Stígandi - 01.07.1945, Side 5
Ritstjóri:
BRAGI SIGURJÓNSSON
Algreiðslumaður:
JÓN SIGURGEIRSSON
Rlapparstíg 1 — Akureyri
Sími 274 — Pósthólf 76
STIGANDI
Júlí-Sept. 1945 - III. ár, III. heíti
„ÞAÐ ER SVO MARGT,
EF AÐ ER GÁÐ —"
ViðburSaríkt sumar
Að vinna friðinn
Eflaust verður liðins sumars lengi minnzt í
sögunni sem einhvers þess atburðaríkasta, er
yfir jörð vora liefir gengið. Helveldi nazismans er brotið á bak
aftur og þeirri martröð, sem hvílt hafði á þjóðum Evrópu, létt af.
I.oks undir sumarlokin tekst svo að hnekkja blóðveldi Japana og
ríður þar baggamuninn ný uppgötvun, sem talin er fela í sér geysi-
lega framfaramöguleika fyrir mannkynið: beizlun kjarnorkunnar.
Oss finnst eins og runnið liafi fagur dagur eftir langa og ömurlega
nótt. Þótt vér íslendingar höfum ekki verið stríðsaðilar, þá mun-
um vér ekki hafa fagnað friði af minni hjartans gleði en aðrar
þjóðir, því að oss er nær óskiljanlegt, að þjóðir skidi nokkurn
tíma beita vopnavaldi.
En þótt vopnaviðskiptum sé hætt, eru þó ekki
allar blikur af lofti. Enn er eftir „að vinna
friðinn“, eins og farið er að kalla það. Enn eiga þjóðirnar eftir
að gera upp reikningana við sig sjálfar og um ýmislegt liver við
aðra. Hvernig verða þau reikningsskil? Verður ekki hið blinda
hatur enn um sinn mikils megandi í þessum óhamingjusömu
löndum, sem troðin liafa verið járnhæl herguðsins? Svo mun oss
virðast, sem staðið liöfunr utan sárasta leiksins, en vér skulum
minnast þess, að það er ekki vort að dæma. Hins vegar ættu þær
þjóðir, sem eitur beiskjunnar og hatursins hafa ekki eins þurft
að drekka, að taka höndum saman og reyna að orka á það, að
réttlœtið setjist á dómstólana, en ekki hefndin. Vér skiljum ekki
það „réttlæti", sem felst í því, að Þjóðverjar séu reknir áfram við
ruðningsstörf í þýzkum borgum, unz þeir hníga hungurmorða
niður. Þetta mun lieita auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, en
12*