Stígandi - 01.07.1945, Page 26

Stígandi - 01.07.1945, Page 26
VAR ÞAÐ MOÐURASTIN? Eftir THEODÓR GUNNLAUGSSON [Eftirfarandi saga gcrðist uppi á víðállumikilli, óbyggðri Iiciði, scm ncfnist Búrfcllshciði. Liggur hún á milli Þistil- fjarðár að norðan, cn Hólsfjalla að sunnan. Milli byggða cr vegalengd, sem næst 50 km.] AÐ var seinnipart dags um miðjan júní, sem við S'igvaldi Jr frændi minn og vinur vorum á heimleið úr 18. grenjaleitinni okkar um hina víðáttumiklu og heillandi Búrfellsheiði. Við vor- um svefnlitlir og [neyttir og í þetta sinn höfðu ekki tjarnir og \ t)tn endurspeglað hin fjölbreyttu litbrigði júnínæturinnar, þegar sólroðinn og gróandinn klæðir fjöllin sínu fegursta skarti. í þetta sinn höfðum við ekki heldur heyrt hinn hreimfagra og kröftuga ástaróð himbrimanna yfir blikandi silungsvötnum. C)g síðast en ekki sízt voru það svanaljóðin fögru, — englasöngur óbyggðana, — sem nú hljómaði ekki nema stöku sinnum. En hver sá ferðamað- ur, senr dvelur eina kyrrláta, sólroðna júnínótt í Búrfellsheiði, tnun fyrst og fremst með aðstoð þessara töfrasöngva geta skilið, hve mikinn unað og sælu og kraft óbyggðir íslands fela í skauti sínu. Við Sigvaldi frændi minn stefndum í norðvestur, á hið fagra f ja.ll, er rís upp úr miðri heiðinni og heiðin dregur nafn af. Heitir það Búrfell. Vestan undir því norðan til er gangnamannakofi og er hann ætíð kallaður Búrfellskofi. Þangað stefndum við í von um hressingu og hvíld fyrir okkur og hestana, ef veður færi batn- andi. Um daginn og nóttina hafði verið norðan hvassviðri með ln íðar- éljurn, svo að allar tjarnir og vötn voru úfin og yggld á brá. Úr hádegi fór að kyrra öðru hverju og rofaði þá til sólar, en þess á milli komu enn þá snarpari haglél. Leið okkar lá fram hjá ofurlitlu vatni og sáum \ ið þar álft á dyngju einni. En ekki var það hún, sem dró okkur úr beinni leið, heldur lækurinn, sem rennur úr vatninu, því að í honum höfð- um við stöku sinnum náð í fallega silunga í soðið. Þangað stefnd- um við því nú í von um að ná í minnsta kosti einn handa Sigvalda, því að það var hans uppáhaldsréttur í svona útlegð.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.