Frúin - 01.07.1962, Blaðsíða 45
sprengja öll bönd af afa mínum;
hann þekkti þær guða-veigar, sem
„lífga sálar-yl“, og því var hann ekki
seinn að ,kveða tappann úr tunnunni.
En afi minn var samt enginn drykkju-
maður.
Kvöldið varð okkur öllum eftir-
minnilegt. Það var engu líkara en
að afi minn hefði kastað ellibelgnum
eða öllu heldur losnað úr álögum.
Merki harms og huldra sorga hurfu
af ásjónu hans, bakið réttist til muna
og tilfinningarnar, örar og hreifar,
kvxeiktu eld, sem logaði glatt. Kvæði
voru flutt og hendingar flugu og
vörpuðu björtu ljósi langar leiðir.
Þar voru engin mistök á; allt kom
svo sem af sjálfu sér og ekkert fór
fram hjá manni. Gleðin var sönn,
allar myndir, sem hann málaði,
hreinar og skýrar; ekki var um að
villast. Manni gat dottið margt í hug,
þegar ljúfur kvöldblærinn guðaði á
gluggann hjá okkur og bærði dimm-
græn stráin aftur og fram. Þau hjúfr-
uðu sig að rúðunum og hlustuuðu, og
um leið mir.ntu þau á óljósar manna-
myndir.
Það var komin nótt. En máttugir,
dularfullir töfrar, sem enginn gat
losast undan, fylltu loftið, þegar
skáldið í hrifningu hjartans snerti
strengi hörpu sinnar, svo að straum-
flóð tilfinninganna brauzt fram í
yndislegu ástarkvæði til konunnar
hans, sem hann hafði þá misst fyrir
löngu. Henni helgaði hann allar sín-
ar beztu tilfinnigar til hinztu stund-
ar.
Að kvæðinuloknu hefðum við ekki
orðið undrandi, þótt konan hans
hefði allt í einu komið inn til okk-
ar, broshýr, sveipuð gullnum kvöld-
roðaslæðum, og varpað sér í faðm
hans til þess að þakka honum fyrir
kvæðið og strjúka burtu tárin, sem
það hafði framkallað og sátu eftir á
hrukkóttum kinnunum. — Afi minn
var heitur trúmaður og hann fann
nálægð konu sinnar oft, en aldrei
skýrar en þetta kvöld. — Þetta gull-
fallega kvæði hans hefur hvergi kom-
ið fram síðan. — Hann hefur, ef til
vill, ekki ætlazt til þess heldur. —
Eitt kvöldið barst talið að Gretti
Ásmundarsyni. Við sátum í rökkr-
inu. Ég var svo mikið barn, að ég
hélt, að afi minn hefði verið Gretti
í öllum hans svaðilförum, mannraun-
um og útlegð; svo sagði hann skýrt
frá öllu og með svo mikilli samúð,
að engum gat blandazt hugur um, að
hann skildi vel, hvað það var, að
vera griðalaus útlagi, öllum heillum
horfinn. En mér fór ekki að lítast á
blikuna, þegar hann lýsti falli ber-
serkjanna í stokkabúrinu hjá Þor-
finni hersi; það var hroðalegt; —
eða vetrarkvöldunum í Drangey,
þessari eyðiey, þar sem eld og ljós
vantaði, en grenjandi stórhríðar og
ofsa-brim lamdi utan klettana, eins
ogþað myndi þá og þegar mylja þá
sundur.
Slíkum kvöldum gleymir maður
ekki. — Ég flýtti mér í dauðans of-
boði upp fyrir móður mína; fannst
baðstofan vera farin að hristast og
skjálfa, og brimsogin berast inn til
okkar.--------
Afi minn sat um stund og þagði.
Ekkert rauf þögnina. Loks sagði
hann lágt við sjálfan sig: „Það eru
fáir vinir þess snauða; — til þess
finn ég oft,“ sagði hann nokkru
hærra, „ekki sízt, þegar nóttin, hel-
dimm og miskunnarlaus, sezt að sál
minni og tekur mig heljartökum,
svo að mér kemur ekki dúr á auga.
Detta mér þá eitthvað það í hug, sem
friðar skapið um stund, hef ég hjá
mér krítarmola, — um kertisskar er
ekki að tala, — og skrifa á þær fáu
fjalir, sem enn hanga uppi fyrir fúa
ofan-við rúmið mitt. Oftast kemst ég
nokkurn veginn fram úr því að
morgni.“
Eftir að afi minn var farinn, var
hann okkur óþrotlegt umtalsefni. Ég
harma það nú, hversu ung ég var og
hversu fátt ég man af því, sem hann
sagði okkur.
Móðir okkar sagði okkur margt
til skýringar því, sem þau höfðu tal-
að um. Eitt af því var þetta:
„Árið 1845 voru foreldrar mínir
fluttir að Minni-Ökrum í Blöndu-
hlíð. Kom þá víða upp í Skagafirði
taugaveiki, svo að fólk veiktist unn-
vörpum. Veikin barst að Minni-Ökr-
um; við systkinin sýktumst öll og
móðir mín síðast; var hún þá víst
orðin andlega og líkamlega uppgef-
in. Hún komst aldrei á fætur aftur.
— Faðir minn var einn uppistand-
andi til að hugsa um allt, og má
nærri geta, að margt af því hefur
orðið í molum. Gjörði hann þó allt,
sem í hans valdi stóð, því að hvergi
var hjálp að fá. Það mátti svo heita,
að faðir minn vekti nótt og dag. Þetta
var snemma í júní, en hinn 24. bráði
dálítið af móður minni, svo að hún
gat talað við föður minn; bað hann
að bera til sín börnin, sagði, að sig
langaði mikið til að fá að sjá þau.
Hún gat fátt talað, en hún signdi
okkur. Það var hún vön að gjöra, þeg-
ar hún ætlaði að fara eitthvað langt í
burtu frá okkur. — Ég skildi það,
að nú væri hún að kveðja okkur í síð-
asta sinn. Faðir okkar flutti okkur í
rúmin aftur og bað okkur að vera
róleg. Þegar hann kom að rúminu
hennar aftur, var hún dáin. Hann
kraup á kné við rúmstokkinn, tók
um báðar hendur hennar, baðst fyr-
ir og grét. — Ég leiði hjá mér að
lýsa þeirri nótt, sem þá fór í hönd.
En eftir þá nótt var faðir minn aldr-
ei sami maður og hann hafði verið
áður.“-----
Mörgum árum síðar fluttust þrjár
konur norðan úr Skagafirði vestur
í Langadalinn. Ein þeirra hét Rann-
veig Sigurðardóttir; hjá henni dó afi
minn. Hún sagði mér ir. irgar sögur
af nágrönnum hans, þegar hann var
í Bólu, og þær ekki alia' sem falleg-
astar. — Ég hafði ætlað mér að
bregða upp lítilli mynd af því, en ég
sé, að það er þýðingarlítið, — eitt
út af fyrir sig, — þótt sumt af því
yrði þeim hjónum helzti örlagaríkt
og græfi ræturnar undan allri þeirra
framtíðar-ánægju og farsæld. — Dr.
Jón Þorkelsson lýsti mörgu af því
með samúð og skilningi, svo að það
gjöra ekki aðrir betur. Ég á þar eft-
ir handtak, að þakka honum fyrir
öll hin vel-völdu og hlýju orð um
afa minn, — þegar við hittumst á
ströndinni hinum megin hafsins.
☆
Sjá nú, hvað ég er beinaber,
brjóstin visin og fölar kinnar;
eldsteyptu lýsa hraunin hér
hörðum búsifjum æfi minnar.
Kóróna mín er kaldur snjár,
klömbrur hafísa mitt aðsetur;
þrautir mínar í þúsund ár
þekkir guð einn og talið getur.
Hjálmar Jónsson frá Bólu.
☆
Kvöldbæn.
Verndi þig englar, elskan mín,
einkum þegar að máninn skín,
líði þeir kringum hvílu hljótt
Á hvítum vængjum um miðja nótt.
Nei, nei, það varla óhætt er,
englum að trúa fyrir þér;
engill ert þú, og englum þá
of vel kann þig að lítast á.
Steingrímur Thorsteinsson.
FRÖIN
•45