Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 42
Skygna
konan í
JVoreffi
Inga Tamiies í Rrekken, ser lilnií, «em ern í margra ínilna fjarlœgð.
I*eir birtast Iienni líkast ljósmynd, segir lnin.
Inge Tamnes er þekkt sem skyggna
konan í Brekken: Það var mikið
skrifað um hana í norsk blöð, eftir
hörmulegt slys, er varð í Þrándheimi
fyrir nokkru, þegar tvö börn drukkn-
uðu í ánni Nið. Margra daga leit að
öðru líkinu, litlum dreng, reyndist
árangsurslaus. Þá hugkvæmdist ein-
um vini foreldranna að hringja í Inge
Tamnes, sem býr við Aursunden,
3—4 mílur frá Röros. Hann spurði
hana, hvort hún gæti séð hvar dreng-
urinn lægi í ánni. „Um það bil fimm
metrum frá staðnum þar sem hann
fór í ána, við bugðu, rétt hjá kirkj-
unni,“ svaraði Inge Tamnes strax í
símanum.
Að kvöldi næsta dags var kafar-
inn, sem hafði verið að leita langt
frá slysstaðnum, fenginn til að leita
á staðnum, sem Inge Tamnes hafði
bent á, Og þar fann hann drenginn.
Þegar skrifað var í blöðin um þetta,
var á það minnt að í desember 1957,
hurfu tvö börn í Kesjaskog. Þá hafði
það líka verið Inge Tamnes, sem
benti á staðinn, þar sem börnin fund-
ust. Hún sýndi meira að segja stað-
inn á landabréfi. Og þar fundust
börnin frosin í hel.
Það fólk, sem trúir á yfirnáttúr-
leg öfl, furðar sig ekkert á svona lög-
uðu. En þeir. sem neita að trúa, að
til sé nokkuð, sem heitir hugsana-
flutningur, skyggnigáfa, eða svipir
framiiðinna, eiga bágt með að kyngja
því. að til sé fólk, sem sér hluti í
margra mílna fjarlægð.
Inge Tamnes býr í Röros, sem er
þéttbýlasti staðurinn í byggðarlaginu
milli Femunden og Aursunden. Hún
nýtur mikils álits þarna í byggðar-
laginu. Þær kindur eru ótaldar, sem
hafa verið týndar en fundist aftur
með hennar hjálp. Bændurnir hringja
í hana til að spyrja hvar þeir eigi að
leita, og hún svarar þeim í símann.
Dóttir skáldsins Johan Falkbergets
bað hana eitt sinn að segja sér hvar
hringur, sem hún hafði týnt, væri
niðurkominn. „Hringurinn hefur ver-
ið uppi í rúmi, hefur borizt út með
rúmfötum og liggur einhvers staðar
úti, hann er nærri troðinn niður í
jörðina. Þú finnur hann tæplega,“
sagði Inge, og það kom heim, hring-
urinn hefur aldrei fundizt.
Inge Tamnes er hraustleg kona á
miðjum aldri, með björt, grá, falleg
augu. Gæðaiegri manneskju er varla
hægt að hugsa sér. Henni berast
ósköpin öll af bréfum með ýmis kon-
ar fyrirspurnum. Fólk spyr, hvort
það eigi að kaupa þennan eða hinn
happdrættismiðann, hvort það eigi
að velja sér þennan eða hinn makann.
Við þessu segist Inge engin svör
kunna. „Ég sé ekki fyrir óorðna
hluti,“ segir hún. Hún segist ekki
vera spákona, né heldur geti hún
læknað fólk, eins og hún er líka beð-
in um.
Inge Tamnes lifir að öllu leyti
mjög venjulegu lífi. Hún er gift og
tveggja barna móðir, og segist ekki
hafa orðið vör við neina undarlega
eiginleika í fari sínu, að því undan-
teknu, að hún getur séð hluti í fjar-
lægð. Einn frændi hennar hafði líka
þennan hæfileika. Hún tók aldrei
eftir þessu í æsku, en minnist þess
samt að hún var sérstaklega dugleg,
þegar börnin léku sér að því að fela
hluti og láta hana leita að honum
með bundið fyrir augun. Þar telur
hún, að um hugsanaflutning hafi ver-
ið að ræða. En hinsvegar álítur hún
ekki að hugsanaflutningur geti átt
nokkurn þátt í því, hvernig hún get-
ur séð hluti í fjarlægð. Hún er ein-
læg trúkona og hún heldur að guð
hjálpi sér til þess arna. Hún man ekki
nákvæmlega, hvernig á því stóð að
hún uppgötvaði þennan hæfileika
sinn. Eitt fyrsta atvikið sem hún
minnist, var þegar nágranni hennar
hafði týnt skrúfu úr sláttuvél, og hún
gat óðara séð hvar skrúfan var. Upp
frá því fóru margir að leita til henn-
ar, þegar eitthvað týndist. Inge Tam-
nes væri víst orðin auðug kona, ef
hún hefði fengið þóknun fyrir allt
sem hún hefur fundið fyrir fólk, en
hún hefur aldrei kært sig um að
hagnast á þessu. Oft veit hún ekki,
hvort þau ráð sem hún gefur bera
tilætlaðan árangur, því hún leiðbein-
ir fólki bréflega, eða í símann og
heyrir kannske ekki frá því aftur.
Inge vill vita eins mikið og hún
getur um svæði. þar sem hinn týndi
hlutur getur verið niðurkominn. Hún
sér hlutina fyrir sér líkt og ljósmynd.
Þannig var það, þegar hún fann börn-
42
FRÚIN