Stígandi - 01.07.1945, Page 28

Stígandi - 01.07.1945, Page 28
202 VAR ÞAÐ MÓÐURÁSTIN? STÍGANDI nijög' fjörugur. Höfðum við nú hestaskipti, því að hesturinn, sem ég sat á, var latur undir venjulegum kringumstæðum eins og hesturinn, er bar farangur okkar, og áttu þeir því betur saman. Við töfðumst við að lagfæra á hestunum, en það tókst furðu vel, eftir að svartbakurinn var kominn ofan í poka. Og á næsta spretti voru hestarnir viljugri en nokkru sinni áður. ,,Sjaldan er ein báran stök,“ og svo reyndist okkur hér. Við vorum ekki svipað því búnir að liafa mesta fjörið úr hest- unum, þegar við komum að læk, er rann eftir djúpum nrýradrög- um, og án þess að hika ætlaði hesturinn, sem ég sat á, að halda sprettinum yfir lækinn, og aftraði ég honum ekki fyrr en ég heyrði snjallt viðvörunarkall félaga míns, er var nokkuð á eftir mér. „Varaðu þig! Varaðu þig!“ En það var um seinan. Þegar hesturinn hóf sig til stökks yfir lækinn, sökk hann með afturfæturna upp að k\ iði í gljúpan lækjarbakkann, en sat fastur með framfæturna á kafi í hinum bákkanum og brauzt um. Á augnabliki Iienti ég frá mér því, sem ég liélt á, og steyptist um Jeið fram af hestinum, en velti mér frá honum, svo að hann spark- aði ekki í mig, ef hann rifi sig upp úr. Það stóð heldur ekki á því, þótt ég sæi það illa fyrir blautri mosatusku, er hann sparkaði frarnan í mig og lenti hún með afli á nefinu. Fengu því augun vel útilátinn skerf. „Meiddir þú þig ekki, frændi? Þetta var ljótt að sjá,“ sagði félagi minn, sem hafði getað stillt sína hesta nógu snemma. „Nei, nei! En hvað varð af byssunni?" sagði ég og nuddaði úr augunum. Sá ég hana þá fljótt þar, sem hún stóð eins og prik rétt aftan við mig í lækjarbakkanum með hlauj)ið að hálfu leyti á kafi í mosanum. „En silungurinn, silungurinn?" luópaði frændi minn og var sambland af söknuði og kvíða í röddinni. Á þessu augnabliki hafði ég steingleymt silungnum. Ég stökk að læknum og mér til mikillar skapraunar sá ég, hvar hann var að sogast niður í djúpan pytt þar skammt norðan við. „Hérna er hann að hverfa niður,“ hrópaði ég. Kom þá Sigvaldi, sem þarna var þaulkunnugur, í sprettinum, og með byssuna í hendinni. Næstu augnablik voru í öllu falli honum mjög þýðingannikil,

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.