Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 19
SKÓLARNIR OG NÁTTÚRUFRÆÐIN
Eítir STEINDÓR STEINDÓRSSON
ÞAÐ hefir verið sagt um oss íslendinga og ekki að ástæðulausu,
að vér værum lítt lmeigðir til náttúrufræðiiðkana og- hefðum
lítinn hug á að fræðast um þau efni. Það er athyglisvert, hversu
fáa náttúrufræðinga ísland hefir eignazt í samanburði við fræði-
menn á öðrum sviðum. Einnig er það talandi tákn um það, sem
lielzt er lesið í landinu, hversu fáar bækur náttúrufræðilegs efnis
koma út í hinu árlega bókaflóði, er yfir landið streymir. Það er
lieldur ekki mikið af rúmi tímaritanna, sem fórnað er náttúru-
fræði, þegar Andvari er undánskilinn. Þetta var skiljanlegt fyrr-
urn. Enda þótt land vort sé flestum öðrum löndum girnilegra til
fróðleiks náttúrufróðum mönnum, þá liggur sá fróðleikur ekki
opinn, nema athugandinn Itafi getað aflað sér nokkurrar undir-
stöðuþekkingar, og liana var hvergi að fá hér á landi fyrr á tímum.
Það var miklu auðveldara fróðleiksfúsum og hnýsnum mönnum
að fást við sögufróðleik, ættartölur eða að ráða torskilda fornvísu
heldur en skyggnast um á sviði náttúrufræðinnar, og því eðlilegt,
að þeir hneigðust inn á þær brautir. En nú er ekki lengur um það
að sakast, að náttúrufræði sé ekki kennd í landinu. Skólar eru
margir, auk barnaskólanna, sem öll börn landsins nema í, og í
þeim öllum er náttúrufræði kennd. Það má því segja, að leikum
og lærðum gefist sá kostur á aðkynnastfrumatriðumfræðaþessara,
sem nægja má til að vekja hug þeirra á þeim og gefur þeim rnögu-
leika til að hlaða ofan á þá undirstöðu, sem skólarnir leggja með
sjálfstæðum athugunum. F.n samt er það svo, að enn er furðufátt
áhugafræðimanna í náttúrufræði, bæði rneðal lærðra og leikra,
og Iiitt sem verra er, þekking almennings er minni en vænta mætti
og viðurianlegt er.
Þess verður einnig vart í skólunum, að áhugi nemenda á nátt-
úrufræði er minni en ætla mætti í fljótu bragði. Það er ekki óal-
gengt, að menn heyri nemendur spyrja, hvers vegna eigurn við að
læra náttúrufræði? Eágætt hygg ég það sé, að nemendur spyrji
þannig, ef um er að ræða nám erlendra mála, enda þótt þeir kom-
izt ekki lengra í þeim en að fá numið frumatriði þeirra. Fjarri sé
13