Frúin - 01.10.1963, Síða 59

Frúin - 01.10.1963, Síða 59
til frekari upplýsinga, t. d. í eitrun- artilfellum og eins ef menn ætla að fremja sjálfsmorð, þá verður að ganga fljótt úr skugga um hvaða efni hefur valdið slysinu. Ef leita þarf til lyfsálans sem afgreitt hefur með- alið, þá glatast dýrmætur tími, og einkum ef apótekið er lokað. Vit- neskja um heiti meðalsins, gæti ver- ið til mikils hagræðis fyrir annann lækni, sem kynni að vera sóttur til sjúklingsins af öðrum orsökum. Læknafélagið viðurkennir og að sum- ir sjúklingar ættu ekki að hafa vit- neskju um gerð meðalsins, slík vit- neskja kynni að hafa ill áhrif á geð- veikann sjúkling, eða sjúkling með banvænann sjúkdóm. í enn einu til- felli sem ekki væri æskilegt að sjúk- lingurinn hefði vitneskju um meðal- ið, en það væri það, að hann færi þá að gefa það öðrum, sem haldið væri að hefði sama sjúkdóm o. s. frv. Leyndardómur handabandsins! .... „Höndin er brú milli sálar og lík- ama,“ segir hinn nú látni læknis- fræði prófessor, Geza Révesz, í bók, sem er nýkomin út í Englandi, og heitir ,,Mannshöndin“. Hún er um hið óþekkta segulmagn og rafmagns- útgeislun frá höndum sumra manna. Meðal annars segir hann: „Allir þekkja það, er maður tekur í hönd einhvers, og verður var við, ýmist, samúð, viðbjóð, traust eða vantraust. Við segjumst verða vör við þetta með „eðlisnæmi (instinkt). Spyrjið blindann mann, hann slær alla út hvað lestur í lófa snertir. í bók sinni tekur prófessorinn all djúpt í árinni að því er snertir hend- urna. Hann vitnar í fjölda lærðra, til styrktar þeirri kenningu sinni, að sambandið milli heilans og handanna sé svo sterkt, að hægt sé að dæma sálarástand manneskju af höndunum. Hann fyrirlítur gáfu spákvenna og spámanna til að lesa í lófa, og stimpl- ar hana sem óvísindalega. Aftur á móti segir hann að hver og einn, geti greint hendur glæpamanns og gáfu- manns. Hann segir að eiginleikabreyting- ar manneskju, endurspeglist í hönd- unum. í bók sinni minnist hann einn- ig á næmleika þeira manna, sem finna vatn neðanjarðar með pílivið- arkvisti, er hefur áhrif á næmar hendur þesara manna. * JAFNVEL ALFTIIM ER EKKI ÖLL ÞAR SEM HIJIM ER SÉÐ. HÚN GETUR VERIÐ BÆÐI GRIMM DG ÁRÆÐIN. AÐ fer ekki á milli mála, að ís- lenzka álftin er föngulegur fug) og stolt íslenzku öræfanna. En þó er það þannig með hana, eins og svo marga aðra, bæði menn og skepnur, að hún er ekki öll þar sem hún er séð. Hvern skyldi gruna, sem sæi álftahjón syndandi á bláu heiðar- vatni á fögrum sumardegi, að um þá fugla væri hægt að segja jafn- kaldrifjaða sögu og þá, sem hér er færð í letur og er sönn. Eins og frá- sögn sú, sem hér fer á eftir ber með sér, vildi það til fyrir 25 árum, að íslenzk álftahjón voru nærri orðin völd að miklum harmleik í afskekkt- um fjalladal á Vesturlandi, er minnstu munaði að þau yrðu sögumanni, sem er kona, og yngri systur hennar, ásamt hundi þeirra, að bana. Ritstjóri „Frúarinnar“ hefur skráð þes,sa frá- sögn, en konan, sem söguna segir, hefur óskað þess, að nafns hennar yrði ekki getið að sinni. Og hér er frásögnin: Við áttum heima í sveit, og þá var það enn algengt, að fólkið fengi sér rökkurblund. Þá notuðu unglingarnir tækifærið að skjótast út til leikja, ýmist með skauta eða skíði, eftir því sem veðráttan leyfði. Bærinn ,stend- ur i dal og frammi í dalnum er stórt vatn, sem sést þó ékki frá bænum, vegna þess að holt og leiti ber á milli. Frá bænum fram að vatninu er 10—15 mínútna gangur. í frost- um var hið ákjósanlegasta skauta- svell á vatninu, en fullorðna fólk- inu var illa við að krakkarnir færu þangað án fylgdar einhvers fullorð- ins, vegna þess að á féll í vatnið og úr því og mynduðust vakir við báða ósa og stundum langt úti á vatn- inu. Við vorum mörg, sy.stkinin, og þess vegna kom það af sjálfu sér, að einhver stálpaður var alltaf í fylgd með krökkunum, þegar farið var á skautum á vatninu. Veturinn, sem ég var 12 ára og yngsta systir mín 10 ára, var eitt- hvað óvenju mannfátt á heimilinu, að minnsta kosti vorum við einu börnin, að talið var, því þá var næsta systir fyrir ofan mig í aldúrsröð 14 ára og fermd og samdi sig eftir ferm- inguna algerlega að háttum fullorðna folksins og leit ekki við okkur; ég held jafnvel að hún hafi þá farið að leggja sig í rökkrinu, eins og það. Þetta var einhvern dag í febrú- ar. Fólkið hafði lagt sig í rökkrinu, ems og venjulega. Ég og systir min akváðum þá að fara á skauta, því frost hafði verið og glær ís yfir allt. Við byrjuðum á smápollum á túninu, en þóttu þeir ekki nægilegt skemmti- legir til að renna okkur á, enda vor- um við alltaf komnar upp á gras aft- ui, ef við náðum einhverjum skrið. Við ákváðum nú að fara fram á vatn og það gerðum við, án þess þó að biðja um leyfi. Tíkin okkar, hún Táta litla, trítlaði með okkur. Táta var að mörgu leyti sérkennilegur og gáf^'' - ’ " aður hundur. En hún var alltaf frem- ur pasturslítil og meira fyrir það að leika ,sér með krökkunum en fara til fjárins með fjármanninum. En okkur þótti ákaflega vænt um hana og hún yfirgaf okkur sjaldan. Þegar við komum að vatninu, sá- um við strax, að stór vök var frá fremri árósnum og langt út á vatn, og á þessari vök syntu tvær álftir. Við settum á okkur skautana og renndum okkur um ísinn, en héld- um okkur þó alltaf vel frá vökinni. Táta var alltaf í kringum okkur og skemmti sér ágætlega. Við vorum þarna góðan tíma, og svo kom að því, að við ætluðum að halda heim- leiðis. Við renndum okkur að bakk- anum og leystum af okkur skautana. En rétt þegar við vorum að enda við það, bárust okkur til eyrna held- ur ámátleg hljóð. Við rukum á fæt- ur til að athuga hverju þetta gegndi, og var það ófögur sjón, sem mættí augum okkar. Tíkin hún Táta hafði, meðan við vorum að taka af okkur skautana, hlaupið út á vatnið nokk- uð langt frá okkur og þar höfðu álft- irnar ráðist á hana og hröktu hana nú á undan sér með miklum látum í áttina til vakarinnar. Þetta var hryggileg sjón. Tikin emjaði og gól- aði af sársauka og hræðslu, en kom engum vörnum við. Hún leit til okk- FRÚIN 59

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.