Stígandi - 01.07.1945, Qupperneq 50
224
BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL
STÍGANDI
oddsstað. Um Ingibjörgu kveður séra Vernharður Þorkelsson í
Nesi, föðurfaðir Jóhanns dómkirkjuprests, svo, í sóknarvísum ná-
lægt 1824:
Gjörn að veita gestum björg, —
gleður í von, farandi,
ein, sein heitir Ingibjörg,
ærukona á Sandi.
Synir þeirra voru Vigfús og Guðmundur, faðir Guðna í Hraun-
gerði, föður Þuríðar, móður Jóns í Állhól í Ilúsavík. Dóttir
Sandshjóna var Guðbjörg, fríðleikskona, en laus á kostum. Hún
var móðir Pálínu, móður Flóvents, föður þeirra Flóventssona á
Húsavík, Helga, Jóns og þeirra bræðra. Guðmundur Pétursson
var hörku- og fjáraflamaður. Mælt er, að hann hafi slegið eign
sinni á dýrmætt vogrek, er bar á Sandsfjörur, og hagnýtt sér, en
orðið að greiða Þórði sýslumanni í Garði stórfé til jress að láta
Jjað mál kyrrt liggja, er jrað hafði kvisazt, og farið frá Sandi nær
öreigi.
Vigfús Guðmundsson býr hér tvívegis móti föður sínum, en sjö
ár j:>ess á milli bjó Vigfús á Hafralæk. Hann flæktist víða, kallaður
Barna-Fúsi. Atti börn við konu sinni, Kristínu Andrésdóttur frá
Geirbjarnarstöðum, og fleiri konum. Eitt af börnum lians skil-
getnum, var Ingibjörg, kona Hansar Bérings í Kaldbak. Meðal
barna þeirra Kaldbakshjí'ma voru: Óli, fór til Ameríku, Jóhann,
er drukknaði á hákarlaskipinu Veturliða á Bakkakrók vorið 1872,
og Sigríður, er fluttist suður á land. (Hún giftist Þórði verzlunar-
manni og bæjarfulltrúa á Hól í Reykjavík Guðmundssyni: en
meðal barna þeirra eru auk annarra, Helga, kona Arents Glaes-
sens, stórkaupmanns, og Jóna, kona Richards Thors, fram-
kvæmdastjóra í Reykjavík.)
Þórður Þórðarson var borgfirzkur að ætt og uppruna, en kona
hans var Solveig Vigfúsdóttir, hálfsystir Ingibjargar, konu Guð-
mundar Péturssonar. Þórður kom frá Litla-Hamri í Eyjafirði að
Sandi, bjó þar eitt ár, jrá eitt ár á Höskuldsstöðum, aftur á Sandi
í fjögur ár, þá tvö ár í Naustavík, og síðan víða á hálfgerðum
hrakningi. Þórður er oft ritaður og talinn Jónsson, en jiað er
rangt. Hann var nefndur ,,kisi“ og festist það við suma niðja
hans. Börn þeirra hjóna voru Þuríður og Guðmundur. Þuríður
var kona Sigurðar Ólafssonar á Kotamýrum, er andaðist fjörgam-
all í Skörðum 1898. Sonur þeirra var Jón ,,sirs“ á Sandhólum og
Breiðavík, ókvæntur og niðjalaus. Guðmundur Þórðarson bjó á