Frúin - 01.10.1963, Side 19

Frúin - 01.10.1963, Side 19
og Jesúm Krist, hefur einnig verið leiðarljós Kristínar gegnum langa og oft erfiða ævi. Hún er þakklát við guð og menn og þráir það eitt að gera öðrum gott. Við skulum nú ræða lít- ilsháttar við Kristínu, en hún lætur lítið yfir sér og segist ekkert hafa að segja. Við vitum, að aldrei þessu vant segir Kristín ósatt. Kristín veit, að það er verið að biðja hana um efni í blaðið, og hún segir: — Já, ég kannast við mánaðar- blaðið „Frúna“ og álít það bara á- gætt heimilisrit, vegna þess hvað það grípur inn á margháttuð mál- efni til fróðleiks og hagsbóta, þess vegna þætti mér gott að geta hitt á eitthvað til jafns við annað efni þar. — Hér býrð þú, Kristín, og heim- ilið þitt er skemmtilegt. — Já, hér hef ég góða íbúð og öll nauðsynleg heimilistæki, en þýðing- armest þykir mér þó orgelið mitt og bækurnar. — Og hvað helzt af bókunum? — Það er nú svo, að mér hefur aldrei veitt af að lesa fræðibækur og eiga þær til ígripa. — Nú, ég hélt að þú myndir um- fram allt lesa skáldrit. — Nei, ekki endilega, ég vil hvorki mæla né meta annarra afrek þar. Enda segja margir að sú list sé að verða afskræmi eitt í samanburði við gömlu snilldina. Þeir stóru and- ar eru flestir farnir héðan, en hug- sjónaspeki þeirra lifir vegna þess, að hún var ekki af þessum heimi. — Hvað segir þú um ungu skáld- in, heldur þú að verk þeirra lifi með þjóðinni um ókomin ár? — Ég veit ekki — hef ekki kynnt mér verk þessara höfunda, svo að ég sé fær um að leggja dóm á þau. — Hvaða skáld hefur þér yfirleitt fallið bezt? — Auðvitað Davíð Stefánsson, skáldið, sem allir vilja eiga og þakka í þjóðanna nafni. (Hafið þið tekið eftir því hvað öll lög við Ijóð Davíðs eru falleg?) Veit ég þó, að guð. hefur víðar gefið sitt „gull og myrkur“ til mannheima, og þökk sé honum fyrir öll lífs og liðin skáld! — Kristín, hvað viltu segja okkur um þinn eigin skáldskap? — Ekki annað en það, að mér finnst ofur auðvelt að skrifa um það, sem ég sé og skynja. Þess vegna held ég því fram, að það myndu allir geta betur en ég, ef þeir bara byrjuðu á að skrifa. — Þarna getum við nú ekki verið sammála, Kristín, en hvenær byrj- aðir þú að yrkja og hvað kom þér til þess? — Ég man það ekki, það er svo langt síðan. En ég minnist þess er ég átti heima á Syðri-Völlum að ég sótti oft ofan í gilið hjá Syðri-Völlum til þess að vaða í ánni, sem rennur um gilið. Þar var grösugt og mikið af blómum og skepnur á beit. Mamma bannaði mér að fara ofan í gilið, en ég fór nú samt og það voru margar sögur, sem ég þurfti að segja henni úr þeim ferðum. — Varst þú lengi á Syðri-Völlum, Kristín? — Nei, heimili okkar var fátækt og faðir minn heilsutæpur. Hann dó þegar ég var átta ára. Þá fór ég til Stykkishólms og ólst þar að mestu leyti upp og undi vel við minningarn- ar frá Syðri-Völlum. Þær töluðu svo eðlilega í gegn og urðu upphaf minna hneigða til skáldskapar — svo langt sem hann nær. Þar urðu þessar vísur til: Heima á Syðri-Völlum var ég smá vissi naumast hvað ég myndi þrá. Ó, jú, það var æskuvinur minn yndislegi bæjarlækurinn. Þangað hljóp ég þegar mamma svaf þó ég væði oft í bólakaf. Brekkan hinu megin var svo væn. Vingjarnlega hlý og fagurgræn. Þarna sá ég þröst á fögrum meið. Þögul fann ég vorsins helga eið. Allir máttu eiga þessa dýrð. Einnig moldin sagðist vera skýrð. Síðan hefi ég sögu þessa geymt. Sannleikanum verður ekki gleymt. Vegna þess að veröldin er enn vanmetin og sporuð — eftir menn. ★ Kristín flytur alfarin til Reykja- víkur um tvítugt og hefur verið hér síðan. Hún hefur því dvalizt í Reykjavík næstum meðal mannsald- ur. Hún segir mér frá bænum fyrir 60 árum, hún hefur séð hann vaxa, fólkið fæðast og deyja, hún hefur glaðst með því hryggst með og beð- ið fyrir því. Hún hefur ávallt verið sátt við alla, og hér hefur henni lið- ið vel, segir hún. Hún hefur alltaf haft mikla tilhneigingu til að skrifa. Einn af þeim fyrstu, sem hvöttu Kristínu til að gefa sig að ritstörf- um, var Þorsteinn heitinn Gíslason ritstjóri og skáld. — Hvort lætur þér betur, að yrkja í bundnu eða óbundnu máli? — Mér finnst hneigð mín til skáld- skapar vera í molum, minn skáld- skapur hefur verið tómstundaiðkun, og ég hef sjálf ekki tekið hann alvar- lega. Mér finnst auðveldara að skrifa í óbundnu máli, en hins vegar er bundið mál mér stundum ósjálfrátt. Ef mig rekur í strand við að ljúka ljóði, bið ég guð og hann hjálpar mér alltaf. — Hverjar telur þú vera helztar orsakir til þess, að konur gefa sig minna að skáldskap en karlar, þótt allir viðurkenna hæfileika þeirra og gáfur. — Ég veit ekki hverju skal svara, ef til vill er það meðfædd hlédrægni og vanmáttarkennd gagnvart karl- mönnunum, húsmóðurstörfin eru tímafrek og tómstundir fáar. Karl- mennirnir eru og hafa verið allsráð- andi í bókmenntaheiminum. Konan verður að sækja rétt sinn í hendur karlmannanna á þessu sviði, eins og öðrum, og þeir hafa ekki alltaf gefið hann eftir í fyrsta áhíaupi. —Hvaða konur hafa að þínu áliti lagt mest af mörkum til íslenzkra bókmennta? — Mér kemur fyrst í hug Torf- hildur Hólm, þótt margar konur hafi látið fara frá sér góða hluti. Vonandi verða konur framtíðarinnar athafna- samari í listsköpun sinni en við hin- ar, sem nú erum að hverfa af sjónar- sviðinu. — Hvað viltu segja um skálda- og listamannalaun? — Lítið, en þó það, að ef þau mega verða til þess að framleiðsla þess fólks, sem þau fær, vaxi að gæð- um en ekki fyrst og fremst magni, álít ég þau vera til góðs. — Finnst þér bókmenntasmekkur þjóðarinnar hafa þroskazt í réttu hlutfalli við hina svokölluðu menn- ingu? — Æ, góði, hættu nú þessum spurningum, ég vil ekki dæma neitt. Aukin menntun og þekking ætti að gera fólki auðveldara að skynja og meta það, sem vel er gert. En ann- arlegir straumar berast inn í þjóð- lífið, hraðinn og spennan gefa fólk- inu ekki tóm til að hugsa, og ef það hættir að hugsa er voðinn vís. ★ Ég sé nú að Kristín vill ekki láta hafa meira eftir sér. Kaffið er kóln- að í bollunum og hún sækir hita- FRÚIN 19

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.