Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 49

Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 49
STÍGANDI BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL 223 lega sorgarleik, þá er Friðrik og Agnes voru líílátin fyrir réttum 115 árum.) Dóttir Þorvarðar á Sandi var Vilborg, kona Skíða-Gunnars Þor- steinssonar. Þau Gunnar og Vilborg bjuggu 18 ár á Mýlaugsstöð- um, en flutust vorið 1803 norður að Ærlæk í Axarfirði með mikinn fjölda efnilegra barna. Einn af sonum þeirra var Gunnar bóndi á Hallgilsstöðum á Langanesi, faðir séra Sigurðar á Hall- ormsstað og Gunnars, föður séra Sigurðar yngra í Stykkishólmi og Gunnars, föður Gunnars skálds. Þorlákur Jónsson mun vera fæddur í Hraunkoti, næsta bæ við Sand. Hann var móðurbróðir og fósturfaðir Jóns Arnasonar í Haga, föður Guðrúnar, konu Þorgríms Halldórssonar í Hraun- koti, föður Halldórs. Þorlákur var alinn upp á Sandi og kallaður fóstursonur Þórðar Guðlaugssonar. Tryggði Þórður honum jörð- ina til ábúðar eftir sinn dag. Kona Þorláks var Sesselja Oddsdóttir, móðursystir Indriða í Garði. Dóttir þeirra var Kristín, kona Benedikts Þormóðssonar í Kolgerði. Sonur þeirra, auk fleiri barna, var Benedikt á Grund, faðir Benedikts, er lengi bjó í Breiðuvík og enn lifir háaldraður hjá börnum sínum á Akureyri. Vorið 1803 tók Þorlákur sig upp, kominn á sjötugsaldur, og flutt- ist búferlum frá Sandi að Eyri á Flateyjardal. Þar bjó hann þrjú —fjögur ár og síðan eitt ár að Þverá í Hvalvatnsfirði. Dó liann þar árið 1808. Hefir ekki tekizt að uppgötva, livað varð Jress valdandi, að hann réðist í þenna óhyggilega búferlaflutning á gamals aldri, er mun hafa komið honum á kné fjárhagslega. Guðrún Ólajsdóttir, er var húskona á Sandi árum saman, og bjó eitt ár á parti jarðarinnar, er að mestu óþekkt kona. Ólafur Ólafsson var son Ólafs bónda á Grímsnesi á Látraströnd, Snorrasonar á Þverá í Hvalvatnsfirði, Ólafssonar í Hraungerði í Eyjafirði, er kominn var í beinan karllegg frá Finnboga lögmanni Jónssyni. Ólafur fluttist með konu sinni, Guðrúnu yngri Odds- dóttur, frá Skeri á Látraströnd að Sandi, og Jraðan aftur að Skeri eftir fjögurra ára ábúð. Eftir honum er sú umsögn liöfð, að „hann vildi heldur gefa þyrsklinginn á Skeri en selja á Sandi“. Sonur Olafs og Guðrúnar var Indriði bóndi í Garði í Aðaldal, móður- faðir minn. Guðmundur Pétursson bjó hér lengi við allgóðan efnahag. Hann var sonur Péturs Eiríkssonar, Péturssonar á Fjalli, Helga- sonar á Fjalli, Illugasonar. Kona Guðmundar var Ingibjörg Vig- fúsdóttir frá Naustavík og Kristínar Sæmundsdóttur prests á Þór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.