Frúin - 01.10.1963, Side 7
stórlega þá framför sem hún hafði
tekið. Röddin var orðin ennþá fyllri
og hreinni, enn meira hugfangandi
og lýsti enn betur innstu tilfinning-
um hennar.
En að nokkrum tíma liðnum varð
hún aftur gagntekin af ferðahugi
„Sænski næturgalinn“. fékk heimboð
úr ýmsum löndum: Finnlandi, síðar
Danmörku og síðast frá Þýzkalandi.
Einhverja frægustu sigurförina fór
hún til Dresden., Hún dvaldi líka um
hríð í Berlín. Þar varð hún heims-
fræg af söng sínum í söngleiknum:
„Feldlager in Schlesien". Áður en
hún færi frá Syíþjóð til Þýzkalands,
hafði Svíadrottning gefið henni
mynd af sér og konunginum, og enn-
fremur úr, til þess — eins og drottn-
ingin komst að orði — að Jenný Lind
gleymdi ekki, hvenær hún ætti að
koma heim aftur til Svíþjóðar.
Á Danmerkurförinni veitti ævin-
týraskáldið H. C. Andersen henni at-
hygli meðal annarra, enda er alkunn-
ugt að hann varð mjög ástfanginn af
hinni göfugu söngmær. Seinna hafn-
aði hún bónorði hans, en af hinum
mörgu bréfum, sem fóru milli þeirra
má sjá, að hugir þeirra fóru saman
í mörgum greinum.
Hinn alkunni danski listdans-meist-
ari Bournonville skoraði á hana, er
hún kom til Danmerkur í fyrsta sinn,
að syngja fyrir Kaupmannahafnar-
búa; en því neitaði hún skýlaust; en
eftir margítrekaða beiðni lét hún til
leiðast að lokum að syngja þar opin-
berlega. Sá samsöngur varð minni-
legur bæði söngmeynni og áheyrend-
unum. Seinna ferðaðist hún þangað
og söng þá til styrktar munaðarlausu
barni og lagði það til sjálf, að að-
göngumiðarnir voru hækkaðir um
helming. Og það, sem inn kom, varð
svo mikið fé, að það nægði barninu
til uppeldis í tvö ár.
Þegar hún fór, þakkaði hún fyrir
hlýjar viðtökur með eftirfarandi orð-
um, sem gráfin voru á silfurbikar,
sem afhentur var listdans-meistaran-
um Bournonville: „Til listdansmeist-
arans Bournonville, sem reyndist mér
eins og faðir í Danmörku, sem er
mitt annað föðurland.“
Á Þýzkalandsförinni kynntist hún
tónskáldinu fræga, Felix Mendels-
sohn Bartholdy; var hún með honum
langan tíma. Varð hið traustasta vin-
áttusamband milli þeirra, því að þar
hittust merkilega skyldar sálir —
fulkomlega samrímdar. Harmaði hún
mjög, er Mendelssohn dó svo snemma,
svo að hún gat ekki annað sungið
í tvö ár en söngvana hans.
Þá söng hún opinberlega 1 söng-
húsum í Hamburg, Köln, Koblenz,
Leipzig, Vínarborg og Stokkhólmi.
En að því loknu fór hún til Lundúna
(1847) og vakti þar sömu hrifning-
una og á meginlandinu. Á Englandi
'hlaut hún stærstu heiðurslaun, og
1 alþýðuhyllin þar umkringdi hana öll-
um megin. En hversu sem hún fór
víðá, og hversu mikilli hyllingu, sem
hún átti að fagna, þá var hún þó alt-
af sænsk í hug og hjarta. Á þeim ár-
um ritaði hún þesi orð:
„Hjarta manns er í föðurlandinu,
ég er sannarlega sænsk inn að hjarta-
rótum.“
Henni hafði hugkvæmzt þá þegar,
er hþn -var 25 ára, að láta af leik-
störfum, og þó 'stóð hún þá á hámarki
sínu i söngleikjúnum. Hún minnist
á það í mörgum bréfum til vina sinna,
að hana langi burt ' að komast, burt
af leiksviðinu til að geta notið þess
friðar og rósemi, sem heimilið eitt
gæti veitt henni; en það gjörði hún
þó ekki, fyrr en fjórum árum síðar.
Á þeim árum fengu trúartilfinningar
hennar og skoðanir meira og meira
rúm í hjarta hennar. Það var annars
í Englandi, sem hún varð fyrir eigin-
legri trúarvakningu. Það var lund-
erni Englendinga og hinn einlægi og
holli kristindómur þeirra, sem hún
hitti þar fyrir, sem laðaði hana að
sér. Hún varð ógæfusöm í ástasök-
um; fyrst lofaðist hún manni, er
Gánter hét, og síðar enskum skip-
stjóra, er Herris hét; en hún brá
hjúskaparheiti við hann á sjálfan
brúðkaupsdáginn. Þetta varð til þess
að heilsa hennar og kraftar þverr-
uðu. Hún fór skyndilega í ferðalag
daginn, sem brúðkaupið átti að
standa — frá Englandi til Parísar;
þar veittu vinir hennar hennar henni
góðar viðtökur, og fékk hún hjá þeim
að njóta þeirrar rósemi og verndar,
sem hinar ofreyndu taugar hennar
þörfnuðust svo mjög.
Englandi söng hún síðasta sinn í
maí 1849, og eftir það tók hún að
byrja á hinu mikla líknarstarfi, sem
haldið hefur minningu hennar svo
mjög á loft, og gjört hana kæra þús-
undum manna, sem notið hafa, og
njóta framvegis umhyggju hennar
og fórnfýsi.
Um þá ákvörðun sína, að láta af
leikstörfum og leikhússlífinu, ritar
hún sjálf á þessa leið:
„Enginn endist til að lifa lífi sínu,
nema hann keppi að fögru og dýr-
legu marki, að minnsts, kosti get ég
það ekki.“ Og nokkru siðar kemst
hún svo að orði: „Ég get því ekki
með orði lýst, hve ég er því fegin,
að vera komin af leiksviðinu.“
Og að hún hafi þá raunverulega
og alvarlega snúið sér að trúarbrögð-
unum, sést greinilega af eftirfarandi
orðum: „Hvað er allt þetta auma
jarðlíf í samanburði við það að koma
auga á vorn saklausa, heilaga frels-
ara?“
Eftir það er hún hætti leikstarfi,
þá tók hún að gera áætlanir um ferð-
ir sínar út um löndin; ætlaði hún þá
að beita list sinni til að afla fjár til
líknarverka; taldi hún það heilaga
• skyldu sína að hjálpa þeim, sem við
bág kjör áttu að búa, hinum sjúku,
fátæku og nauðstöddu. Á Englandi
safnaði hún stórfé við söngsamkom-
ur sínar handa sjúkrahúsum og líkn-
arstofnuhum.
Og á þessu líknarstarfi hafði hún
réttan skilnipg.. „Vér getum aldrei
átt neitt skilið fyrir það, þó að vér
gefum af því, sem oss hefur verið
gefið.“ Bréf, sem hún ritaði á síð-
ustu árum, sýnir svo glöggt hinn
djúpa skilning hennar á líknarstarfi
sínu. „Ekkert hef ég óttast meira á
ævi minni, en lofræður manna um
það lið, sem ég hef borið gæfu til,
með Guðs hjálp, að veita meðbræðr-
um mínum.“
Á árunum 1851—52 fór hún vest-
ur um haf til Bandaríkjanna og hélt
þar hverja söngsamkomuna af ann-
arri. Á fyrstu samkomunni söfnuð-
ust meira en 600.000 króna, og er
hún var búin að halda 90 samkomur,
var þeim lokið; þá var sá er hafði
stjórnað samkomuhöldum hennar svo
ríkur orðinn af gulli því, er inn hafði
komið, að hann bauð Jenný Lind að
nema úr gildi samninginn, sem hann
hafði gjört við hana um fleiri sam-
komur, og að því gekk hún með glöðu
geði.
I Bandaríkjaför sinni giftist hún
tónskáldinu Óskar Goldschmidt í
Boston. — Seinna ferðuðust þau til
Dresden og höfðust þar við nokkur
ár, en fóru síðan til Englands og tóku
sér þar bústað á töfrandi fögrum
stað í sveit. Þar tók hún meðal ann-
ars þátt í Bach-kórsveitinni, sem mað-
ur hennar hafði stofnað og stjórnaði.
Á heimili sínu á Englandi lifði hún
sína mestu hamingjudaga. Hún var
hin ágætasta eiginkona og móðir og
ól upp þau þrjú börn, er þau áttu í
hjónabandinu, með stakri móðurum-
hyggju.
FRÚIN
7