Frúin - 01.10.1963, Qupperneq 17
fyrir hann. Ári seinna giftist ekkja
hans, þá 46 ára gömul, Disraeli, sem
aðeins var 34 ára. Þau höfðu þekktzt
vel á þeim árum sem hún hjálpaði
manni sínum í fimm kosningabarátt-
um. Mary Ann og Dizzy voru í ham-
ingjusömu hjónabandi í 34 ár —
„aldrei leiðinlegt augnablik — og
þegar Mary Ann dó 78 ára, var hún,
Viscountess Beaconsfield og maður
hennar að vinna að því að gera
Victoríu Englandsdrottningu keisara-
drottningu af Indlandi. Mary Ann
var hugrökk kona, en mest þurfti
hún á hugrekki sínu að halda þegar
hún giftist þessum mislynda van-
stillta manni, sem var tólf árum yngri
en hún var sjálf, skuldum vafinn og
auk þess gyðingaættar. Það var ekki
ósjaldan sem þau hjónin urðu fyrir
aðkasti þess vegna á kosningafund-
um. En Mary Ann stóðst hverja raun,
því að hún var eðlisgreind og góð-
hjörtuð, alltaf í góðu skapi og sívak-
andi yfir velferð eiginmanns síns.
Hún var fyrirmynd fyrir allar þing-
mannskonur.
Það er athyglisvert að margar
þesara kvenna njóta sín bezt á miðj-
um aldri, þegar þær hafa lagt að
baki erfitt ævistarf, eftir venjuleg-
um mælikvarða. Emily Palmerstone
var 52 ára og hafði verið í löngu
hjónabandi og átt þrjú börn, þegar
hún giftist aftur Palmerstone, sem
kallaður var Lord Cupid, og var mik-
ill Don Juan, og þau voru hamingju-
söm eins og ungir elskendur næstu
þrjátíu árin.
Var fólk öðru vísi í þá daga? Það
er ótrúlegt hvað það virðist hafa kom-
izt yfir að gera mikið. Millicent Faw-
cett var kona Henry Fawcett, sem
var einkaritari hans, undirbjó fyrir-
lestra hans og svo framvegis,
en hafði samt tíma til að halda mörg
hundruð fyrirlestra um kvenréttinda-
hreyfinguna og skrifa bækur um
stjórnmál og efnahagsmál. Hún sam-
einaði kvenlegan yndisþokka og karl-
mannlegt rökvit og þekkingu. Allar
gátu þær skrifað, þessar konur. Milli-
cent skrifaði líka skáldsögu, hún var
full af vikoríönsku siðgæði og hund-
leiðinleg, en var samt hafin til skýj-
anna. Millicent grunaði hvers kyns
var, og gaf næstu skáldsögu sína út
undir dulnefni. Enginn hrósaði þeirri
bók, Millicent hætti að skrifa skáld-
sögur. I því sýndi hún meiri skyn-
semi heldur en margur.
Þá er ekki síður sérkennileg önn-
ur kona, mrs. Hugh Kavanagh, sem
að vísu lítið er vitað um, annað en
að hún þótti óvenjuleg og var gift
írska stjórnmálamanninum Hugh
Kavanagh, sem var fæddur hand-
leggja- og fótleggjalaus. Hann varð
mikill reiðmaður og veiðimaður og
tók virkan þátt í samkvæmis- og
stjórnmálalífinu. Kona hans stjórn-
aði óðalinu heima á írlandi og ól upp
heilan hóp barna á erfiðum tímum.
En einna hugstæðust verður sú
mynd, sem Lucille Iremonger bregð-
ur upp af Cathrine Gladstone. Glad-
stone-hjónin voru í 60 ár fyrirmynd
allrar þjóðarinnar. Þau voru bæði ó-
aðfinnanleg, hjónabandið óaðfinnan-
legt — það vissu allir. En við lestur
bókar Lucille Iremonger kemst mað-
ur að því, að þar var margt öðruvísi
í pottinn búið, en fólk hélt — enda
þótt hjónabandið væri í sjálfu sér
óaðfinnanlegt. Það er tæplega hægt
að hugsa sér meiri andstæður en þau
hjónin voru: William Gladstone var
reglusemin og smámunasemin upp-
máluð, með eindæmum vinnusamur
og lúsiðinn — vitur maður, en þraut-
leiðinlegur. Ein samtímakona hans
lét einhvern tíma svo um mælt, að
það mætti sjóða hann og vinda,
hengja upp til þerris og samt yrði
hann aldrei vitund hlægilegur. Kona
hans, Cathrine var aftur fyndin og
skemmtileg, hún hélt engar reglur
og vissi ekki hvað nákvæmni var —
var óstundvís og óhagsýn, en óvenju
elskuleg manneskja. Hún leit aldrei
í bók og krassaði fyndin bréf sín á
gomul umslög eða pappírsmiða, sem
hún hafði við höndina. Sú saga er
sögð um hana, að hún hafi eitt sinn
leitað lengi árangurslaust að maga-
beltinu sínu, gefizt loks upp og farið
við svo búið í kvöldverðarboð, með
sjal um fallegar naktar axlirnar. En
magabeltið kom fljótlega í leitirnar
þegar í boðið var komið: hún dró
það á eftir sér, — það var kyrfilega
nælt með öryggisnælu í undirpilsið
hennar.
Þegar systir Cathrine dó, tók Cath-
rine að sér 12 börn hennar ól þau
upp með sínum eigin börnum, sem
voru átta talsins. Að vísu var auð-
veldara að fá þjónustufólk í þá daga
en samt ...
Gladstone varð forsætisráðherra
hvað eftir annað, umkringdur fjöl-
skyldu með 17 börnum.
En því er aftur á móti heldur ekki
að neita, að frú Iremonger kemst
sjálf yfir að gera heilmikið. Við lest-
ur fyrsta kafla bókarinnar, sem fjall-
ar um hennar eigið líf, fyllist maður
djúpri virðingu fyrir konu okkar
eigin tíma.
„Matreiidubókin mín“
Á þessari öld vitamína og næringarefna er hverri húsmóður nauðsyn á að
kunna skil á vitamininnihaldi fæðu þeirrar, sem hún framreiðir handa heimilis-
fólki sínu. „Matreiðslubókin mín“ gefur yður glögga hugmynd um þetta með ýtar-
legri næringarefnafræði og skýringarlínuritum. „Matreiðslubókin mín“ inniheldur
yfir 450 uppskriftir, ódýrar og góðar. Bókin er prýdd fjölda mynda og línurita
auk þess eru 34 litmyndir í fjórum litum í bókinni. „Matreiðslubókin mín“ er
fallegasta matreiðslubók, sem hefur komið út hér á landi og hefur hlotið einróma
lof húsmæðra.
Útsöluverð bókarinnar er kr. 257.50. — Áskrifendur að „Frúnni“ geta feng-
ið bókina fyrir aðeins kr. 175.00 og mega greiða verð bókarinnar í tvennu lagi.
Skrifið eða símið til afgreiðslunnar og bókin verður send heim til yðar.
FRÚIN
17