Stígandi - 01.07.1945, Síða 49
STÍGANDI
BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL
223
lega sorgarleik, þá er Friðrik og Agnes voru líílátin fyrir réttum
115 árum.)
Dóttir Þorvarðar á Sandi var Vilborg, kona Skíða-Gunnars Þor-
steinssonar. Þau Gunnar og Vilborg bjuggu 18 ár á Mýlaugsstöð-
um, en flutust vorið 1803 norður að Ærlæk í Axarfirði með
mikinn fjölda efnilegra barna. Einn af sonum þeirra var Gunnar
bóndi á Hallgilsstöðum á Langanesi, faðir séra Sigurðar á Hall-
ormsstað og Gunnars, föður séra Sigurðar yngra í Stykkishólmi
og Gunnars, föður Gunnars skálds.
Þorlákur Jónsson mun vera fæddur í Hraunkoti, næsta bæ við
Sand. Hann var móðurbróðir og fósturfaðir Jóns Arnasonar í
Haga, föður Guðrúnar, konu Þorgríms Halldórssonar í Hraun-
koti, föður Halldórs. Þorlákur var alinn upp á Sandi og kallaður
fóstursonur Þórðar Guðlaugssonar. Tryggði Þórður honum jörð-
ina til ábúðar eftir sinn dag. Kona Þorláks var Sesselja Oddsdóttir,
móðursystir Indriða í Garði. Dóttir þeirra var Kristín, kona
Benedikts Þormóðssonar í Kolgerði. Sonur þeirra, auk fleiri
barna, var Benedikt á Grund, faðir Benedikts, er lengi bjó í
Breiðuvík og enn lifir háaldraður hjá börnum sínum á Akureyri.
Vorið 1803 tók Þorlákur sig upp, kominn á sjötugsaldur, og flutt-
ist búferlum frá Sandi að Eyri á Flateyjardal. Þar bjó hann þrjú
—fjögur ár og síðan eitt ár að Þverá í Hvalvatnsfirði. Dó liann þar
árið 1808. Hefir ekki tekizt að uppgötva, livað varð Jress valdandi,
að hann réðist í þenna óhyggilega búferlaflutning á gamals aldri,
er mun hafa komið honum á kné fjárhagslega.
Guðrún Ólajsdóttir, er var húskona á Sandi árum saman, og
bjó eitt ár á parti jarðarinnar, er að mestu óþekkt kona.
Ólafur Ólafsson var son Ólafs bónda á Grímsnesi á Látraströnd,
Snorrasonar á Þverá í Hvalvatnsfirði, Ólafssonar í Hraungerði í
Eyjafirði, er kominn var í beinan karllegg frá Finnboga lögmanni
Jónssyni. Ólafur fluttist með konu sinni, Guðrúnu yngri Odds-
dóttur, frá Skeri á Látraströnd að Sandi, og Jraðan aftur að Skeri
eftir fjögurra ára ábúð. Eftir honum er sú umsögn liöfð, að „hann
vildi heldur gefa þyrsklinginn á Skeri en selja á Sandi“. Sonur
Olafs og Guðrúnar var Indriði bóndi í Garði í Aðaldal, móður-
faðir minn.
Guðmundur Pétursson bjó hér lengi við allgóðan efnahag.
Hann var sonur Péturs Eiríkssonar, Péturssonar á Fjalli, Helga-
sonar á Fjalli, Illugasonar. Kona Guðmundar var Ingibjörg Vig-
fúsdóttir frá Naustavík og Kristínar Sæmundsdóttur prests á Þór-