Frúin - 01.10.1963, Page 64
Hún dó ekki ráðalaus. Hatta-
askjan hennar var orðin illa
farin. Hún átti afgang af drakt-
arefninu og klæddi öskjuna með
því. Eins niá fara að með gaml-
ar ferðatöskur. Má að sjálf-
sögðu nota hvers konar efni
t. d. skinn.
Hér er hugmynd fyrir ykkur ungu stúlkur,
sem hafið ferðast í sumar. Flestir koma heim
með ýmsa minjagripi. Þessi stúlka límir þá
á spjald, og rammar þá inn. Þar af leiðandi
hefur hún endurminningarnar ljós-lifandi
fyrir sér daglega. Auðvitað er ekki ætlast til
að svona mynd hangi meðal merkra mál-
verka. En í stúlknaherbergi finnst sjálfsagt
einhver kimi sem er heppilegur fyrir mynd-
ina.
Spakmæli.
Eiginmenn eru eins og frækorn, maður veit aldrei hvar
þeir hola sér niður.
Flestar konur reyna að breyta mönnum sínum, en ef
þeim tekst það, verða þær leiðar á þeim.
Marlene Dietrich.
Vondur er kjaftagangurinn um mann, en verri er þögein.
Hæstu fjöllin eru eigi ætíð þau fegurstu en ætíð þau köld-
ustu, þegar upp á eggina kemur.
FRÚIN
Útgefandi: Heimilisútgáfan.
Ritstjórar: Magdalena Thorodd-
sen, sími 17708, og Guðrún
Júlíusdóttir, sími 11658.
Auglýsingastjóri: Emelía Hún-
fjörð, sími 17333.
Auglýsingar og afgreiðsla:
Grundarstíg 11.
Símar: 15392, 11658.
Áskriftargjald kr. 240.00 (12
blöð), í lausasölu kr. 30.00
eintakið.
FÉLAGSPREN'i'SMIÐJAN H.F.
Vegir
Hins
Vitra
Birting Ieyndardómsins.
Þegar við skyggnumst eftir því,
festum við ekki sjónar á neinu, og
köllum það þess vegna litlaust.
Þegar við hlustum, heyrum við
ekkert, og köllum það þess vegna
hljóðlaust.
Þegar við þreifum, festum við
ekki hönd á neinu, og nefnum það
þess vegna ónáanlegt.
Þessi viðhorf, sem verða ekki
skynjuð, eru okkur ímynd hins Eina.
Það er ekki ljóst að ofan, ekki
myrkt að neðan. Óþrotlegt í starfi
sínu, og verður ekki orðfest; það
hverfur aftur í tilvistarleysið. Það
er form hins formlausa, birting hins
dulda, hyldýpi leyndardómsins.
Allar stærðir og gerðir af sængum,
koddum, svæflum og púðum.
— Sendum gegn póstkröfu —
FANNÝ BENÓNÝS,
Sími 16738.
FRÚIN