Stígandi - 01.07.1945, Side 22

Stígandi - 01.07.1945, Side 22
196 SKÓLARNIR OG NÁTTÚRUFRÆÐIN STÍGANDI ast ótrúlega langt með litlum efnum. Frumskilyrðið er, að skól- arnir leggi til húsnæðið og nauðsynlegustu áhöld, ásamt nokkrum handbókum. Muna til safnsins er unnt að afla með því að kennar- inn gerir á hverju vori skrá ylir það, sem vantar, og felur síðan nemendum að safna sinni Ógninni hverjum, eftir því sem honum bezt hentar, og gæfi þeim um leið leiðbeiningar um söfnunarað- ferðir, jafnframt því sem skólinn legði til þau einföldu tæki, sem til þess þarf, að svo miklu leyti sem nemendur ekki gætu og vildu leggja þau sér sjállir til. Einum nemanda yrði þannig falið að sal'na landplöntum, öðrum t. d. þörungum, þriðja sjávardýrum, fjórða skordýrum, fimmta steinum o. s. frv. Þegar svo allt væri heimt á haustin, yrðu náttúrufræðitímarnir æfingatímar í því að vinna úr söfnum þessum, nalngreina þau og raða þeim. Síðan væru munirnir ætíð tiltækilegir, þegar um hlutina er lesið í náms- bókunum. Ekki þyrl'ti að óttast svo mjög, þótt eitthvað gengi úr sér, því að með þessu móti yrði alltaf hægt að bæta í skarð þess, sem forgörðum færi. Og jafnframt æfingasafninu mætti þá einn- ig koma upp geymslusafni til samanburðar og sýningar. Með þess- um hætti ynnist tvennt: í fyrsta lagi fengju nemendurnir þarna viðfangsefni til vetrarnámsins, sem vel er lagað til að efla jiekk- ingu þeirra, en hitt er þó ef til vill meira um vert, að við jætta litla, sjálfstæða starf mundi áhugi margra vakna, af því að ])eir fyndu, að Jreir væru sjálfir að skapa ofurlítið nýtt og styðja að skóla sínum og starl i hans á annan hátt en j).ann venjulega, að vera þiggjendur orðsins. Og þegar áhuginn er vakinn, efast ég ekki um framhaldið. Erlendis er það títt, að áhugamenn úr öllum stéttum leggja fram skerf til rannsókna á löndum sínum. Hvergi er meiri þörf slíkra liðsmanna en hér, jtar sem landið er stórt og lítt rann- sakað, en stétt atvinnunáttúrufræðinga hlýtur alltaf að verða fá- menn. En til Jæss að styrkja slíka starfsemi, er þörf góðra rita í líkingu við „Flóru Islands“ og dýrabók Bjarna Sæmundssonar, eti ég efast ekki um, að þær muni einnig koma, jregar þeirra er jrörf. Ég heli nú drcpið á eitt atriði, sem ég hvgg, að gæti orðið til efl- ingar náttúrufræðikennslunni í skólunum og um leið jtekkingu manna almennt í jtessum fræðum. Ef til vill fæ ég síðar gert nokkrar tillögur um skiptingu náttúrufræðinámsins í skólunum, og um námsefnið í heild í ýmsum skólum landsins, en á því sviði er brýn þörf umbóta og breytinga.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.