Frúin - 01.10.1963, Page 49
ig, að nálin fari yfir 4 þræði og undir
tvo, þar til þér hafið gert 24 spor.
Saumið á sama hátt tilbaka 2 þráð-
um frá fyrri línunni. Saumið á sama
hátt raðir lóðrétt við þessar (mynzt-
urteikn. 1). Saumið þannig raðir
þversum og langsum allan púðann.
Saumið krosssporin með tvöföldu
svörtu garni í miðju hvítu krossanna
og við endann á hverjum armi kross-
ins (sjá mynzturteikn. 2). Gætið
þess að strekkja ekki á sporunum.
2. Skámynztrið.
Efni: 1/2 metri javi, 6 dokkur
Behive krosssaumsgarn, 3 svartar og
3 hvítar. Krosssaumsnál. Stærð púð-
ans fullsaumaðs: 40 cm á hvern veg.
Klippið efnið á sama hátt og í hinum
púðanum. Þræðið nálina með tvö-
földu svarta garninu og byrjið í einu
horninu með svartri stjörnu, sbr.
mynzturteikn. 3. Saumið til skiftis
svartar stjörnur og hvíta krossa á
ská frá einu horni til annars þar til
komnar eru 22 svartar stjörnur.
Saumið næstu röð 6 þráðum neðar,
og eru þá stjörnurnar hafðar hvítar
og krossarnir svartir. Endurtakið
þessar 2 raðir þar til hálfur púðinn
er útsaumaður.
Pressið stykkin á röngunni með
röku klæði, og saumið púðann síðan
saman þannig, að ísaumurinn nái al-
veg út í kantana.
FRUIN
49