Stígandi - 01.07.1945, Síða 14
188
ÞORSTEINN M. JÓNSSON SEXTUGUR STÍGANDI
auðnaðist honum að eiga stóran lilut að æskilegustu úrlausn
margra merkra mála, er miklu liafa skipt fyrir hag og menningu
allra landsmanna. Má þar tilnefna skólamálin, launa- og réttinda-
mál barnakennara, þjóðleikhúsmálið og sjálfstæðismálið.
Að öðru leyti verður ekki rakin hér þingsaga Þorsteins M. Jóns-
sonar.
Árið 1921 fluttist Þorsteinn til Akureyrar.
Sú ráðabreytni var hvorki flótti frá erfiðleikum né breytinga-
girni. Hún var óumflýjanleg nauðsyn hugsjónamanninum, sem
stefndi að ákveðnu marki.
Hann er bóndi, kennari, kaupfélagsstjóri og þingmaður og
gegnir mörgum öðrum trúnaðarstörfum, liann nýtur trausts og
virðingar, s\o að segja má, að hann sé héraðshöfðingi. Flestir
æskudraumar hans um störf í þjónustu menningar og. umbóta
eru orðnir að veruleika, j)\ í að allt Jætta er menningarstarf. Og
verkefnin eru óþrjótandi fyrir hendi. Eins \’ar j)ó vant um starfs-
skilyrði. En þótt ol't megi takast að skapa þau, verður J)að ekki
ávallt.
Menningarþjóð þarf starfskunnáttu og tæki til að afla lífsnauð-
synja, og hún þarf skóla og bækur til að auka þekkingu sína og
menningu. Útgáfa góðra bóka er voldugur þáttur í menningar-
starfi.
Þorsteinn hafði ungur að aldri skilið gildi góðra bóka fyrir
menntun þjóðarinnar og ákveðið að gerast bókaútgefandi, þegar
kostur gæfist. Á þann hátt gat hann í raun og veru verið kennari
alþjóðar. En skilyrði til bókaútgáfu eins og hann hal'ði hugsað sér
framkvæmdir, voru ekki nema á tveim stöðum: á Akureyri og í
Reykjavík.
Hann valdi Akureyri.
Þar fékk hann kennarastöðu við barnaskólann. Hann keypti
Bókaverzlun Sigurðar Sigurðssonar, hóf bókaútgáfu sína, og jafn-
l’ramt J)essu stundaði hann búskap í grennd við Akureyri.
A fáum árum urðu Jæssi fyrirtæki svo umfangsmikil, að hann
varð að selja bókaverzlun sína, sem J)á hafði stækkað að miklum
mun; enda hafði hann mörgum trúnaðarstörfum að sinna, er oft
reyndust tímafrek.
Bókaútgáfa Þorsteins er mikið fyrirtæki og merkilegt. Hún er
mesta útgáfufyrirtæki utan Reykjavíkur. Hann gefur ekki annað
út en J)að, sem vænta má að hafi menningargildi. Og J)ó að út-
gáfa bóka hans gefi sennilega í heild sæmilegar tekjur, þá er út-