Stígandi - 01.07.1945, Page 40
SAGAN AF SUNNEFU FOGRU
Eítir ÞRÁIN
SIGRÍÐUR Sunnefa, nefnd Sigga Sunnefa eða Vitlausa-Sunn-
efa, kom gangandi þjóðveginn. Hún var klædd eins og venju-
lega: í mosalitaða vaðmálspilsinu sínu blettótta og skósíða, í
þröngri treyju, með mórauða þríhyrnu á herðum og hvítan ullar-
klút á höfði, það er að segja, hann hafði eitt sinn verið hvítur.
Sólin skein í heiði og það var steikjandi hiti, því að þetta var
í seinnihluta júlímánaðar. Hvarvetna á bæjunum gat að líta létt-
klætt fólk á túnum úti að töðuþurrki. Lognblár reykur spann sig
upp úr eldhússtrompunum. Það leið sent sé að síðdegiskaffi.
Sigga Sunnefa þræddi vegarkanti'nn og forðaðist að stíga á möl-
ina. Hún var að hlífa skónum. Af og til varpaði hún öndinni
mæðilega og strauk svitastraumana af andlitinu. Sér var nú hver
hitinn! Það gat varla boðað nokkuð gott. Ætli þeir fengju ekki
niðrí með kvöldinu, væri heldur ekki skaðinn skeður, þótt þeint
hefndist einhvern tíma, guðleysingjunum hér í dalnum. Tvö
höfðu þau nú mætt við kirkjuna í dag, Tóni gamli sérvitri og hún
— auk prestsins. Hvar ætlaði þetta annars að enda með guðstrúna
í dalnum? Messudag eftir messudag hafði orðið messufall, því að
fáir sem engir mættu við kirkjuna, jafnvel meðhjálparinn lét sig
stundum vanta. Börn fæddust og uxu upp óskírð, unglingarnir
fermdust ekki, þessum svokölluðu kontórgiftingum fjölgaði stöð-
ugt, ef það gifti sig þá ekki sjálft fólkið. já, livílík Sódónia var
Jjessi sveit ekki orðin! Sigga Sunnefa talaði upphátt við sjálfa sig
og gekk í sprettum. Nú nam hún staðar og té>k lítið glas upp úr
pilsvasa sínum, hristi það og brá því upp við sól. Ekki nema lögg!
Skollinn hann Tóni sérvitri hafði stútað sig liclzt til vel á því við
kirkjuna.
Sigga Sunnefa hellti vænni hrúgu úr glasinu á vinstra handar-
bakið, bjó síðan til langan garð úr tóbakskornunum, bar nefið
hægt að fremri garðendanum, dró Jaað með hægu sogi upp í
miðjan garð, fór svo fyrir liinn endann og lauk því, sem eftir var.
Þannig fékk hver nös sitt. Svo dæsti hún af vellíðan. Sá maður átti
guðslúessun skilið, sem liafði kennt mönnum að nota tóbakið!