Frúin - 01.10.1963, Qupperneq 38

Frúin - 01.10.1963, Qupperneq 38
DULRÆN EFNI: Sté^ SeHÁ Þegar ég var sextíu ára, veiktist ég snögglega af nýrnatæringu. Það var mín fyrsta sjúkdómslega, þóttist ég því viss um að hún yrði líka sú síð- asta. Ég var ekki óánægður yfir því. Fólk mitt hafði nóg efni, og dauð- inn, ,sem ég hélt endi tilveru minn- ar, fannst mér ákjósanlegri en þraut- ir þær, sem ég leið. Ég hafði aldrei lagt mikið upp úr kenningum kirkj- unnar, en álitið dauðann endi alls. — Ég var búinn að vera veikur fáa daga, þegar frændur mínir komu til að kveðja mig í síðasta sinn. Litlu eftir það missti ég meðvitundina. Hin fyrsta einkennilegt breyting var, að mér fannst líkami minn svífa í lausu lofti, og sá ég þá læknirinn og heim- ilisfólkið vera að ganga út og inn um husið. Ég fann svo sem ekkert til eftir þetta. Stundum svaf ég, að mér fannst, nokkrar mínútur, ,svo fór ég að sjá sýnir. Framliðnir frændur og vinir komu hver af öðrum inn í herbergið og töluðu til mín. — Þetta var nú aðeins byrjun að því, sem ég varð að líða, og sem mínar líkam- legu þjáningar ekki komust í neinn samjöfnuð við. Engin orð fá lýst þeim kvölum, sem ég hélt að væri draumur. Þar sem ég alla mína æfi hafði verið efnishyggjumaður, gat ég engan veginn skilið sjálfstæðan anda án líkama. Nú voru allar líkamlegar þjáningar horfnar, og fannst mér ég vera orðinn heilbrigður, nema að því leyti að á mér lá einhver angistar þungi. Ég gekk um húsið aftur og fram, úr einu herbergi í annað og stundum út á hlaðið, en svo strax aftur inn að rúmi mínu. Svo reyndi ég að gera ýmsar hreyfingar, en ég gat ekki hrært mig. Ég sá fólkið vera að gráta og heyrði það tala hljóðlega hingað og þangað um hús- ið. — Aftur fór ég að sjá suma af Eftirfarandi frásaga er iitið sýnis- horn af hinum mörgu orðsendingum dáinna manna, er stöðugt birtast í blöð- um og ritum spiritista. Mér kom til hugar að mörgum, sem lesa um hinar miklu fyrirburðarannsóknir þessara tíma, þætti gaman að lesa eitthvað af þvi tæi, og óneitanlega er margt í skeytum þessum allskemmtilegt og jafnvel lærdómsríkt, en harla misjöfn eru þau. Um sannleiksgildi þeirra og hvaðan þau eru upprunnin, verður hver og einn að álykta sjálfur, á það legg ég engan dóm. -— Þýð. Þorskabítur þýddi úr Progressive Thinkers. kunningjum mínum, sem ég vissi að voru dánir, einnig nokkur ókunnug andlit. Ég reyndi að nugga augun og sagði við sjálfan mig: ,,Ég vildi að ég gæti fengið að deyja strax, ef ég á á annað borð á að deyja. Allt er betra en þessi voðalega marðtröð." Ég fann engan sársauka, en hélt að hugar- vinglið ætlaði gera mig brjálaðan. Ég sagði við sjálfan mig: „Ætlar þetta aldrei að taka enda?“ Loksins, — ef til vill eftir 3 eða 4 daga, er mér fannst sem heil öld. — kom sonur minn, sem dáinn var fyrir mörgum árum, til mín og sagði: „Komdu með mér, faðir. Nú er allt búið.“ — Hvað var búið? Var ég dá- inn? Nei, allt þetta var draumur. Ég gat ekki verið dauður, ég bæði heyrði og sá; hvernig gat ég verið dauður? Samt hafði ég meðvitund um það, að eitthvað mikið hefði komið fyrir, því að ég sá konu mína og börnin koma að rúmi mínu, öll flóandi í tár- um, og ég heyrði einhvern segja, að nú væri ég skilinn við. Sagði ég þá við sjálfan mig: „Þetta er allt draum- ur. Guð minn góður, — ef nokkur guð er til, — þá láttu mig deyja.“ —í sama bili ávarpaði mig gamall maður, klæddur rauðri skikkju, með þessum orðum: „Sonur minn, enginn dauði er til.“ Þetta vakti athygli mína um augnablik, og ég fór að undra mig yfir því, 'hvers konar hugsana- afbrigði þetta væri, og sagði því: „Þessu get ég ekki trúað. Mig er enn að dreyma. Ég vil vakna! Ég vil vakna! Gefið mér að drekka! Gefið mér að drekka!“ — Fjandinn hafi það allt ,saman!“ Ég þreif í hárið og togaði í skeggið og barði mig ut- an, stökk upp úr rúminu og hljóp aftur og fram um herbergið, en eng- inn virtist veita mér eftirtekt og eng- inn sótti mér að drekka. Ég hljóp fram í eldhúsið þangað sem vatnið var, en þegar ég ætlaði að grípa bolla á borðinu, var ég svo máttlaus, að ég gat ekki lyft honum. Hvað meinti þetta allt saman? Ég sneri aftur inn í svefnhús mitt, og sá að búið var að breiða hvítt lak yfir rúmið mitt. Þá hrópaði ég hátt: „Hjálp! Hjálp! Er mig að dreyma? Eða er ég orð- inn bandvitlaus?“ Enginn veitti mér hina minnstu eftirtekt. Loksins fór ég út úr húsinu í gremju, settist á stól, sem stóð á framdyrapallinum og grét. Ekki veit ég hvað lengi ég sat þarna, því eg sofnaði innan skamms. En svo vaknaði ég við það að heyra nokkra af nágrönnum mínum vera að tala við son minn. Þeir komu þangað sem ég sat, og ég heyrði að þeir voru að ræða um jarðarför. Mig furðaði á þessu og spurði, hver væri dáinn, en þeir virtust ekki heyra hvað ég sagði. Einn af mönnunum ýtti mér af stólnum, — eða það fannst mér — og settist .sjálfur í hann. Þá reiddist ég og bölvaði honum fyrir ókurteisina, er hann sýndi gömlum manni, sem þar að auki var nýstig- inn upp úr legu; en ekki veittu þeir þessu neina eftirtekt. Þegar hér var komið atburðum þeim, sem ég er að skýra frá, tók ég fyrst eftir því, að ég var í sömu fötum og ég var í þeg- ar ég veiktist. Ég mundi ekki eftir að hafa farið í þau aftur. Ég fór enn á ný inn í herbergið mitt, en þeg- ar ég ætlaði að taka í hurðina til að opna, sá ég, að ég var kominn inn á þess að hafa opnað, og skildi ég ekkert í þassu, en ég hafði endur- nærzt svo mikið við hinn stutta blund á stólnum á dyrapallinum, að ég lét ekki slíka smámuni trufla mig. Ekki veit ég hvers vegna ég hafði sterka löngun til þess að leggjast í rúmið aftur, nema ef vera skyldi að mér 38 FRÚIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.