Stígandi - 01.07.1945, Side 32
206
VAR ÞAÐ MÓÐURÁSTIN?
STÍGANDI
Var það hending, ein, að hún skyldi leggjast fyrir og deyja í
sama stað og hún lá á eggjunum sínum vorið áður? Var það
einnig tilviljun, að hún skyldi fljúga inn um gluggann? Á flótta
undan fálka væri hún miklu öruggari að henda sér niður á ein-
hvern lækinn eða tjörnina. F.ða — var það móðurástin, sem knúði
hana til að svipast eftir eggjunum sínum, — aleigunni —, sem
luin liafði misst?
í óbyggðum og öræfum þessa lands gerast oft hinir furðuleg-
ustu atburðir, sem sjaldan eru skráðir og erfitt er að skilja, nema
þeim einum, er lifa þá og leiddir eru af innri þrá eða knúðir af
utanaðkomandi öflum. —
Fegri grafljóð hefði enginn getað kosið sér en þau, sem bárust
inn um opna gluggann á Búrfellskofa og stóra-toppöndin hefir
hlustað á, þegar vornóttin ríkti með sölroða í fjöllum, hvíslandi
lækjarnið og mjallhvíta svani á blikandi vötnum, — þar til hana
sjálfa fór að dreyma um frelsið og vorið, unaðinn og ástina við
hlið rnaka síns, alveg eins og það var forðum og — ungana við
brjóst sitt. —
Máske þeir draumar hafi líka stytt henni kvalastundirnar og
þess vegna hafi hún vir/.t í dauðanum svona ung og svona fögur?