Frúin - 01.10.1963, Qupperneq 27

Frúin - 01.10.1963, Qupperneq 27
að koma klukkan sjö, svo að þú hefur tíma til áð fá þér blund áður. — Humm, jæja — er frú Svendsen í fríi? Hvenær er hún væntanleg heim? — Spurðu manninn, ég veit það ekki. Elsa-María vafði sellófanpappír ut- an um tvær af plómukrukkunum, batt bast utanum og stakk tveim rósum í slaufuna. Stígur gekk út fyrir og hélt niður að plómutrénu. Þau höfðu sannarlega hroðið það. Ekki ein plóma, hvað þá fleiri, var eftir. Hann lagði við hlust- irnar. Hver var að blístra? Elsa-Mar- ía var vön að syngja þennan söng. Það var annars orðið æði-langt síð- an hún hafði sungið að undan- förnu. Hvers vegna var hún hætt að syngja? Það var hætt að blístra, en lagið suðaði enn fyrir eyrum Stígs. Hvaða lag var þetta eiginlega? Hann ætlaði að spyrja Elsu-Maríu um það. Hann gekk aftur til hússins, fór inn og úr svefnherberginu heyrði hann tæra rödd Elsu-Maríu, sem raul- aði sama lagið. Hún þagnaði, þegar hún heyrði fótatak hans. — Ertu ekki að hugsa um að fá þér blund, Stígur? — Nei, ég er ekki þreyttur, svo að ég ætla að sleppa miðdegisblundin- um í dag. Hann opnaði hurðina og gekk inn til konu sinnar. — Þú ert svo reiður á svipinn, sagði hún. — Fórstu eftirlitsferð út í garðinn? Það var stríðni í röddinni. — Já, ég fór þangað. — Kemur þú með eða okki? sagði hún ertandi. — Þú mátt gjarnan fara ein. — Hættu þessari vitleysu, Stígur. Skilur þú ekki, að ég er að gera að gamni mínu. Stígur horfði lengi á plómukrukk- urnar, sem Elsa-María hafði búið svo smekklega um, en sagði þó ekki neitt. Svendsen endurskoðandi bjó í vist- legu húsi — það var ekki stórt, en þægilegt og innréttað samkvæmt allra nýjustu kröfum tízkunnar. — Má ég kynna ykkur fyrir litla bróður mínum, Erlingi, sagði Svend- sen brosandi. „Litli bróðir“ var að minnsta kosti 190 sentimetrar á hæð — og hann tók svo þétt í hönd, að menn verkj- aði næstum undan. Bræðurnir voru gerólíkir, og Elsa-María sa, að þeir höfðu báðir sama einlæga augnatil- litið og glettnislega brosið. Maturinn reyndist alveg fyrirtak — kjötið hæfilegt meyrt og ljúffengt. — Það var leitt, að frúrnar skyldu ekki vera með .... Stígur leit á Erling Svendsen. — Ég er ókvæntur — og verð fyrst um sinn, sagði bróðir endurskoðand- ans. — Og þér tekst víst ekki að krækja þér í konu í hendingskasti, sagði bróð- ir hans. — Hvers vegna ekki? spurði Elsa- María og leit á endurskoðandann. — Af því að hann mundi gera hverja konu sáróhamingjusama. Það þarf mikið til að vera góður eigin- maður — miklu meira en áður fyrr. Eruð þér ekki á sama máli og ég um það, Tárup? — Ég hef í rauninni ekki hugleitt það atriði. Stíg fannst þetta umræðu- efni heldur óþægilegt, og mátti greinilega sjá það á honum. — Hér áður fyrr gátu karlmenn leyft sér að vera eigingjarnir, hélt endurskoðandinn áfram, — en það gengur ekki lengur. Eigingjarn mað- ur getur átt það á hættu, að konan fari frá honum. Áður fyrr var það konan, sem varð að halda í manninn en nú er þetta öfugt. Við verðum að líkindum að grafa hina meðfæddu drottnunargirni okkar, valdasýki og sjálfshyggju. — Hvers vegna ætti bróðir yðar ekki að geta orðið fyrirmyndareigin- maður, eins og þér eruð? spurði Elsa- María. — Af því að hann hefur verið eyði- lagður með eftirlæti og vill fá alla hluti án fyrirhafnar. Erlingur brosti drígindalega. — Svona er að eiga stóran bróður, tautaði hann fyrir munni sér. Stígur varð sífellt þungbúnari á svip. Þegar þau voru búin að borða, ætl- aði Elsa-María að búa til kaffið. — Kemur ekki til nokkurra mála, frú Tárup, sagði Svendsen. Þér vinn- ið ekki, þegar þér eruð gestur minn. Ég er alvanur að búa til kaffi. Kon- an mín er vön að taka af borðinu, meðan ég bý til kaffið, og þá erum búin um svipað leyti. Það er ágætt fyrirkomulag. Elsa-María reyndi að fá Stíg til að líta á sig, en hann leit á málverkin á veggjunum. Karl Svendsen deplaði augunum framan í hana. — Þetta eru aðeins eftirprentanir, sagði hann, — síðar hef ég kannske efni á að kaupa almennilegar mynd- ir. Við hjónin viljum heldur verja peningunum til að kaupa nýtízku tæki til að létta störfin í eldhúsinu eða garðinum. — Já, það er einmitt það. Erlingur Svendsen tók undir hand- legginn á Elsu-Maríu. — Komið allra snöggvast út í garð- inn með mér, frú Tárup — þá geta eiginmennirnir skemmt sér dálítið í sameiningu. Stígur leit gremjulega á eftir þeim, þegar þau leiddust út á grasflötina. Elsa-María hallaði höfðinu, til að líta brosandi framan í unga manninn. Það var enginn vafi á því, að hann hafði verið eyðilagður með eftirlæti, en hitt lék heldur ekki á tveim tungum, að hann var sérlega geðþekkur. Það var víst ekki endurskoðandinn, sem var sá hættulegi, eða leyndist hann aðeins bak við bróður sinn? Hvaða vitleysa var þetta, sem hann var að segja um eiginmennina? — Ég sé ekki betur en að þér kom- ist ágætlega af hjálparlaust, sagði Stígur við Svendsen. — Konan yðar verður kannske fjarverandi nokkra hríð? Hann leit rannsakandi augum á endurskoðandann. — Hún getur verið eins lengi og hana lystir, svaraði Svendsen. Með- an við eigum ekkert barn, á hún ekki að vera of bundin af húshaldinu eða mér. Hjón eiga ekki að vera þræll eða ambátt hvort gagnvart öðru. Stígur tottaði ágætan vindil, sem Svendsen hafði gefið honum. Þræll og ambátt hvors annars? Fannst Elsu- Maríu kannske, að hún væri ambátt hans? Hvað var annars orðið af þeim? Hann heyrði, að Elsa-María hló mjög innilega, en sá hana ekki. Þau voru að hlæja einhvers staðar í rökkrinu. — Úr því að þér eruð hér, Tárup, langar mig til að spyrja yður, hvað þér berið á dahlíurnar ykkar, sem fær til að verða svona fallegar. — Satt að segja veit ég það ekki — það væri nær að spyrja konuna mína um það. Hún veit sitt af hverju um blóm. — Já, hún virðist yfirleitt vita sitt af hverju um flesta hluti. Þér eigið sannarlega ekki vera feiminn við að hrósa henni fyrir það. Við hjónin er- um mjög hrifin af henni, — Það er gaman að heyra, sagði Stígur, en hugsaði um leið með sjálf- um sér: Bara að hann gæti haldið sér saman, svo að ég gæti heyrt, hvað þau eru að segja. — Eigum við að ganga út til þeirra? Framh. á bls. 33. FRÚIN 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.