Stígandi - 01.07.1945, Page 55

Stígandi - 01.07.1945, Page 55
STÍGANDI FRAMTIÐIN 229 okkur bendingu. Það er svipað og þegar drykkjumaðurinn fer á sinn versta túr, rétt áður en liann gengur í algert bindindi. Hið vaknandi mannkyn fer líkt að; í hita sóknarinnar eftir betri heimi kemur margs konar sori í ljós. En þrátt fyrir það eru liug- sjónamenn í öllum flokkum, hvort lieldur jreir nefnast Fasistar, Kommúnistar eða Demokratar — þeir eru allir reiðubúnir að líða fyrir skoðanir sínar. Þessi ábyrgðarkennd hinna samstæðu undirvitunda þeirra verkar venjulega svipað og hjá einstaklingi, síðasta tilraunin til sjálfstjórnar hefst með versta reiðikastinu. Látum oss minnast þessa, er við hugsum eða lesum um illvirki og aðrar hörmungar. — Við látum einstaklinga í einhverja betrunarstofnun, þar sem þeir fá tækifæri til að endurheimta sjálfa sig. Sarna regla ætti að gilda um þjóðir eða þjóðaeiningar. Hið nýja tímabil verður markað og nrótað af vaxandi óbeit á málaferlum, einkum gagnstefnum og gagnsókn. Menn munu ekki nenna að eyða dýrmætum tíma til að fást um allt, sem fyrir kemur. Þeir munu verða sístarfandi við nýjar uppgötvanir og sökkva sér ekki niður í fánýta hluti. Þessar upgötvanir munu leiða til þess, að þeir óska síður en áður að eignast jarðneska muni, og það er ekki erfitt að gera sér ljóst, hvaða áhrif það muni hafa. — Á næstu blaðsíðum verður reynt að sýna ljósa mynd af manni framtíðarinnar, einstaklingnum, sem lítur á lífið og það, sem það hefir að bjóða, frá nýjum sjónarmiðum, leggur á það annan mælikvarða, sækist eftir öðrum verðmætum og virðir aðra liæfileika en áður hafa lundizt á þessari jörð. Til þess að renna grun í það, sem í vændum er, verða menn að skilja, að það er miklu furðulegra en nokkuð, er áður hefir gerzt. Framför og breyting hafa ætíð átt sér stað, en á síðustu dögum hafa framfar- irnar og breytingarnar orðið stórstígari og umfangsmeiri en á nokkru öðru menningartímibili. Þetta mun leiða til djúpstæðra breytinga, ekki aðeins á yfirborði mannlegs lífs — og hátta, held- nr einnig á manninum sjálfum. Gætum við náð í einstakling, sem lifað hefði í byrjun þess tímabils, sem nú er að enda, og látið hann verða fyrir áhrifum nútímamenningar, þá myndi hann álíta, að veröldin væri full af kraftaverkum og yfirnáttúrlegum atburðum, einnig að nútíðar- maðurinn væri yfirnáttúrlegur. Hann stæði ráðþrota, ekki aðeins vegna hins hamslausa hraða, heldur vegna undrunar yfir getu mannanna til að halda hraðanum við og hugsa í samræmi við hann. Fyrir sjónum þessa forsögulega einstaklings myndi lnaði

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.