Stígandi - 01.07.1945, Síða 10

Stígandi - 01.07.1945, Síða 10
184 ,ÞAÐ ER SVO MARGT, EF AÐ ER GÁÐ STÍGANDI eiga greind og manndóm til. Þeir hafa sem sé steytt á sama sker- inn og stjórnarliðar: sérhagsmununum. Þeir hafa rekið andróður sinn eins og þeir álitu sér hagfelldast til kjósendaöflunar, en ekki með hagsmuni alþjóðar fyrir augum. Þeir hafa aðeins séð ávirð- ingarnar, en ekki a. m. k. viljað viðurkenna það, sem vel hefir verið um stjórnina. Slíkur andróður er ekki menningarlegur, þar með er ekki sagt, að blaðamennska Framsóknarflokksins sé nokkru lélegri en annarra flokka hér. „Það er hægt að ljúga oft að kjósendum, en það er ekki hægt að ljúga öllu að þeim alltaf" íslenzkur almenningur þráir öryggi, menningarleg lífsskilyrði, frjálsræði, menntun. Þessu hefir honum í raun- inni alltaf verið lofað af öllurn flokk- úm, en enn þá er langt frá, að allir hafi öðlazt slíkt. Hvar er efnalegt öryggi fjölmargra íslenzkra al- þýðumanna? Hvar eru menningarleg lífsskilyrði fjölmargra þegna þjóðfélagsins? Hvar er lrjálsræði margra fátækra? Hvar er mennt- un margra efnasnauðra? Einmitt á slíkum tímurn og m'i ganga yfir \erður eðlish\öt sú skörpust meðal einstaklinga, sem \ísar þeim rétta veginn frant. Vér getum Jrví búizt við ýmsum óvæntum viðburðum í íslenzku Jrjóðlífi á næstunni. Kannske eiga íslenzkir kjósendur eftir að taka rögg á sig og segja skýrt og skorinort við stjórnmálaflokkana: Burt með hrossakaupin! Niður mcð sérhagsmunaklíkurnar! Ekkert baktjaldamakk lengur! Svikalaus framkvæmd kosningaloforða! Mikil blessuð loftslagsbreyting yrði þá hér á landi! 20. ágúst 1945. Br. S.

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.