á öndinni í fyllstu
merkinu þess orðs. En mér fannst
óþolandi, að horfa upp á, að þessar
ágætu manneskjur gætu ekki veitt
dálítilli birtu og hlýju inn í heim-
ili sitt, sem að öðru leyti var bæði
fallegt og auðugt. Ég þurfti því mið-
ur að fara af landi burt, en þar sem
þau stóðu úti á flugvelli og voru að
kveðja okkur, sagði hún við mig og
brosti feimnislega: „Við hjjónin höf-
um ekki átt lifandi samræður í tutt-
ugu ár, en nú erum við farin til þess.“
Og hann tók um axlir henni og sagði:
„Nú er lífið aftur eins og það var
þegar við giftumst, nú er hlýja í
kringum okkur.“
Mig hefði langað til að spyrja,
hvernig hefði farið með löðrunginn,
sem hann fékk ekki, en átti að gefa
henni. Sjálfsagt var það ekki líkam-
legur löðrungur, en það er hægt að
reka fólki löðrunga á ýmsa vegu.
Hverju skiptir hvað við gerum og
hvernig við gerum það, ef árangur-
inn er góður. Það er sjálfsagt ósið-
legt að segja svona nokkuð — en ég
segi það nú samt.
í Thailandi sat ég til borðs með
ráðherra, sem var kvæntur listakonu.
Þetta var kona með ört, ofsafengið
og viðkvæmt skaplyndi, og virtist
vanta alla fótfestu í lífinu.
Ég virti fyrir mér svipbrigði kon-
unnar og sá að hún var bæði mjög
taugaveikluð og óhamingjusöm.
„Það er víst ekki auðvelt að vera
kvæntur listakonu,“ sagði ég við
borðherrann minn, og leit um leið
með meðaumkvun á elsku manninn
16
FRÚIN