Frúin - 01.10.1963, Side 14

Frúin - 01.10.1963, Side 14
HANS HEILLMDI HDM Þetta er Lucille Iremonger, sem samdi víðlesnustu bók- ina, sem gefin var út í Eng- Iandi í ár: „And His Charm- ing Lady“. Eins og allir vita hafa eiginkonur oft mikil áhrif á menn sína. Á þetta ekki hvaS sízt viS eiginkonur áhrifamikilla og frægra manna. Af þessum sökum m.a. hafa konur haft mikil áhrif á gang heimsmála fyrr og síSar. — 1 bók sinni „And His Charming Lady“ segir Lucille Iremonger frá konum frægra stjórnmálamana í Bretlandi fyrr og síSar, frá eiginkonum Lord Melbournes, Disraelis, Gladstones, Palmerstones og fjölmörgum öSrum. 1 þessari fyndnu og bráSskemmtilegu bók er marga ótrúlega sögu aS finna. ViS birtum nú stuttan úrdrátt úr bók þessari. T ucille Iremonger heitir skemmti- leg kona, sem leggur gjörva hönd á margt: hún skrifar um stjórnmál í dagblöð, heldur fyrirlestra, vinnur fyrir útvarpið, hefur samið margar sögulegar ævisögur, ferðabækur og skáldsögur — en fyrst er hún þing- mannskona, og þess vegna á hún auðvelt með að setja sig í spor hinna mörgu frægu fyrirrennara sinna sem einnig hafa verið giftar „Member of Parliament“. Þessir menn áttu allir eitt sambærilegt, hvort sem þeir urðu ráðherrar eða konunglegir ráðgjafar eða aðeins fulltrúar í neðri deild: þeir höfðu allir verið kosnir á þing. Eiginkonur þeirra allra höfðu því þolað með þeim erfiði, tauga- spenning og æsingu, vonbrigði og fögnuð, allt sem þessi atvinna hefur í för með hvarvetna í heiminum — og þá ekki sízt í engilsaxneska heim- inum, þar sem tíðkast svokallað canvassing-fyrirkomulag. Þetta fyrirkömulag felst í því að frambjóðandinn ásamt eiginkonu sinni — leitast við að ná tali af eins mörgum kjósendum á heimilum þeirra, eins og mögulegt er, — þau verða að svara spurningum og ræða málin, verða fyrir aðkasti og koma vel fyrir sjónir. Það þarf bæði góða heilsu og gott skap, snarræði, til að geta gengið í hús hjá fólki, í hvaða veðri sem er, og á öllum tímum sól- arhringsins — en síðast en ekki sízt þarf viðkomandi aðili að búa yfir miklum persónutöfrum. í inngangskaflanum segir frú Ire- monger frá eigin reynslu, — hvern- ig það er að vera brezk þingmanns- kona nú á dögum, frá sigrum og ó- sigrum, og frá annríki hennar á með- an hún er að hjálpa manni sínum að komast á þing, og frá einmanaleik- anum sem fylgir í kjölfarið, þegar skyldustörfin heimta allan hennar tíma. Góð þingmannskona verður kann- ske að koma fram opinberlega á mörgum mismunandi stöðum sama daginn, og alls staðar verður hún að vera viðeigandi klædd. Oft er erfitt að koma því við. Á hún að vera í svörtum jersey-kjól, sem „gengur“ alls staðar, eða á hún að skipta um föt í bílnum sínum á fáförnum vegi, og eiga á hættu að vera tekin föst fyrir ósiðsemi? Hún þarf að geta bjargað sér úr hverskyns ógöngum, t. d. að koma í stað mannsins síns ef hann forfallast Lucille Iremonger (í köflóttri kápu) og hópur annarra eiginkvenna stjórnmálamanna. Myndin er tekin í kosningum 1961. 14 frOin

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.