Stígandi - 01.07.1945, Síða 57

Stígandi - 01.07.1945, Síða 57
STIGANDI FRAMTÍÐIN 231 inn í ræðusalina. Nókkrir tala um samband nokkurra ríkja, aðrir um sameinuð ríki Norðurálfunnar, og enn aðrir um hin samein- uðu alheimsríki. A£ þessu er augljóst, að þrátt fyrir grimmd og glæpi, sem við heyrum sagt frá, þá er vilji fyrir lrendi til að gleyma öllum erjum og ganga til samstarfs, hvenær sem allar þjóðir eru einhuga um að rétta frarn höndina. — Meðal ólíkra trúarflokka kemur hið sama í ljós betur og betur. Uppeldismálin eiga sína hugsjónamenn, og í vísindum, læknisfræði, rannsóknum og uppgötvunum er keppt um, hver lengst komizt, og allir standa á öndinni af ofvæni eftir því, er næst komi, og engan hafði áður dreymt um. Vissulega eru þetta merkilegir tímar fyrir þá, sem skilja þýðingu þeirra! Svo margar breytingar eru nú þegar í nánd, að árið, sem er að líða — 1940 — er boðberi skelfilegra og margþættra atvika, sem krefjast allrar okkar athygli og vitsmuna, ef við eigurn að fylgjast með þeim. Við munum brátt verða áhorfendur að ákveðnum og hetjulegum tilraunum hins ábyrgðarfulla hluta mannkynsins til að standa á móti fornum venjum og glapráðum og leggja horn- steina nýrrar menningar. Þessi atvik hljóta að koma fram. Þau eru ekki aðeins hin eina útgönguleið, heldur eru mennirnir of dáðríkir og fullir innblásturs og þrautseigju til að ganga veginn, sem liggur tii sjálfsglötunar, blótfórna og alþjóða-sjálfsmorða. Það mun verða hlutskipti okkar að hugsa fyrir allieimsverndun og viðreisn, um leið og hinir nýju tímar renna upp og verða ljós- ari. Við skulurn hugleiða framtíð okkar af sjónarhóli stjórnmála, heilsuverndar, trúarbragða, vísinda og lifnaðarhátta. Við skulum sækja franr frá því almenna til þess sérstaka, við munum byrja á alheims-stjórnmálum og tilvonandí breytingum í stjórnarháttum. F ramtíðarst j órn. Tíminn til að rýna í framtíðina er þegar kominn. Við ýtum því fari okkar á flot, en ekki út í óvissu, eins og við hefðum gert, ef undanfarandi kaflar hefðu ekki verið ritaðir. Við höfum okkar veg framundan, sem er fyrir nokkru fundinn og markaður á landabréfið. Stefna hans og takmark er í fullu samræði hvað við annað. Næst liggur fyrir að gera sér ljóst, á hvern hátt mennirnir fara þennan veg. Munu þeir ganga þjóðveginn ákveðnir og hik- lausir, eða verður að berja þá áfram? Spursmálslaust koma allar þessar aðferðir til greina, og hafi okkur tekizt að leggja fingurinn

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.