Stígandi - 01.07.1945, Page 17

Stígandi - 01.07.1945, Page 17
STÍGANDI ÞORSTEINN M. JÓNSSON SEXTUGUR 191 kvaddur til að leysa vinnudeilur og hefir honum ávallt tekizt að koma á samningum og þannig afstýra verkföllum. Má af þessu nokkuð ráða um traust það, er bæði atvinnurekendur og verka- fólk bera til hans um óhlutdrægni og sjálfsvirðingu. Gott er Þorstein heim að sækja, því að hann kann vel gestum að fagna í sínum rúmgóðu og fagurbúnu húsakynnum. Og marg- ur á erindi á ltans fund, bæði í sambandi við aðalstörf hans og einnig til að leita ráða hans um einkamál. Glöggskyggni ltans og hugkvæmni til úrræða bregzt ekki. „Ég kem ætíð af fundi Þorsteins M. Jónssonar glaðari og hress- ari en ég þangað fór og með aukið sjálfstraust, starfsþrek og áhuga,“ sagði einn af vinum Þorsteins nýlega. „Því veldur meðal annars hans bjarta karlmannslund." Þegar hann hefir leitt gestinn inn í sitt mikla bókasafn og skrif- stofu sína, er auðséð, að Jrar kann hann vel við sig, Jrví að bæk- urnar eru, á vissan hátt skilið, hluti af honum sjálfum. Talið berst að ýmsu: drengskap og dáðum forfeðranna, speki- orðum þeirra, eða vizkunni í þjóðtrú og spásýnum. Svo kunnuglega fer hann um fræðaheima fornbókmenntanna og þjóðsagnanna sem smalar fyrri daga um heimahaga sína og nemur skarpsýnum augum menningarleg verðmæti þeirra fræða. En hvað sem um er rætt, kemur alltaf í ljós, að skóla- og upp- eldismálin — mpnningarmálin í víðtækasta skilningi — eru heit- ustu hugðar- og áhugamál Þorsteins. Hann trúir á sigur lífsmáttarins og ljóssins. Hann treystir ís- lenzku æskufólki til að varðveita sinn glæsilega menningararf frá liðnum kynslóðum í skjóli sannarlegs frelsis. Hann mótmælir því, að íslenzk æskumenni yfirleitt séu á glapstigum eða beri merki hnignandi stofns. Sagt var hér að framan, að Þorsteinn kynni vel að fagna gestum. Ekki skyldi þó honum einurn þökkuð rausn og hlýja í heimili hans, Jrví að hendur konu Iians, frú Sigurjónu Jakobsdóttur liafa föngin framreitt og eldinn á arin borið. Frú Sigurjóna er ættuð úr Þingeyjarsýslu, fríðleikskona mikil og vel gefin. Hún er kunn orðin fyrir leikstarf sitt, sem hún hefir stundað um margra ára skeið. Söngvin er hún ágætlega og hefir tekið mikinn Jiátt í sönglífi bæjarins. Listhneigð Itennar og lista- skyn birtist í mörgu. Gestur, er um tíma dvaldi á heimili Jreirra hjóna, dáðist mjög að bókmenntasmekk frú Sigurjónu og öruggu minni, og ljóðakunnátta hennar sagði hann að vera mundi fágæt.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.