Stígandi - 01.07.1945, Page 52

Stígandi - 01.07.1945, Page 52
226 BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL STÍGANDI vefari, en þótti drykkjugjarn nokkuð. Dóttursonur Halldórs og síðari konu hans var Eðvald Eyjólfsson póstur eystra, orðlagt karl- menni og hinn mesti garpur. (Einkasonur Eðvalds var Eyjólfur loftskeytamaður á Goðafossi, mikið karlmenni og stillingarmaður. Hlaut liann svöðusár, þá er Goðafossi var sökkt 10. nóv. haustið 1944, og lézt hann af sárum á leiðinni til lands. Var á því orð gert, hversu vel'hann gekk fram við björgun manna og hve honum brá lítt við áverka sína, er þó voru banvænir. F.ðvald var kvæntur maður og átti börn, búsettur í Reykjavík.) Þórkell Þórðarson bjó áður í Syðri-Tungu á Tjörnesi, en hafði jarðaskipti við Jónas Einarsson. Síðar bjó Þorkell alllengi á Núp- um. Meðal barna Þórkels var Árni hreppstjóri í Sandvík í Gríms- ey, skýr maður og fróður, laglega hagmæltur og vel metinn í hví- vetna. Eitt af börnum Arna var Anna móðir Þorkels Guðnasonar, er lengi var í Eagraneskoti í Aðaldal, en nú um skeið hefir átt heima í Reykjavík. Magnús Guðmundsson var yngsta barn Guðmundar Árnasonar í Kasthvammi, en þau voru alls átján eða nítján. Hálfsystir Magnúsar var Rósa á Þverá í Reykjahverfi, kona Indriða Illuga- sonar. Þeirra dóttir Hólnrfríður, fædd að Grænavatni 5. júní 1802, dáin að Sandi 30. júlí 1885 hjá Eriðjóni syni sínum, er þar bjó lengi, sjá síðar. Magnús var kvæntur Hallfríði Skúla- dóttur. Áttu þau fjölda dætra og einn son, Jóhannes, er drukknaði nýkvæntur á þilskipinu Valdemar, er fórst úti fyrir Þorgeirsfirði 1864 nreð allri áhöfn. Magnús hætti búskap 1860, fór þá að Björgum og síðan að Vargsnesi. Hann lézt að Laxamýri haustið 1865 og var grafinn að Nesi. Magnús þótti mikilhæfur dugnaðarmaður, greindur vel og hagmæltur. Var hann allvel efnaður og hjálpsamur við fátæka, en lét hvergi hlut sinn í orði eða á borði gagnvart fyrirmönnum. Einar Sörensson frá Geirbjarnarstöðum var kvæntur Guðleifu, einni af dætrum Magnúsar. Sören Jónsson, faðir Einars, var bráð- lipur hagyrðingur. Hann var dóttursonur Sörens danska á Ljósa- vatni og systkinabarn við þau Ljósavatnssystkin; en Guðrún Þor- valdsdóttir, kona Sörens danska, var sonardóttir Stefáns skálds í Vallanesi Olafssonar, svo sem kunnugt er. Meðal barna Einars og Guðleifar voru Kristín, rnóðir Jóhann- esar Jósefssonar glímukappa, og Sören bóndi á Máná, faðir Einars og Jóns Sörenssona á Húsavík og þeirra systkina, (Frh.)

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.