Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 34
NOKKRAR NAFNASKÝRINGAR
Eltir BJÖRN SIGFÚSSON
Gálmaströnd og Reistará
Galmi hét maður, er nam Galmaströnd, á milli Þorvaldsár og
Reistarár, segir Landnáma. Reistará (áin, síðar bæir tveir við
liana) hefir verið kennd við mann, er hét Reistur, sbr. Reist
Ketilsson, sem hyggði í Leirhöfn á Sléttu. Reistur er sama og
þvengur, þ. e. sá, sem af er ristur, líkt og Hemingur var sagður
sniðinn af húð einni forðum.
Nafn landnemans á ströndinni hefir haldizt við, en verið heygt
sterkri heygingu: Galmur. I Lönguhlíðarhrennu vorið 1197
hrann inni bóndi nrerkur af þessum slóðum, Gálmur Grímsson að
nafni. Onnur nafnmynd vestan lands er Galman, en lrefir líklega
skapazt af hlöndun við írska nafnið Kalman. En Gálmur er víst
norrænt orð, skylt gelmingur (gjallandi sverð?), Aurgelmir, Ber-
gelmir (jötnar), gemlir (örn, valur, e. t. v. stafavíxl á l og m, svo
að rótin að öllum orðunum sé gamall, Gamli). Þegar uppruni
orðsins var gleymdur eða mjög vafasamur orðinn og minnti þó
helzt á þursa, var Gálmsnafni útrýmt.
Á Kroppi og Klúku
Sá er kroppinn, sem boginn er saman, og að kreppa er sam-
stofna orð, skyldrar merkingar. Orðin kroppur og kryppa hafa
hæði þýtt hið sama, en skrokkur er yngri og afleiddari merking.
Bærinn á Kroppi í Eyjafirði stendur á hólkryppu mikilli og
dregur eflaust nafn af því. Shr. einnig þrælsheitið Kroppinhakur,
sem hendir til herðakistils, og so. krjúpa — kropinn, þar sem
kropinn rnaður er hæði á knjám og álútur. Að kroppa, híta gras,
er þessu ekki náskylt.
Klúka er smáhrúga. Stundum er nefháum hnökkum af gamalli
tegund gefið það nafn. Að klúka er að luika uppi á einhverju, sitja
þar ólögulega. A nokkrum stöðum á landinu er Klúka örnefni
eða bæjarnafn.