Stígandi - 01.07.1945, Page 31

Stígandi - 01.07.1945, Page 31
STÍGANDI VAR ÞAÐ MÓÐURÁSTIN? 205 veg, en við bjuggumst við. Ótti hinnar ungu móður hafði orðið ástinni yfirsterkari. Næsta vor, þegar við Sigvaldi frændi minn vorum þarna á ferð- inni, síðla dags, var stafalogn, heiður himinn og sólskin. Fegurð náttúrunnar og fuglasöngurinn var í samræmi við hið töfraþrungna júníkvöld. Hvar sem við fórum, bárust til okkar hinir samstilltu, fögru tónar svananna, ýmist lengst úr fjarska eða þá frá næstu tjörn eða vatni. Allir báru jreir vitni um alsælu og frið óbyggðanna. Aðeins þar var lífið frjálst og óttalaust, nægilega fjarri liinum hættulega manni, sem aldrei var hægt að treysta. í þetta sinn riðum við fót fyrir fót heim að Búrfellskófa. Við vorum í óvenjulega góðu skajú. Svo mikill var máttur þess milda og fagra kvölds, að hann gat látið aðra eins syndaseli og rnargra ára refaskyttur gleyma öllum hryðjuverkunum og fara að lmgsa og tala um æðri og betri tilveru. — Tilveru, sem þó var óravegu frá öllum refum og refaskyttum.--- Þegar við stigum af baki sunnan við stafninn á Búrfellskofa, varð okkur báðum litið á hurðina og dyrabúninginn. ,,Nei! — Nú var |>ar engin smuga. Engin smuga fyrir smáfugl, hvað þá stóru-toppönd. Nú hafði hún valið sér það h 1 ntskiptið, sem betra var, — úti í náttúrunni — fjarri öllum fjallakofum. Við opnuðum hurðina og svipuðumst um. Hvað lá þarna á gólfinu, nákvæmlega á sama stað og hreiðrið var í fyrra? Stóra-toppönd! Hvernig halði luin komið inn? Jú, þarna um gluggann á suðurstafni kofans, því að þar hafði neðri rúðan fallið burtu um veturinn. Við tókum upp öndina, og okkur til mikillar undrunar sáum við, að enn þá var dúnn eftir í hreiðrinu frá Jrví vorið áður og þrjú heil egg. Gangnamenn höfðu látið hreiðrið vera friðhelgt, eftir því sem þeir gátu, þótt þriingt væri þar inni. Stóru-toppöndina skoðuðum við mjög vandlega. Broddar flug- fjaðranna voru allir moldugir eftir margendurteknar, en árang- urslausar tilraunir að fljúga upp í gluggann. Hún var fremur lítil með skörpum litum um háls, brjóst og í vængjum og alveg óvenju- langan fjaðurtopp aftur úr hnakkanum. Inni í henni voru nokkur egg, sem höfðu verið byrjuð að Jrroskast. Það var ekki liægt að segja, að lnin væri mögur, og Jjað furðaði okkur mest. Allt benti til. að mjögstutt væri síðan, að hún hefði dáið. Við efuðumst ekki um, að þarna væri móðirin, sem flaug af eggjunum fyrir ári síðan.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.