Frúin - 01.10.1963, Side 18

Frúin - 01.10.1963, Side 18
Kristín Sigfúsdóttir. Heiniisókii til ikáldkonu KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR FRÁ SYÐRI-VÖLLUM RÆÐIR VIÐ „FRÚNA" Skáldkonan Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum í Vestur-Húnavatns- sýslu býr á Framnesvegi 54 í Reykja- vík. Tíðindamaður „Frúarinnar“ hef- ur átt því láni að fagna að kynnast þessari konu dálítið. Hann gerir sér því ferð á fund hennar til að fá efni og ræða lítilsháttar við hana. Sólin er að hníga í sæ og hið fræga Reykjavíkursólarlag er í algleymi sínu. Snæfellsjökullinn logar í lita- skrúði kvöldsólarinnar og maður skilur, að Kristín hefur' valið sér bústað, þar sem hún á auðvelt með að njóta hinna dýrðlegu lita, því að hún ann öllu, sem fagurt er, hvort það er sjáanlegt eða hún finnur það í sál náungans. Það þarf ekki lengi að knýja dyra, unz Kristín opnar og býður mann velkominn með sínu hlýja handtaki og fölskvalausa brosi. Þegar maður horfir á þessa fullorðnu, en þó síungu konu, þar sem hún stendur brosandi, fer maður betur að skilja að hún hefur hlýjað svo mörgum um hjartarætur með sögum sínum og ljóðum. Það þarf ekki langt samtal við Kristínu til að finna einlægni henn- ar og hjartahlýju, og þó dregur hún ekki fjöður yfir skoðanir sínar, hvort sem þær líka gestinum betur eða verr. Trú hennar er sterk og gengur sem rauður þráður í gegnum tal hennar og skoðanir. Heimili hennar er fallegt og hlýlegt og þar hlýtur manni að líða vel. Hér er friður og ró og þótt Kristín segist una sér bezt ein, þá er þó víst, að oft er gest- kvæmt hjá henni. Mennta- og gáfu- menn ganga á vit hennar, venjulegt fólk, eins og sá sem nú er í heimsókn, eru einnig tíðir gestir. Hún hefur af miklu að miðla, og þaðan fara menn léttari í spori. Ekki mun Kristín heldur telja eftir sér að fara að heiman, ef hún veit að einhver er hjálpar þurfi. Það afl, sem kom íslenzku þjóðinni í gegnum svartnættiskúgun miðalda og var henni leiðarljós, trúin á guð 18 FRÚIN

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.