Stígandi - 01.07.1945, Síða 7

Stígandi - 01.07.1945, Síða 7
STÍGANDI „ÞAÐ ER SVO MARGT, EF AÐ ER GÁÐ —‘ 181 andi ríki í hvorum ílokki eru Bretland og Rússland, sem bæði virðast reka heimsveldisstefnu, Bretar til að verja fengna hags- muni, Rússar til að ná hagsmunum, sem þeir telja sér nauðsynleg vaxtarskilyrði. Þeir heimta aukið „Lebensraum" ríki sínu. Enginn minnist nú á Eystrasaltsríkin litlu, sem Rússar liafa innlimað, sennilega heyrist ekki framar um þau getið, enda ekki um það blöðum að fletta, að hvaða ríki, sem væri, í sporum Rússa, þætti þau illa fyrir sér eins og lega þeirra er. En hinu verður heldur ekki neitað, að þetta eru sérstakar jrjóðir. Þrátt fyrir Jrau átök, sem leynt og ljóst fara fram milli Rússa og Breta og munu eiga eftir að verða, \ irðast báðar Jrjóðirnar hafa vilja á að komast að góðu samkomulagi, og sanngjarnt er að við- urkenna, að sumt Jrað, sem Vestur-Evrópubúar eiga illt með að sætta sig við í framkomu rússnesku stjórnarinnar, kann að stafa af tortryggni meir en ráðnum yfirgangi. Það þarf ekki að lýsa Jdví, hvílíka geysiþýðingu það hefði fyrir farsæld álfunnar allrar, ef Jæssar tvær miklu þjóðir geta komizt að góðu og varanlegu samkomulagi um ágreiningsmál sín, og að því ber liverjum vel- viljuðum hug að vinna með óskum sínum og starfi. _ , , En Jx>tt margt sé óráðið hér í álfu, er þó enn fleira Gatan 1 austri , , , . , . , T , ... 1 oraðið 1 Asiu, jxitt Japamr haii verið sigraðir. Kína lilýtur að vera mjög lamað eftir 9 ára styrjöld, og er auk þess sjálfu sér sundurþykkt. Bandaríkin liafa lagt nrest til, að sigurinn ynnist. Rússland sýnist hafa hug á að bæta aðstöðu sína austur Jiar. Bretland, Holland og Frakkland munu engu fús að sleppa, sem Jrau áttu fyrir Jiar austur frá. Asíumálin munu því áreiðan- lega verða vandkljáð, svo að sem árekstraminnst verði. Svo virðist sem Rússar og kínverska stjórnin í Chungking liafi þegar samið eitthvað um mál sín að norðan, og að sennilega hafi Rússar tryggt sér Jiar ýmis fríðindi gegn Jrví að draga úr stuðningi sínum við kínverska kommúnista, a. m. k. í bráð.1) Ýmsir óttast, að fyrr eða síðar muni draga til átaka með Banda- ríkjunum og Sovét-Rússlandi, hagsmunir þeirra rnuni rekast svo harkalega á. Verði svo, mun ægilegra stríð geisa en nokkru sinni hefir Jrekkzt, svo gífurlegur er styrjaldarmáttur þessara þjóða beggja. En er þetta annað en svartsýni? Hafa þjóðirnar ekki fengið svo rækilega heim sanninn um bölvun ófriðarins, að þær forði Jrví að láta tortryggnina vaxa, unz djöfull styrjalda hleypir öllu í bál? Það mun von alls almennings í öllum löndum. 1) Nú hafa borizt fréttir þessu til staðfestingar. — ISr. S.

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.