Frúin - 01.10.1963, Side 20
Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum:
/eiíih til lakhiA
etta er ný hugmynd — tilbrygði
af sögu frá þeim tíma er talsam-
band Guðs og manna var svo auðvelt
og algengt að enginn gat efast. Einn-
ig hafa allar helgisögur þann sama
rétt að þær hafi getað gjörzt, þó ekki
séu öll atriði þeirra í Biblíunni, og
þrátt fyrir allar þær heimildir er við
styðjumst við þaðan, hafa Gyðingar
mjög skiptar hugmyndir um Krist
og stara margir þeirra enn á fyrir-
heitin um sinn Messías — sem auð-
vitað á að verða þeirra og aðeins
þeirra „voldugi konungur“.
Einn sterkefnaður Gyðingur, And-
rés að nafni, vissi þó um undrin á
himni og jörðu við fæðingu Krists.
Hann trúði því öllu og hikaði ekki.
— Seldi allar sínar eignir fyrir þrjár
dýrmætar perlur til að gefa því
blessaða barni og lagði glaður af stað
til Betlehem. Þá löngu leið varð And-
rés auðvitað að fara gangandi því
nú átti hann hvorki úlvalda né asna
sér til hjálpar. Eitt kvöld hafði And-
könnuna. Við sitjum enn drykklanga
stund og ræðumst við. Sólin er sig-
in í sæ og Snæfellsjökull sést ekki
lengur. Það er ósköp auðvelt að láta
tímann líða í návist þessarar konu.
Þekking hennar á mannlegu eðli er
djúpstæð og skilningur hennar sann-
ur. Trú hennar er sönn og einlæg,
hleypidómalaus.
Hún veit, að trú er trú og að vís-
indi eru vísindi. Á hvorutveggja
hefur hún mætur, en hún veit að
vísindin geta ekki skilgreint hið yf-
irskilvitlega í trúnni. Þess vegna vill
hún að þessar greinar hasli sér völl
hlið við hlið, en ekki hvor í annnars
garði.
★
Ég spyr Kristínu að lokum: —
Viltu segja eitthvað sérstakt við les-
endur ,Frúarinnar?“
— Ég veit ekki, og þó, það væri
þá helzt þetta:
„Trúðu á tvennt í heimi
tign er æðsta ber.
Guð í alheims geimi
guð í sjálfum þér.
rés gengið yfir fjöll og foræði, var
orðinn svo þreyttur að hann komst
ekki lengra. Sá þá ljóstýru í litlum
sveitabæ, lélegu hreysi, barði þar að
dyrum og baðst gistingar.
Lítill drengur kom fram og bauð
honum inn. Þar var ekkert fólk nema
fimm börn og faðir þeirra veikur í
rúminu. Konan var úti að mjólka
kúna. Svo kom hún inn og sagði að
„gestinum væri velkomið að sofa í
rúminu drengjanna, þeir gætu sofið
á heydínu á gólfinu — svo skal ég
breiða fötin mín ofan á þá.“ En nú
stóð svo á, að hún átti engann mat
nema mjólkina úr kúnni. Þeirri nær-
ingu skipti hún í sjö staði og bað þau
öll að „fyrirgefa hvað þetta væri
lítið.“
Andrés heyrði stunur veika manns-
ins og spurði, hvort hann hefði ekki
leitað læknis. Nei, það var ekki hægt,
þau áttu enga peninga. Þá sagði And-
rés: ,Aldrei fyrr hef ég vitað hvern-
ig það er að vera fátækur, né heldur
hvað aumt það er að hafa aldrei orð-
ið öðrum til hjálpar í neyð“ — tók
svo eina perluna og sagði: „Þennan
fjársjóð vil ég gefa ykkur til greiðslu
fyrir læknishjálp og aðrar nauðsynj-
ar þessa heimils nokkur ár.“
Snemma næsta dag kvaddi Anrés
svo þessa vini sína og fór glaður síð-
asta áfangann til Betlihem. En er
þangað kom, höfðu þau Jósef og
María flúið til Egyptalands, með
barnið. Andrés varð sárhryggur en
vissi að Guð hafði stjórnað þessum
flótta til að forða barninu frá ógn-
um Heródesar. Og þarna var ein
sönnunin enn — um Gyðingakonung-
inn.
Og þar komu aðrir spádómar til
sögunnar, vitranir langt fram í tím-
ann — um grimmdaræði jarðneskra
heimskingja. „Rödd heyrðist í Rama,
grátur og kveinstafir miklir. Rakel
grætur börnin sín og vill ekki hugg-
ast láta.“ Ójá. þarna voru fleiri en
Andrés sem grétu, veena barns.
Utan við næsta hlið mætti hann
konu með barn í fanginu. Hún bað
Guð og menn að hjálpa sér, og hljóp
svo hratt sem hún komst, því einn af
böðlum Herodesar elti hana, með
hníf í hönd sér. Andrés gekk beint að
þeim fanti, tók þétt um handlegg
hans og sagði: „Hvað ertu að gjöra
maður?“ „Ég er að hlýða konungi
mínum, líf mitt liggur við að ég
gjöri þau verk er hann skipar mér.“
Þá sagði Andrés: „Ég skipa þér — í
nafni vors nýfædda konungs, að
hætta þessari óguðlegu iðju og trúa
því, að barnið, sem Heródes er að
ofsækja mun vera og verða sá
eini konungur, sem þráir frið og
miskunnsemi. Við skulum reyna að
hlýða honum.“
Hermaðurinn beygði sig og baðst
vægðar. Tók svo barnið, sem hann
hafði ætlað að myrða, og lofaði að
forða því til fjarlægra byggða. Móð-
irin vildi auðvitað fylgja þeim. Þá
tók Andrés fram aðra perluna sína
og sagði: „Þessa perlu er ég viss
um að guðsbarnið vill gefa ykkur
til kostnaðar og framfæris. Farið svo
í friði.“
Nú liðu mörg ár. Andrés vann fyr-
ir sínu daglega brauði og gaf fátæk-
um vesalingum allt sem þar varð
fram yfir. Vildi ekki eiga neitt nema
einu perluna, sem eftir var og veitti
honum þá von að einhvern tíma
myndi Guð leyfa honum að hitta
konunginn sinn og koma perlunni til
skila. Og svo var það einn dag — að
fátæki öldungurinn, Andrés, nálgaðist
Jerúsalem og hugsaði með lotningu:
f þessari fögru borg hlýtur allt að
vera heilagt og hættulaust fyrst Jesús
hefur gengið hér um.
En hvað er nú þetta? Há, hrópandi
hljóð svo nálægt þeim helga stað.
Þar var voldugur höfðingi á ferð með
unga konu, sem var bundin og biðj-
andi um hjálp. Múldýrið, sem bar
konuna var lamið áfram þó þreytt
og þyrst væri. Drambsamur höfðingi
sat þarna í gullnum söðli og reiddi
keirið til höggs. — Andrés skipaði
honum að koma niður. —
Framhald á bls. 29.
20
FRÚIN