Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 36

Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 36
210 NOKKRAR NAFNASKÝRINGAR STÍGANDI bæjarnafnið að Ufsum dregið af landslagi þar. Orðið er einnig til í gotnesku (ubizva) og flestum germönskum málum (eaves á ensku = ufsir). Egill Skalla-Grímsson skaut eitt sinn eldibrandi í óvina- itús og upp undir ufsina, svo að þakið logaði (Egla, 46. kap.). Ufsa- dropar hétu í fornmáli þakdroparnir, og svo kveður Jón Helgason í alkunnu ljóði: Drýpur af hússins ufsum erlent regn. ókunnir vindar kveina þar við dyr. Úlfdalir og Kvíabekkur Úlfur víkingur og Ólafur bekkur fóru samskipa til íslands. Úlfur nam Úlfsdali vestan Siglufjarðar og bjó þar. Ólafur byggði í Ólafsfirði að Kvíabekk, og heitir fjörðurinn eftir honum. Heim- ild um þetta er Landnáma. Nú er að jafnaði sagt Úlfdalir, og Úlfá heitir bær inni í Eyja- fjarðardal, kennd við mann, sem heitið hefir Úlfur. F.kki er víst, að neitt s hafi verið í þessum orðum í öndverðu, þótt Landnámu höfundur hafi þann rithátt sakir landsvenju. Talið er, að Gaut- lönd í Mývatnssveit muni heitin eftir ntanni, en ekki Óðni (Gaut), og er ekki hægt að gera ráð fyrir, að þau hafi nokkurn tíma heitið Gautslönd. Kvíabekkur þýðir Kvíalækur. Orðið bekkur hefir jafnan verið fátítt í íslenzku og lifað þó. Því kveður Hallgrímur Pétursson: „Yfir um Kedrons breiðan bekk“ — og á við lækinn Kedton. Betra er að stilla í bekk en á, segir málsháttur, sent þýðir, að auð- veldara sé að stífla lækinn en ána. í sögum Tlieodóru segir: „. . . . á síðustu árum hennar var breiður bekkur milli okkar“. Að Sökkvabekk, sem var lækur með glymjandi unnum, dvöldust þau Óðinn og Sága, gyðja sögu og vísinda, og þaðan er kornið að kalla lindir vizkunnar Sökkvabekksbrunna. Brunnur er upphaflega lind, án mannvirkja, eins og örnefni sýna. Hugsanlegt er, að Ólafur „bekkur“ hafi liaft viðurnefnið af bæ í norskum átthögum sínum og kallað Kvíabekk eftir þeim bæ. Einnig má vera, að hann hafi ekki hlotið viðurnefnið fyrr en seinna og jafnvel dauður og verið kenndur við hinn íslenzka bæ sinn með fágæta nafninu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.