Frúin - 01.10.1963, Síða 57

Frúin - 01.10.1963, Síða 57
Ég á bankabók, upphæðin er ekki stór, hún á að vera til að uppfylla þá einu ósk, sem ég hef átt í lífinu, — rósir á leiðið mitt. Ég veit, að fólki finnst ég vera undarleg, og drengirnir á götunni gera aðsúg að mér. Ég skal þola hvað sem er, að- eins vil ég fá rósir á leiðið mitt. í lífinu hef ég fengið einn blómvönd. Það var frá HONUM, — það var síðasta kveðjan, sem ég fékk frá hon- um. Ég sá hann aldrei meir. Sú, sem segir hér frá, er einmana, forsmáð kona, sem hefur átt fáar gleðistundir í lífinu. Hún á heima í litlu sveita- þorpi, og hefur unnið fyrir sér við saumaskap. Nú er hún orðin heilsu- laus, og verður að lifa af ellilaun- unum. Það er satt, segir hún, að fólk- inu finnst ég ekki eins og fólk er flest. Sumar mæður hótuðu börnum sínum að ná í mig, þegar þau voru óþæg. Hafi það gert þau þægari, hef ég verið til einhvers. Ég er hætt að láta þetta hafa áhrif á mig; það er svo margt annað verra, sem ég hef orðið að þola. Um æskuár mín vil ég tala sem minnst. Minningarnar frá þeim árum eru svo sársaukafull- ar. Faðir minn var fátækur bóndi, ég var yngst af tólf börnum, tíu dóu mjög ung, af næringarskorti. Faðir minn drakk alla daga, og var alltaf vondur við okkur. Ég á ekki eina einustu fallega minningu frá bernsku- árunum. Kvöld eitt var ég á leið heim til mín, ég var þá fjórtán ára gömul. Þá réðist maður að mér og svívirti mig. Ég gat klórað hann, svo að hann fékk margar skrámur á and- litið. Árásin var kærð, en fógetanum tókst aldrei að hafa uppi á glæpa- manninum. Það, að sonur hans hafði skrámur á andlitinu daginn eftir árásina, var látið heita svo, að hann hefði dottið af hestbaki. Hver hefði vogað sér að bendla hann við þvílík- an glæp. Eftir þetta litu allir niður á mig, ég var svívirt telpa úr fá- tækrahverfinu; ég hafði sjálf átt sök á þessu. Ef það kom fyrir, að ég í vera róóir á lei&inu mínu. fór á ball, vildi enginn dansa við mig. Ég var sendi á hvern sveitabæ- inn af öðrum, hvergi gat ég verið nema um stundarsakir, allsstaðar var litið á mig sem úrhrak. Svo kom hann, sem bjargvættur inn í líf mitt. Mér fannst hann bera af öllum vinnu- mönnunum á bænum, hvað hann sá við mig er mér hulin gáta. Að mín- um dómi gat hann fengið hvaða stúlku sem hann vildi, og svo vildi hann mig. Ef til vill hefur hann fund- ið, hve einmana og vonsvikin ég var og viljað vernda mig með ást sinni. í fyrsta skipti á æfinni kviknaði hjá mér vonarneisti. Hann var mér svo góður, eg elskaði hann svo heitt og innilega, enginn hafði verið góður við mig fyrr. Við töluðum um framtíð- ina, eins og háttur er elskenda, og hve ljúft það yrði að eyða ævinni saman, ég gleymdi öllu því illa. Um þetta leyti varð móðir mín veik og dó. Faðir minn var orðinn aumingi af ofdrykkju, svo mér fannst ég verða að annast hann, þrátt fyrir allt. Það varð því að samkomulagi okkar, að ég færi heim til föður míns, en kær- astinn minn færi til annars bæjar, þar sem hann gat fengið launað starf. Mánuði eftir að kærastinn minn fór, varð ég vör við að ég var orðin barns- hafandi. Ég skrifaði honum það strax. Hann skrifaði um hæl, að þá yrðum við að gifta okkur fljótt. Ég vonaði að það gæti orðið sem fyrst, svo að ég yrði ekki fyrir aðkasti enn á ný. Við ákváðum giftingardaginn, og hann hafði fengið íbúð handa okkur. En einhvern veginn dróst að fá þau skilríki sem þurfti, og fólkið í þorp- inu var farið að líta mig hornauga og þótt ég segði því að ég ætlaði að gifta mig bráðlega, var enginn sem trúði því. Mér var ekki vært lengur í þessum bæ. Svo skeði ólánið; ég eignaðist dreng tveimur mánuðum fyrir tímann. Vinkona mín, sú eina sem ég átti, sendi fyrir mig skeyti til kærasta míns. Og morguninn eftir kom sendill með stóran blómvönd af dökkrauðum rósum, fallegustu rós- um, sem ég hef séð, og svo voru þær frá HONUM. Einu blómin, sem ég hef fengið á ævinni. Ég grét af gleði, þar sem ég lá í rúminu og horfði á þessu fögru blóm, kveðju frá HON- UM. Drengurinn lifði aðeins tvo daga, blómin voru lögð á gröfina hans, það voru engin önnur blóm. Ég vonaði svo innilega, að faðir hans yrði við jarðarförina, en hann kom ekki. Ég skrifaði kærastanum mínum bréf, en fékk ekkert svar. Þegar ég hafði skrifað fimm bréf, kom póst- urinn einn dag og fékk mér stórt um- slag, í því voru öll mín bréf endur- send. Vinnuveitandi hans gat engar upplýsingar gefið um hvað orðið hafði af honum, fötin hans voru í herberg- inu hans, en hann var horfinn. Það var leitað að honum í hálft ár, án árangurs. Síðan hefur ekkert frétzt af honum. Enginn annar en hann hefur verið góður við mig. Ég hef oft verið að því komin að missa vitið af að hugsa um hann. Oft hefur mig dreymt, að hann væri kominn til mín, ríkur og mikill maður frá ókunnu landi. Ég hef farið fram úr rúminu á nóttunni og opnað fyrir honum, en hann kemur aldrei. Aldrei hefur neinn annar gefið mér blóm. Þess vegna eiga að vera rauðar rósir á gröf minni. Ég hef beðið grafarana að kaupa dökkrauðar, fallegar rósir, eins og þær einu, sem ég fékk í líf- inu. Fólki kann að finnast þetta hé- gómi, en mér er sama, það skulu rauðar rósir á leiðið mitt. Konur eru óskiljanlegar. Hlaupi maður á eftir þeim, móðgast þær, og hlaupi maður ekki á eftir þeim móðgast þær einnig. FRÚIN 57

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.