Stígandi - 01.07.1945, Page 24

Stígandi - 01.07.1945, Page 24
198 SÝNIR STÍGANDI Nú er blóð mitt blandið orðið beisku eitri vændiskvenna, — við sjólfan kölska kaupskap ótti ég. — Kysstu, Lísa, hinn feiga munn! Kom með þína töfra til mín, tötrum klædda Marja-Lísa! . . . .Ertu þegar farin frá mér, fallið lífs míns tjald til hálfs? .... O, hve rödd þín áður líktist engjablóms, að mýkt og hljómi. — Nú er húmsins ógn mér opin, auð og tóm — sem gröf mín sjálfs. Marja, ó, nú að mér sækja ógæfunnar grimmu hundar, óðir, soltnir, ólmir hundar, sem aldrei veita hvíld né ró! Heyrðu ýlfrið ógnum blandið, — elt þeir hafa mig á röndum, leitað mín í limsins þykkni, læðzt sem draugar gegnum skóg. — Lísa, syngdu sólskinsljóðið, söng þinn hræðast illar vættir, -----skýldu mér í skauti þínu, nei, skarni hyljist líkaminn! . . Ertu farin, fékk þér sorgar feigðarskelfing augna minna? . . . .Kveiktu, Marja-Lísa, ljósið, ljá mér, þyrstum, bikar þinn! . . III. Hver ert þú í hvítum skrúða? — Hvert er Marja-Lísa farin? — Ert þú prinsinn söngs og sagna, er sorgarbarnsins hæðir stig?

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.