Stígandi - 01.07.1945, Síða 37
STÍGANDI
NOKKRAR NAFNASKÝRINGAR
211
Fnjóskadalur
Fnjóskur er sama og fauskur, feyskinn drumbur. Sama orð er
í sænsku (fnöske). Hnjóskur er önnur mynd þessa orðs. Fnjóska-
dalur er þá dalur Iiins feyskna skógar, fauskviðarins, sem þar hefir
staðið á landnámsöld. Fnjóskþurr er sama og gegnþurr. Fnjóskar
voru hafðir til að kveikja eld.
Fleira var en fnjóskar í öldnum skógum dalsins, þegar að var
komið í fyrstu. Þórir Ketilsson brimils nam Fnjóskadal, en flýði
Köldukinn. Hann dýrkaði lund stórvaxinn, sem hann fann, og
þar bjó hann að Lundi. Því trúðu menn, að himingoð vitjuðu oft
svo fagurra staða, og af því hófst þar dýrkun.
Nollur
Bær við Eyjafjörð austan megin heitir á Nolli, gamalt heiti og
rétt, því að fremur er gjóstsamt þar. Orðið nollur þýðir sama og
hrollur og er með sama framburði á U, þó að fáráðlingar kunni að
segja það á erlendan hátt. Oft er sagt: Það er nollur í mér. — Ein-
hverjum verður við noll, liggur við að skjálfa af kulda.
Kljáströnd
Kljásteinar eða kléar (ef. flt. kléa eða kljá) voru smásteinar til
að strengja vel'inn í gömlum íslenzkum vefstólum. Á Kljáströnd
við Eyjafjörð hafa verið tíndir kljásteinar í fyrndinni og eins að
Kljá (Kléá) í Helgafellssveit vestra.
M*